Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. nóvember 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Út­svars­pró­senta 2021202011251

    Tillaga að útsvarsprósentu 2021.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

    Til­laga er gerð um að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2021 verði óbreytt, 14,48% af út­svars­stofni. Til­lag­an var sam­þykkt með átta at­kvæð­um. Full­trúi S-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2021-2024202005420

      Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024.

      Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­sviðs, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

      Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2021-2024 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu á 1466. fundi sín­um 19. nóv­em­ber 2020. Bæj­ar­stjóri og for­seti bæj­ar­stjórn­ar þökk­uðu starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir til starfs­manna.

      Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu sem verði 9. des­em­ber 2020.

    Fundargerð

    Almenn erindi

    Fundargerðir til kynningar

    • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 416202011013F

      Fund­ar­gerð 416. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 8.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806287

        Fram­kvæmd­ir og ráð­gjöf ehf sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Ásu-Sólliljugata nr. 19-21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 416. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 8.2. Uglugata 9 og 9a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201911125

        Sóltún ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Uglugata nr. 9-9a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 416. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 8.3. Fossa­tunga 2-6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010395

        Bygg­bræð­ur ehf. Ól­afs­geisla 97 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu 4 rað­hús á lóð­un­um Fossa­tungu nr.2-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Hús nr. 2, íbúð 112,0 m², bíl­geymsla 23,0 m², 454,32 m³. Hús nr. 4, íbúð 111,0 m², 378,88 m³. Hús nr. 4a, íbúð 127,2 m², bíl­geymsla 31,8 m², 554,38 m³. Hús nr. 6, íbúð 112,0 m², bíl­geymsla 23,0 m², 454,32 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 416. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 9. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 46202011018F

        Fund­ar­gerð 46. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 9.1. Bjarta­hlíð 25 - um­sókn um stækk­un lóð­ar 201805176

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 523. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Björtu­hlíð 25 yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­in fel­ur í sér stækk­un lóð­ar til aust­urs að göngustíg. Til­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til íbúa og eða lóð­ar­hafa að Björtu­hlíð 15, 17, 19-21, 25 og Hamra­tanga 12. At­huga­semda­frest­ur var frá 01.10.2020 til og með 02.11.2020.
          Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 46. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

        • 10. Fund­ar­gerð 510. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202011111

          Fundargerð 510. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

          Fund­ar­gerð 510. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

        • 11. Fund­ar­gerð 436. fund­ar Sorpu bs202011210

          Fundargerð 436. fundar Sorpu bs

          Fund­ar­gerð 436. fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

        • 12. Fund­ar­gerð 511. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202011112

          Fundargerð 511. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

          Fund­ar­gerð 511. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

        • 13. Fund­ar­gerð 512. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202011273

          Fundargerð 512. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

          Fund­ar­gerð 512. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

        • 14. Fund­ar­gerð 513. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202011274

          Fundargerð 513. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

          Fund­ar­gerð 513. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 772. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30