16. desember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins202110277
Erindi frá SSH, dags. 10.12.2021,samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningsdrög um samstarfið lögð fram til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Óskað er tilnefningar tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð, sbr. grein 2.3 í drögum að samstarfssamningi.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH, og Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri, komu til fundarins og kynntu málið. Afgreiðslu málsins og tilnefningu í nýtt stefnuráð frestað til næsta fundar.
2. Aðstaða til styrktarþjálfunar íþróttafólks Aftureldingar202112200
Erindi Aftureldingar dags. 09.12.2021 varðandi aðstöðu til styrktarþjálfunar íþróttafólks Aftureldingar.
Erindi Aftureldingar lagt fram til kynningar. Samningar við Eldingu Líkamsrækt um leigu á húsnæði í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og kaup á þjónustu rennur út 31. desember nk. Fyrir liggur að breytingar eru fyrirhugaðar á Íþróttamiðstöðinni að Varmá auk þess sem aukin eftirspurn er af hálfu Aftureldingar um aðstöðu fyrir starfsemi sína líkt og fram kemur í fyrirliggjandi erindi. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Aftureldingu og Eldingu Líkamsrækt varðandi framtíðar notkun á húsnæði Íþróttamistöðvarinnar að Varmá.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins hefur ítrekað bent á mikilvægi fjölnota íþróttahúss í fullri stærð svo tryggja megi Aftureldingu fullnægjandi aðstöðu til framtíðar. Þar má þar m.a. nefna fullkomna aðstöðu til heilsusamlegra styrktaræfinga fólks á öllum aldri í stækkandi bæjarfélagi. Það fjölgar iðkendum því augljóslega. Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að einkarekstur sé almennt viðhafður í stað opinbers rekstrar í samkeppnisgreinum og fellur líkamsrækt þar undir. Leggja ætti áherslu á e.k. sáttameðferð á milli aðila svo tryggja megi góða sambúð einkareksturs og öflugs íþróttafélags.Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdstjóri fræðslu- og frístundasviðs
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2021 lagður fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 3 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021. Fjárfestingaáætlun vegna Hlégarðs hækkar úr kr. 30.000.000 í kr. 89.400.000 eða um kr. 59.400.000 sem fjármagnað er með lækkun á handbæru fé.