Mál númer 201809165
- 19. ágúst 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #765
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 509. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Uglugötu 14-20 yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 14.05.2020 til 28.06.2020. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista. Helga Möller og Jens Sandholt, f.h. Luxor ehf. tóku undir athugasemdir þær sem fram komu á undirskriftarlistanum. Breytingar hafa verið gerðar á uppdrætti í samræmi við innsendar athugasemdir. Lögð eru fram drög að svörum við innsendum athugasemdum. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Afgreiðsla 520. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 765. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista sátu hjá.
- 14. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #520
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 509. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Uglugötu 14-20 yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 14.05.2020 til 28.06.2020. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista. Helga Möller og Jens Sandholt, f.h. Luxor ehf. tóku undir athugasemdir þær sem fram komu á undirskriftarlistanum. Breytingar hafa verið gerðar á uppdrætti í samræmi við innsendar athugasemdir. Lögð eru fram drög að svörum við innsendum athugasemdum. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Bókun fulltrúa L-lista og M-lista:
Undirritaðir fulltrúar í skipulagsnefnd (umferðarnefnd) sitja hjá við afgreiðslu þessa máls
og vísa allri ábyrgð á uppkominni stöðu á byggingaraðila að Uglugötu 6-20.
Það hefur verið ljóst í málinu frá upphafi að það var handvömm byggingaraðila sem leiddi
til þess að aðkoma að Uglugötu 14-20 varð erfið sökum mikils hæðamunar milli Uglugötu 14-20 og Uglugötu 6-12.
Það hefur því allan tímann verið hans að leiðrétta þau mistök og ósanngjarnt að leysa þann vanda með því að ganga á skipulagsleg réttindi íbúa við Vefarastræti 8-14.
Stefán Ómar Jónsson, L lista Vina Mosfellsbæjar
Jón Pétursson, M lista MiðflokksinsSkipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við drög. Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar. Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, fulltrúar L-lista og M-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.
- FylgiskjalAthugasemdir við deiliskipulag - Undirskriftir.pdfFylgiskjalAth - Helga Möller.pdfFylgiskjalAth - Luxor ehf - Bakhlið.pdfFylgiskjalAth - Luxor ehf - Framhlið.pdfFylgiskjalAðilar á undirskriftarlista athugasemda deiliskipulags.pdfFylgiskjalVefarastræti DSK 200608.pdfFylgiskjalUglugata DSK 200608.pdf
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14.05.2020 til og með 28.06.2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi. Sérstakt kynningarbréf var borið út í nærliggjandi hús að Uglugötu 2-4, 6-12, 14-20, 24 og Vefarastræti 8-14. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14.05.2020 til og með 28.06.2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi. Sérstakt kynningarbréf var borið út í nærliggjandi hús að Uglugötu 2-4, 6-12, 14-20, 24 og Vefarastræti 8-14. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14.05.2020 til og með 28.06.2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi. Sérstakt kynningarbréf var borið út í nærliggjandi hús að Uglugötu 2-4, 6-12, 14-20, 24 og Vefarastræti 8-14. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista.
Bókun fulltrúa M lista: Á sínum tíma voru gerð mistök við aðkomu, ábyrgðin liggur hjá húsbyggjanda og ber honum að leysa þau inna lóðar. Miðflokkurinn greiðir atkvæði gegn tllögunni. Fulltrúi Miðflokksins sér enga ástæðu til þess að verja tíma starfsmanna í að svara íbúum sem hafa gert vel rökstuddar athugasemdir sem þarf að taka fullt tillit til og tekur undir sjónarmið íbúa Vefarastrætis.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við innsendum athugasemdum og leggja fram á næsta fundi skipulagsnefndar.
Fulltrúi L lista situr hjá. - 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til fyrirliggjandi tillagna að aðkomu fyrir raðhús við Uglugötu 14-20.
Afgreiðsla 509. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #509
Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar til fyrirliggjandi tillagna að aðkomu fyrir raðhús við Uglugötu 14-20.
Skipulagsnefnd samþykkir að fyrirliggjandi tillaga nr. 1, sem gerir ráð fyrir aðkomu frá Vefarastræti um götu í eigu Mosfellsbæjar, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Allur kostnaður samfara breytingu og framkvæmd er alfarið á hendi lóðarhafa. Fulltrúi M lista situr hjá.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari útfærslu tillögu hönnuðar nr. A 902 þar sem grænu svæði innan lóðar verður breytt í bílastæði að hluta." Borist hefur erindi frá íbúum lóðarinnar.
Afgreiðsla 504. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #504
Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari útfærslu tillögu hönnuðar nr. A 902 þar sem grænu svæði innan lóðar verður breytt í bílastæði að hluta." Borist hefur erindi frá íbúum lóðarinnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn lögmanns Mosfellbæjar um málið.
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Á 500.fundi skipulagsnefnar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M-lista situr hjá." Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags.
Afgreiðsla 503. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 6. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #503
Á 500.fundi skipulagsnefnar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M-lista situr hjá." Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari útfærslu tillögu hönnuðar nr. A 902 þar sem grænu svæði innan lóðar verður breytt í bílastæði að hluta.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí synjaði skipulagsnefnd ósk um breytingu deiliskipulags á aðkomu að Uglugötu 14-20. Borist hefur viðbótarerindi.
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. október 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #500
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí synjaði skipulagsnefnd ósk um breytingu deiliskipulags á aðkomu að Uglugötu 14-20. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.
Afgreiðsla 485. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
- 2. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #738
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 5. apríl. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 483. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 738. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #483
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 5. apríl. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Afgreiðsla 477. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur.
Afgreiðsla 476. fundar sipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. febrúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #477
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 25. janúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #476
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur.
Frestað vegna tímaskorts.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um aðrar mögulegar útfærslur aðkomu." Lögð fram tillaga skipulagshönnuðar um aðra útfærslu aðkomu.
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um aðrar mögulegar útfærslur aðkomu." Lögð fram tillaga skipulagshönnuðar um aðra útfærslu aðkomu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið á milli funda."
Afgreiðsla 469 fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #469
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið á milli funda."
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um aðrar möglegar útfærslur aðkomu.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi/breytta aðkomu að Uglugötu 14-20.
Afgreiðsla 468. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. september 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #468
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi/breytta aðkomu að Uglugötu 14-20.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið á milli funda.