Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. janúar 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2019201811057

  Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir starfsáætlunina fyrir árið 2019." Vegna breytinga á fundardögum bæjarstjórnar er lögð fram tillaga að nýrri starfsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2019.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir breytta starfs­áætlun fyr­ir árið 2019.

 • 2. Þver­holt 21-23 og 25-27 - um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu201804104

  Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.

  Máls­með­ferð­ar­til­laga full­trúa L lista:
  Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins þar til nið­ur­staða sam­kvæmt sam­þykkt 1371. fund­ar bæj­ar­ráðs ligg­ur fyr­ir um það hvort sam­komulag um flutn­ing kvað­ar­inn­ar næst milli Bakka ehf. og Mos­fells­bæj­ar m.a ann­ars um leigu­verð o.fl.
  Bók­un full­trúa M lista: Full­trúi M lista tek­ur und­ir máls­með­ferð­ar­til­lögu full­trúa L lista.
  Til­laga felld með þrem­ur at­kvæð­um V og D lista gegn tveim­ur at­kvæð­um L og M lista.

  Til­laga að af­greiðslu:
  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu um fjölg­un íbúða úr 12 í 24 við Þver­holt 21-23 verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga þeg­ar og ef sam­komulag næst um þær kvað­ir sem breyt­ing deili­skipu­lags­ins hef­ur í för með sér.
  Til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um V og D lista gegn tveim­ur at­kvæð­um L og M lista.

  Bók­un full­trúa L lista Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar.
  Upp­haf þessa máls er það að Bakki ehf. ósk­aði eft­ir að fá að færa kvöð um leigu­íbúð­ir á lóð­un­um nr. 25-27 við Þver­holt og flytja þá kvöð á lóð­irn­ar nr. 21-23 við Þver­holt. Á 730. fundi bæj­ar­stjórn­ar 12. des­em­ber 2018 kom fram hjá bæj­ar­stjóra að breyt­ing á samn­ingi varð­andi kvöð­ina væri í skoð­un og fyrr en betri eða hag­feld­ari samn­ing­ur lægi fyr­ir yrði gild­andi samn­ingi ekki breytt.
  Ég er því and­víg­ur því að sam­þykkja aug­lýs­ingu um breyt­ingu á gild­andi deili­skipu­lagi af tveim­ur ástæð­um:
  Í fyrsta lagi vegna þess að fyr­ir­liggj­andi til­laga að breyttu deili­skipu­lagi er ekki í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi ósk Bakka ehf. um að fá kvöð­ina flutta sbr. bréf Bakka ehf. þar um.
  Í öðru lagi vegna þess að ekki ligg­ur fyr­ir samn­ing­ur við Bakka ehf. um flutn­ing á kvöð­inni, leigu­verð o.fl. eins og sam­þykkt 1371. fund­ar bæj­ar­ráðs frá 25.10.2018 kveð­ur á um.
  Sam­þykkt skipu­lags­nefnd­ar eins og hún nú ligg­ur fyr­ir er því ekki í sam­ræmi við fram­lagða ósk Bakka ehf. og al­gjör­lega á skjön við fyrr­greinda sam­þykkt bæj­ar­ráðs um að aflétt­ingu á kvöð á Þver­holti 25-27 verði ekki fram­kvæmd nema að samn­ing­ar ná­ist um skil­yrði á nýrri kvöð á Þver­holti 21-23.

  Full­trúi M lista og áheyrn­ar­full­trú­ar C og S lista taka und­ir bók­un full­trúa L lista.

  Bók­un D og V lista.
  Sam­þykkt á deili­skipu­lags­breyt­ingu við Þver­holt 21-23 og 25-27 verð­ur ekki aug­lýst eða fram­kvæmd nema samn­ing­ar ná­ist milli bygg­ing­ar­fé­lags­ins Bakka ehf. og Mos­fells­bæj­ar um kvað­ir sem kveð­ið er á um í samn­ingi um deili­skipu­lags­breyt­ing­una.

 • 3. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 - ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201612360

  Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana og afla umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar og síð­an aug­lýst í sam­ræmi við 3. mgr. 30. gr.

 • 4. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi - lagn­ing jarð­strengja í stað há­spennu­loftlína í Mos­fells­dal og Skamma­dal.201901202

  Borist hefur erindi frá Veitum ohf. dags. 10. janúar 2019 varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengja í Mosfellsdal og Skammadal.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi skv. 15. gr. skipu­lagslaga.

 • 5. Stórikriki 59 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201901307

  Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni fh. Pallar og menn ehf. dags. 20. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Stórakrika 59.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem það sam­ræm­ist ekki byggða­mynstri hverf­is­ins. Nefnd­in bend­ir jafn­framt á að nú þeg­ar hef­ur ver­ið heim­iluð breyt­ing úr ein­býl­is­húsi í par­hús.

 • 6. Mið­dals­land landnr. 199733 - ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201901309

  Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni fh. eigenda að landi landnr. 199733 dags. 21. janúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir land í Miðdalslandi landnr. 199733.

  Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

 • 7. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un á Leir­vogstungu­mel­um vegna at­vinnusvæð­is201711102

  Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 8. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma201809165

  Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 9. Bæj­arás 1 - skipt­ing lóð­ar201806102

  Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari gögnum, sem sýna hvort um sé að ræða eina eða tvær íbúðir, til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins." Borist hefur viðbótargögn.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 10. Í Mið­dalslandi l.nr. 125323, ósk um skipt­ingu í 4 lóð­ir201605282

  Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að sækja um breytingu deiliskipulags." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 11. Sum­ar­hús í landi við Varmá, landnr. 125418 - fyr­ir­spurn varð­andi hús201901119

  Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman svör við erindinu og leggja fram drög að svörum á næsta fundi nefndar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 12. Ósk um ný fast­eigna­núm­er í landi Mina-Mos­fells201811171

  Borist hefur erindi frá Vali Þorvaldssyni dags. 14. nóvember 2018 varðandi skiptingu á landi Minna Mosfells.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 13. Ósk um breytta nýt­ingu á Sunnukrika 3201901131

  Á 1382 fundi bæjarráðs 17. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða málið frekar með tilliti til úthlutunar lóðarinnar. Jafnframt að óska eftir umsögn skipulagsnefndar um skipulagsþátt málsins."

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 14. Brú­arfljót 2, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201901149

  E 18 ehf. leggur fram fyirspurn um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði í þremur byggingum á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 4.305,75 m². Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

  Frestað vegna tíma­skorts.

  • 15. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - til­laga að breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi.201901121

   Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á fundinn.

   Kynn­ing, um­ræð­ur um mál­ið.

  • 16. Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi - Deili­skipu­lag v/tvö­föld­un­ar veg­ars­ins201807139

   Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna vinslutillögu deiliskipulagsins." Vinnslutillagan var kynnt frá 8. desember til 22. desember, engar athugasemdir bárust. Á fundinn mættu fulltrúar VSÓ ráðgjafar.

   Kynn­ing, um­ræð­ur um mál­ið.

  • 17. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

   Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 mættu fulltrúar Landmótunar og gerðu grein fyrir hugmyndum varðandi fyrirhugað deiliskipulag fyrir Ævintýragarðinn. Umræður urðu á fundinum. Kynning að nýju fyrir skipulagsnefnd frá fulltrúum Landmótunar.

   Kynn­ing, um­ræð­ur um mál­ið.

  Fundargerðir til kynningar

  • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 354201901019F

   Lagt fram.

   • 18.1. Bjark­ar­holt 8-20, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201804096

    Klapp­ar­holt ehf. Askalind 3 201 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að breyta áður sam­þykkt­um að­al­upp­drátt­um fjöleign­ar­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr.8-20, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

   • 18.2. Bratta­hlíð 16-18, úti­hús/nið­urrif 201901073

    Tré-Búkki ehf. Suð­ur­hús 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að rífa og farga úti­hús­um á lóð­inni Bratta­hlíð nr.16-18 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Hafa skal sam­ráð við Heil­brigðis­eft­ir­lit áður en fram­kvæmd­ir hefjast.

   • 18.3. Brú­arfljót 2, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201901149

    E 18 ehf. legg­ur fram fy­ir­spurn um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði í þrem­ur bygg­ing­um á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: 4.305,75 m².

   • 18.4. Bugðufljót 9 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 2018084453

    Kar­ina ehf. Breiða­hvarf 5 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir breyt­ingu á áður sam­þykkt­um að­al­upp­drátt­um fyr­ir Bugðufljót nr. 9 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: Stækk­un 70,6 m², 397,2 m³.

   • 18.5. Bugðufljót 11 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809069

    Stein­garð­ur ehf. Flugu­mýri 14 sæk­ir um leyfi til að byggja úr lím­tré og ylein­ing­um at­vinnu­hús­næði á lóð­inni Bugðufljót nr.11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: 1007,3 m², 4.801,370 m³.

   • 18.6. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801280

    Skjald­ar­gjá ehf. Hjalla­landi 19 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta að­al­upp­drátt­um ein­býl­is­húss á lóð­inni nr. 30 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 21,724 m³.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35