1. október 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Undirbúningur friðlýsingar - Þerney og Álfsnes.202007198
Friðlýsing Þerneyjar og Álfsness. Umsögn umhverfisstjóra.
Umsögn umhverfisstjóra lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að senda fyrirliggjandi umsögn til Minjastofnunar.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024.202005420
Drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar lögð fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar. Jafnframt var upplýst um stöðu á vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Áskorun vegna fasteignaskatts.202009358
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélagannna um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 lögð fram.
4. Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.202009456
Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman lagt fram til kynningar.