20. desember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2020201912180
Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2020.
Skipulagsnefnd samþykkir starfsáætlunina fyrir árið 2020.
2. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa um frekari útfærslu tillögunnar. Fulltrúi M lista situr hjá." Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M lista situr hjá.
3. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 13. desember 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit-Traðarreit.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við erindið.
4. Súluhöfði - timabundin færsla á gönguþverun í Súluhöfða201912183
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 5. desember 2019 varðandi tímabundna færslu á gönguþverun á Súluhöfða.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar úrvinnslu málsins til umhverfissviðs.
5. Leirvogstungumelar - breyting á deiliskipulagi201912057
Borist hefur erindi frá Landsbankanum dags. 2. desember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi á Leirvogstungumelum.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
6. Reykjahvoll 5 og 7 (Efri-Reykir) - ósk um breytingu á deiliskipulagi201911088
Á 502. fundi skipulagsnefndar 22. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun:Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. Spilda úr landi Lágafells - umsókn um stofnun vegsvæðis201912007
Borist hefur erindi frá Consensa fh. eigenda Suðurár dags. 20. nóvember 2019 varðandi skiptinu eignar og stofnun nýrra fasteignanúmera.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar málinu til úrvinnslu byggingarfulltrúa.
8. Reykjahvoll 31 - breyting á deiliskipulagi201912220
Borist hefur erindi frá Svölu Magnúsdóttur dags. 16. desember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Reykjavegi 31.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
9. Umsókn um framkvæmdaleyfi - nýtt frárennsli í Tjaldanesi201911063
Á 501 fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 8. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012." Framkvæmdaleyfisumsókn var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
10. Helgafell - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201912218
Borist hefur erindi frá Elíasi Níelssyni dags. 16. desember 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
11. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 503. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari útfærslu tillögu hönnuðar nr. A 902 þar sem grænu svæði innan lóðar verður breytt í bílastæði að hluta." Borist hefur erindi frá íbúum lóðarinnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn lögmanns Mosfellbæjar um málið.
12. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun201809280
Lögð fram drög að verklýsingu fyrir örútboð á endurskoðun aðalskipulags.
Lagt fram og rætt.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 386201912007F
Lagt fram.
13.1. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi 201911174
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: kennslustofa 1 80,9 m², kennslustofa 2 80,9 m², tengibygging 22,2 m², 584,46 m³.
13.2. Skólabraut 2-4, Umsókn um byggingarleyfi 201902106
Mosfellsbær, Þverholt 2, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölnotaíþróttahúshúss á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
13.3. Vogatunga 44, Umsókn um byggingarleyfi 201806024
Brynjar Traustason, Klapparhlíð 26, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss á lóðinni Vogatunga nr. 44, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 387201912016F
Lagt fram.
14.1. Brúarfljót 2, Umsókn um byggingarleyfi. 201901149
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 02 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Birt flatarmál minnkar um 408,8 m².14.2. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., Ármúli 15 Reykjavík, sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.3. Laugaból 2, Umsókn um byggingarleyfi 201912134
Jóhann Christiansen, Laugabóli 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri hesthús á lóðinni Laugaból nr. 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 83,1 m², 209,79 m³14.4. Vogatunga 35-41, Umsókn um byggingarleyfi. 201705051
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhússá lóð nr. 35 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.