12. nóvember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brunahanar í Mosfellsdal202011049
Erindi Víghóls vegna brunahana í Mosfellsdal.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
2. Baráttuhópur smærri fyrirtækja202011026
Baráttuhópur smærri fyrirtækja. Kröfur og tillögur.
Erndi Baráttuhóps smærri fyrirtækja lagt fram.
3. Stytting vinnuviku - bréf til sveitarstjórnar202011019
Stytting vinnuviku - bréf Bandalags háskólamanna til sveitarstjórnar.
Vinna við mótun tillagna um styttingu vinnutíma dagvinnufólks var kynnt á síðasta fundi bæjarráðs. Erindinu vísað til umsagnar og afgreiðslu mannauðsstjóra.
4. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn202011063
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. nóvember nk.
Lagt fram.
5. Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála - beiðni um umsögn202010180
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um frumvarp um stjórnsýslu jafnréttismála.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að senda fyrirliggjandi umsögn um frumvarpið til Alþingis.
6. Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna - beiðni um umsögn202010201
Umsögn jafnréttisfulltrúa um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela jafnréttisfulltrúa að senda fyrirliggjandi umsögn um frumvarpið til Alþingis.
7. Þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál - beiðni um umsögn202010274
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um þingsályktun um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda fyrirliggjandi umsögn um þingslályktunina til Alþingis.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Kynning á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Skjöl eru í vinnslu og verða send bæjarfulltrúum um leið og þau verða tilbúin.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir vinnu við undirbúning að framlagningu fjárhagsáætlunar.
Boðað hefur verið til vinnufundar með bæjarfulltrúum þriðjudaginn 17. nóvember nk. til að kynna tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 sem lögð verður fram á næsta fundi bæjarráðs. Fyrri umræða um frumvarp til fjárhagsáætlunar 2021-2024 verður til umræðu á fundi bæjarstjórnar 25. nóvember nk.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri