24. júní 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum202002130
Tilkynning frá umhverfisráðuneytinu, dags. 8. júní 2021, þar sem vakin er athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Tilkynningin lögð fram til kynningar.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 1 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að rekstrartekjur hækka um 134,8 m.kr., laun- og launatengd gjöld hækka um 86,7 m.kr. og annar rekstrarkostnaður hækkar um 41,6 m.kr. Samtals hækkar því áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta um 6,5 m.kr. sem eykur handbært fé samsvarandi.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Staða barna með fjölþættan vanda202106179
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn og kynnti málið. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar og kynningar í fræðslunefnd.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Kvörtun - Trúnaðarmál202106268
Trúnaðarmál
Niðurstaða færð í trúnaðarmálafundargerð.
5. Stefnuráð byggðasamlaga202106272
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH, mættu á fundinn, kynntu málið og svöruðu spurningum. Afgreiðslu málsins og tilnefningu í stefnuráð frestað.
Gestir
- Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
- Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi
- Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi
6. Erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla - bókun 525. fundar stjórnar SSH202106225
Erindi frá SSH, dags. 10. júní 2021, þar sem kynnt er erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla, sem sent var Betri samgöngum ohf. auk svarbréfs framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samganga ohf. mætti á fundinn, kynnti málið og svaraði spurningum.
Gestir
- Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samganga
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi
- Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi