Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. desember 2020 kl. 16:15,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Sturla Sær Erlendsson formaður
 • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
 • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
 • Andrea Jónsdóttir aðalmaður
 • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
 • Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
 • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ. Fund­ir íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar með fé­lög­um.202011334

  Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni kl: 16:15 UMFA kl: 16:45 Hestamannafélagið Hörður kl: 17:15 Golfklúbbur Mosfellsbæjar kl: 17:45 Íþróttafélagið Ösp

  Á fund­inn mættu fyr­ir hönd UMFA Kristrún Kristjáns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri , Birna Kristín Jóns­dótt­ir Formað­ur og Erla Ed­valds­dótt­ir, vara­formað­ur. Far­ið var yfir metn­að­ar­fullt starf fé­lags­ins, að­stöðu­mál og áskor­an­ir fé­lag­ins á covid tím­um.

  Fyr­ir hönd hesta­mann­fé­lags­ins Harð­ar mættu á fund­inn Há­kon Há­kon­ar­son formað­ur fé­lags­ins og Bryndís Ásmunds­dótt­ir formað­ur Æsku­lýðs­nefnd­ar Harð­ar. Far­ið yfir starf­ið á ár­inu og fram­hald­ið, hefð­bund­ið starf og ný skref sem að Hesta­menn vilja stíga þeg­ar að ástand batn­ar.

  Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar: Á fund­inn mætti Ág­úst Jens­son fram­kvæmd­ar­stjóri klúbbs­ins og fór yfir starf fé­lags­ins. Starf­ið hef­ur gegn­ið mjög vel, .ekki mik­il skerð­ing á starf­inu vegna ástands­ins, Ið­k­end­um hef­ur fjölgað og sér­tak­lega í barna- og ung­linga­starf­inu.

  Íþrótta­fé­lag­ið Ösp: á fund­inn mættu Helga Há­kon­ar­dótt­ir fór yfir starf­ið. Fjölg­un hef­ur orð­ið á Mos­fell­ing­um í fé­lag­inu. Kynn­ing­ar­starf er framund­an. Keil­an er stærsta grein­in en að­r­ar grein­ar eru til dæm­is boccia, sund og list­skaut­ar.

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fé­lög­um fyr­ir frá­bært starf í þágu barna og ung­menna í Mos­fells­bæ.

  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2021-2024202005420

   Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020

   Kynn­ing á drög­um að fjár­hags­áætlun fræðslu- og frí­stunda­sviðs fyr­ir 2021.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00