3. desember 2020 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir íþrótta- og tómstundanefndar með félögum.202011334
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni kl: 16:15 UMFA kl: 16:45 Hestamannafélagið Hörður kl: 17:15 Golfklúbbur Mosfellsbæjar kl: 17:45 Íþróttafélagið Ösp
Á fundinn mættu fyrir hönd UMFA Kristrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri , Birna Kristín Jónsdóttir Formaður og Erla Edvaldsdóttir, varaformaður. Farið var yfir metnaðarfullt starf félagsins, aðstöðumál og áskoranir félagins á covid tímum.
Fyrir hönd hestamannfélagsins Harðar mættu á fundinn Hákon Hákonarson formaður félagsins og Bryndís Ásmundsdóttir formaður Æskulýðsnefndar Harðar. Farið yfir starfið á árinu og framhaldið, hefðbundið starf og ný skref sem að Hestamenn vilja stíga þegar að ástand batnar.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Á fundinn mætti Ágúst Jensson framkvæmdarstjóri klúbbsins og fór yfir starf félagsins. Starfið hefur gegnið mjög vel, .ekki mikil skerðing á starfinu vegna ástandsins, Iðkendum hefur fjölgað og sértaklega í barna- og unglingastarfinu.
Íþróttafélagið Ösp: á fundinn mættu Helga Hákonardóttir fór yfir starfið. Fjölgun hefur orðið á Mosfellingum í félaginu. Kynningarstarf er framundan. Keilan er stærsta greinin en aðrar greinar eru til dæmis boccia, sund og listskautar.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar félögum fyrir frábært starf í þágu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs fyrir 2021.