16. september 2021 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið202104236
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um að ganga til samninga við Resource International um uppsetningu loftgæðamælakerfis í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samninga við Resource International um kaup og utanumhald loftgæðamæla í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög. Samráð um framkvæmd verði haft við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað.
2. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir201810370
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina vegna 2. áfanga samgöngustígs í Ævintýragarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina um 2. áfanga samgöngustígs í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög.
3. Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar202109083
Umbeðin umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Umbeðin umsögn lögmanns Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að senda fyrirliggjandi umsögn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2021202101210
tillaga um árlega framlengingu lánasamnings við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við lánssamning við Arion banka hf. um framlengingu lánalínu að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20.11.2022.
5. Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun202109356
Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun kynntar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir.
Gestir
- Pétur Lockton
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Samantekin áhrif viðaukans eru þau að rekstrartekjur hækka um 1,1 m.kr., laun- og launatengd gjöld hækka um 15,4 m.kr. og annar rekstrarkostnaður lækkar um 8,2 m.kr. Samtals lækkar því áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta um 6,1 m.kr. sem er fjármagnað með lækkun á handbæru fé.
Gestir
- Pétur Lockton