3. desember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020201912076
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1468. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2012_115 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólabyggingar og íþrótta- og tómstundamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Staðfesting á gjaldskrám og álagning gjalda.
Uppfærðar gjaldskrár 2021 lagðar fram til kynningar. Yfirlit yfir álagningarforsendur fasteignagjalda auk uppfærðra reglna um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega lagðar fram til kynningar.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Málefni íþróttamiðstöðvar að Lækjarhlíð 1a201510240
Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að afgreiða málið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Leirutangi 10 - höfnun á stækkun húss kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála202011349
Höfnun á byggingarleyfi fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10 kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Ákvörðun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um höfnun á útgáfu byggingarleyfi vegna stækkunar húss við Leirutanga 10 kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mál nr. 124/2020. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúa að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
5. Gjaldskrá SHS árið 2021202011340
Gjaldskrá SHS árið 2021 til afgreiðslu.
Gjaldskrá SHS fyrir árið 2021 samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Ósk um samþykki fyrir lántöku Sorpu bs. vegna rekstraráætlunar 2021-2025202011408
Sorpa bs. óskar eftir samþykki fyrir lántökum samlagsins vegna rekstraráætlunar 2021-2025.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum beiðni stjórnar Sorpu bs. um heimild til að framlengja lántöku samlagsins vegna rekstraráætlunar 2021-2025 vegna framlengingar yfirdráttarheimildar félagsins hjá Íslandsbanka að upphæð 1.100 mkr. fram til 31.12.2021 og vegna nýrrar langtímalántöku að upphæð allt að 300 mkr., til 10 ára, hjá Íslandsbanka hf.
7. Fyrirspurn varðandi framsal á landi og eignarrétt tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi202009127
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar bæjarfulltrúa M-lista varðandi framsla á landi tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar varðandi erindi Sveins Óskars Sigurðssonar bæjarfulltrúa M-lista varðandi framsal á landi tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi lögð fram.
- FylgiskjalUmsögn um fyrirspurn varðandi framsal á landi og eignarrétt tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi..pdfFylgiskjalHöfnun á kröfu þinglýsingarstjóra á breytingu á stærð lóðar Fasteignir_skjal_U-002151_2012.pdfFylgiskjalDómur E-224_2013 Lækjarnes.pdfFylgiskjal20200907-erindið-laxnes1oglaekjarnes01.pdfFylgiskjal19490511-laekjarnes-naudungarsoluafsal01.pdfFylgiskjal20200826-lækjarnes-mos-Leit í fasteignaskrá _ Þjóðskrá Íslands.pdf
8. Yfirfærsla vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum.202011419
Upplýsingar um samskipti SSH og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna yfirfærslu vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum (skilavegir).
Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
9. Kæra Hreinna Garða á útboði Mosfellsbæjar - sláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2020-2022 - mál nr. 24/2020202006319
Kæra Hreinna Garða á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ. Úrskurður kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Úrskurður kærunefndar útboðsmála vegna kæru Hreinna Garða á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ lagður fram til kynningar.
10. Kæra Garðlistar á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ, mál nr. 26/2020202006510
Kæra Garðlistar á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ. Úrskurður kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Úrskurður kærunefndar útboðsmála vegna kæru Garðlistar á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ lagður fram til kynningar.
11. Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - beiðni um umsögn202011368
Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - beiðni um umsögn fyrir 9. desember nk.
Lagt fram.
12. Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof - beiðni um umsögn202011369
Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof - beiðni um umsögn fyrir 6. desember nk.
Frumvarp lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að frumvarpið verði lagt fram til kynningar í fjölskyldunefnd og lýðræðis- og mannréttindanefnd.
13. Þingsályktun um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum - beiðni um umsögn202011367
Þingsályktun um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum - beiðni um umsögn yrir 9. desember nk.
Lagt fram.
14. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun- beiðni um umsögn202011406
Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun - beiðni um umsögn fyrir 11. desember nk.
Lagt fram.
15. Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð - beiðni um umsögn202011407
Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð - beiðni um umsögn fyrir 11. desember nk.
Lagt fram.