25. nóvember 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Útsvarsprósenta 2021202011251
Tillaga að útsvarsprósentu 2021.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur J. Lockton, fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 verði óbreytt, 14,48% af útsvarsstofni. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi S-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs, Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1466. fundi sínum 19. nóvember 2020. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar þökkuðu starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsmanna.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu sem verði 9. desember 2020.
Fundargerð
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1465202011010F
Fundargerð 1465. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Brunahanar í Mosfellsdal 202011049
Erindi Víghóls vegna brunahana í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Baráttuhópur smærri fyrirtækja 202011026
Baráttuhópur smærri fyrirtækja. Kröfur og tillögur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Stytting vinnuviku - bréf til sveitarstjórnar 202011019
Stytting vinnuviku - bréf Bandalags háskólamanna til sveitarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn 202011063
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn 202010180
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn 202010201
Umsögn jafnréttisfulltrúa um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál - beiðni um umsögn 202010274
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Kynning á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Skjöl eru í vinnslu og verða send bæjarfulltrúum um leið og þau verða tilbúin.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1465. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1466202011020F
Fundargerð 1466. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á tekjulágum heimilum 202007154
Reglur um íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum lagðar fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Gerplustræti 13 - umsókn um rekstrarleyfi 202010144
Beiðni um rekstrarleyfi fyrir gistingu fl. II. Gerplustræti 13.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Þverholt 1 - ósk um stækkun lóðar við Barion 202010334
Borist hefur erindi frá Arnari Þór Jónssyni, f.h. lóðarhafa Þverholts 1, dags. 26.10.2020, með ósk um stækkun lóðar til vesturs í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Breyting á deiliskipulagi Kvíslartungu 5. 202008427
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Kvíslartungu 5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Nýbygging leikskóla í Helgafellshverfi. 202011139
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs um nýjan leikskóla í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir sveitarfélaga vegna covid - beiðni um umsögn 202011122
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs - beiðni um umsögn fyrir 25. nóvember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun S-lista:
Eins og fram hefur komið hefur yfirstandandi COVID kreppa haft mikil áhrif á fjárhag sveitarfélaga og getu þeirra til að halda uppi nærþjónustu nema með niðurskurði eða aukinni lántöku. Ríkisvaldið hefur ekki stigið inn af þeim krafti sem nauðsynlegur er og ljóst að aðgerðir og viðbótarframlög ríkisins hingað til nægja ekki til að verja velferð almennings og skapa störf. Hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu unnið í samstarfi að því að þrýsta á ríkisvaldið í þessu máli og því við hæfi að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að ræða tillöguna á þeim vettvangi og að hann kynni bæjarráði niðurstöðu þeirrar umræðu.Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill árétta að þessi þingsályktunartillaga gengur út á að ríkið hendi inn fjárhagslegum björgunarhring m.a. til meirihlutans í Reykjavíkurborg þar sem útsvarsprósenta er í hæstu hæðum og borgin skuldum vafin vegna vinstrimennsku af versta tagi. Það vekur undrun að sveitarfélög, sem hafa ekki nýtt sér skattstofna sína lögum samkvæmt, kalli eftir fjármagni frá ríkinu sem hefur úr talsverðum erfiðum málum að ráða.
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.4.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1466. fundar bæjarráðs samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 299202011017F
Fundargerð 299. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
5.1. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs 202004005
Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs lögð fyrir fjölskyldunefnd til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 299. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Málavog á fjölskyldusviði 202011077
Málavog barnaverndar lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 299. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Samvinna eftir skilnað 202011148
Tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað sem fjölskyldusvið mun taka þátt í með félagsmálaráðuneytinu kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 299. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Krafa um NPA þjónustu 202011017
Krafa frá Magna lögmönnum ehf. um að samþykkt NPA þjónusta hefjist strax. Trúnaðarmál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 299. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1424 202011015F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 299. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 528202011022F
Fundargerð 528. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag 202003016
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir Helgadalsveg 60. Um er að ræða skipulag fyrir íbúðarhús, gróðurhús og áhaldageymslu á landbúnaðarlandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Sunnukriki 3 - ósk um viðbyggingu 202010344
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 3, dags. 17.11.2020, með ósk um aukið byggingarmagn vegna anddyris í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Reykjadalur 2 - niðurfelling lögbýlis 202011205
Borist hefur erindi frá Finn Inga Hermannsyni, landeiganda L123745, dags. 17.11.2020, með ósk um umsögn vegna niðurfellingar lögbýlis á landinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Kæra vegna Kvíslartungu 5 202008427
Lögð er fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 74/2020 vegna deiliskipulagsbreytingar að Kvíslartungu 5. Kröfum kæranda um ógildingu skipulagsins var hafnað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Lyklafellslína 1 og Ísallína 3 - Beiðni um umsögn 202011155
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 12.11.2020, með ósk um umsögn um tillögu að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Athugasemdafrestur er til og með 02.12.2020.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Landsskipulagsstefna 2015-2026 - Viðauki 202011180
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 13.11.2020, með ósk um umsögnum tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.
Athugasemdafrestur er til og með 08.01.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 46 202011018F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 416 202011013F
Fundargerð lög fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 528. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 772. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
7. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar -breytingar202002306
Breyting á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar.
Breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014 með síðari breytingum, samþykktar með níu atkvæðum. Breytingarnar fela í sér að þegar samþykktar en óbirtar breytingar á samþykktum eru felldar inn í 35. gr. og 46. gr. og þær birtar aftur í heild sinni auk breytinga á 35. gr. a, líkt og fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 416202011013F
Fundargerð 416. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi. 201806287
Framkvæmdir og ráðgjöf ehf sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ásu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 416. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Uglugata 9 og 9a, Umsókn um byggingarleyfi. 201911125
Sóltún ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Uglugata nr. 9-9a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 416. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Fossatunga 2-6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010395
Byggbræður ehf. Ólafsgeisla 97 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 raðhús á lóðunum Fossatungu nr.2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Hús nr. 2, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³. Hús nr. 4, íbúð 111,0 m², 378,88 m³. Hús nr. 4a, íbúð 127,2 m², bílgeymsla 31,8 m², 554,38 m³. Hús nr. 6, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 416. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 46202011018F
Fundargerð 46. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Bjartahlíð 25 - umsókn um stækkun lóðar 201805176
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 523. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Björtuhlíð 25 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun lóðar til austurs að göngustíg. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa og eða lóðarhafa að Björtuhlíð 15, 17, 19-21, 25 og Hamratanga 12. Athugasemdafrestur var frá 01.10.2020 til og með 02.11.2020.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 46. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 510. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202011111
Fundargerð 510. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 510. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 436. fundar Sorpu bs202011210
Fundargerð 436. fundar Sorpu bs
Fundargerð 436. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 511. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202011112
Fundargerð 511. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 511. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 512. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202011273
Fundargerð 512. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 512. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 513. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202011274
Fundargerð 513. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 513. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 772. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.