19. nóvember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á tekjulágum heimilum202007154
Reglur um íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum lagðar fram til samþykktar.
Reglur Mosfellsbæjar um íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum samþykktar með þremur atkvæðum.
2. Gerplustræti 13 - umsókn um rekstrarleyfi202010144
Beiðni um rekstrarleyfi fyrir gistingu fl. II. Gerplustræti 13.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu fl. II við Gerplustræti 13.
3. Þverholt 1 - ósk um stækkun lóðar við Barion202010334
Borist hefur erindi frá Arnari Þór Jónssyni, f.h. lóðarhafa Þverholts 1, dags. 26.10.2020, með ósk um stækkun lóðar til vesturs í samræmi við gögn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Breyting á deiliskipulagi Kvíslartungu 5.202008427
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Kvíslartungu 5.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi Kvíslartungu 5 lagður fram til kynningar.
5. Nýbygging leikskóla í Helgafellshverfi.202011139
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs um nýjan leikskóla í Helgafellshverfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi, í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
6. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir sveitarfélaga vegna covid - beiðni um umsögn202011122
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs - beiðni um umsögn fyrir 25. nóvember nk.
Þingsályktunin lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða málið á vettvangi SSH.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 25. nóvember nk.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri