14. ágúst 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) 462018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1450. fundi sínum erindi Daníels Þórarinssonar og Ingibjargar Norðdahl, dags. 19.06.2020, til umfjöllunar skipulagsnefndar. Erindið er krafa um nýja meðferð máls.
Í úrskurði ÚUA er ekki efnislega tekin afstaða til synjunar Mosfellsbæjar á erindi málsaðila um skiptingu lóða. Úrskurður fellir aðeins úr gildi ákvörðun um að synja síðari umsókn kæranda um skiptingu lóða að nýju. Um er að ræða formgalla í stjórnsýslu sveitarfélagsins og réttri málsmeðferð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni að taka saman gögn máls í samráði við málsaðila og eftir atvikum bjóða þann kost að leggja fram frekari gögn. Að því loknu skal skipulagsnefnd taka efnislega afstöðu í málinu út frá gögnum málsaðila.
- FylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 19062020 undirritað.pdfFylgiskjalGreinargerð til ÚUA 24.4.2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20190618.pdfFylgiskjalBréf til úrskurðarnefndar umhverfis- og skipulagsmála 01.pdfFylgiskjalKæra 117 2019 greinargerð 7.4.2020.pdfFylgiskjalÚrskurður ÚUA í kærumáli 117_2019.pdfFylgiskjalBréf til Mosfellsbæjar 20180110 yfirfarið.pdf
2. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi201506102
Borist hefur frá Reykjavíkurborg útskrift úr gerðabók, dags. 07.07.2020. Reykjavíkurborg hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingu á Esjumelum og svarar hér með athugasemdum Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
3. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 509. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Uglugötu 14-20 yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 14.05.2020 til 28.06.2020. Gunnar Ingi Hjartarson, formaður húsfélags Vefarastrætis 8-14, skilaði inn athugasemdum íbúa í formi undirskriftarlista. Helga Möller og Jens Sandholt, f.h. Luxor ehf. tóku undir athugasemdir þær sem fram komu á undirskriftarlistanum. Breytingar hafa verið gerðar á uppdrætti í samræmi við innsendar athugasemdir. Lögð eru fram drög að svörum við innsendum athugasemdum. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Bókun fulltrúa L-lista og M-lista:
Undirritaðir fulltrúar í skipulagsnefnd (umferðarnefnd) sitja hjá við afgreiðslu þessa máls
og vísa allri ábyrgð á uppkominni stöðu á byggingaraðila að Uglugötu 6-20.
Það hefur verið ljóst í málinu frá upphafi að það var handvömm byggingaraðila sem leiddi
til þess að aðkoma að Uglugötu 14-20 varð erfið sökum mikils hæðamunar milli Uglugötu 14-20 og Uglugötu 6-12.
Það hefur því allan tímann verið hans að leiðrétta þau mistök og ósanngjarnt að leysa þann vanda með því að ganga á skipulagsleg réttindi íbúa við Vefarastræti 8-14.
Stefán Ómar Jónsson, L lista Vina Mosfellsbæjar
Jón Pétursson, M lista MiðflokksinsSkipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við drög. Deiliskipulag samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar. Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta, fulltrúar L-lista og M-lista sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.
- FylgiskjalAthugasemdir við deiliskipulag - Undirskriftir.pdfFylgiskjalAth - Helga Möller.pdfFylgiskjalAth - Luxor ehf - Bakhlið.pdfFylgiskjalAth - Luxor ehf - Framhlið.pdfFylgiskjalAðilar á undirskriftarlista athugasemda deiliskipulags.pdfFylgiskjalVefarastræti DSK 200608.pdfFylgiskjalUglugata DSK 200608.pdf
4. Reykjahvoll 31 - breyting á deiliskipulagi201912220
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 31 yrði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 25.06.2020 til 24.07.2020. Tvær athugasemdir bárust frá Auðni Páli Sigurðssyni og Önnu Sigríði Vernharðsdóttur, dags. 14.07.2020 og Vígmundi Pálmarssyni og Önnu Hansdóttur Jensen, dags. 20.07.2020. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum. Deiliskipulag samþykkt og skal skipulagsfulltrúi annast gildistöku þess skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Reykjahvoll 4 / Ásar 6 - Deiliskipulag202003237
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 517. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4 yrði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 25.06.2020 til 24.07.2020. Ein athugasemd barst frá Jónu Th. Viðarsdóttur, dags. 16.07.2020. Skipulagið er lagt fram til afgreiðslu nefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomnum athugasemdum. Deiliskipulag samþykkt og skal skipulagsfulltrúi annast gildistöku þess skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Fossatunga 2-6 - deiliskipulagsbreyting202006216
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6. Breytingin felur í sér að fjölga íbúðum úr þremur í fjórar.
Bókun fulltrúa M-lista: Fordæmi hefur verið gefið í viðkomandi götu um fjölgun íbúða þrátt fyrir að deiliskipulag hafi verið gert nýlega. Afstaða Miðflokksins er að deiliskipulag eigi að halda nema fyrir liggi sérstakar aðstæður. Fordæmi hefur hins vegar verið gefið og verður að gæta jafnræðis.
Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar situr hjá við afgreiðslu málsins í samræmi við fyrri afstöðu sína varðandi breytingar í Fossatungu þess efnis að deiliskipulag eigi að halda nema ávinningur af breytingin sé augljós og gagnist almennt.Fulltrúar M-lista og L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem að svæðið er enn í uppbyggingu. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna viðbótar gatnagerðargjalda og annars kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
7. Fossatunga 9-15 - deiliskipulagsbreyting202007361
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni, f.h. lóðarhafa Fossatungu 9-15, dags. 29.07.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting. Breytingin felur í sér að fækka íbúðum úr fimm í fjórar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem að svæðið er enn í uppbyggingu. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna viðbótar gatnagerðargjalda og annars kostnaðar sem af breytingunni hlýst.
8. Lyngbrekka 125153 - ný teikning vegna deiliskipulags202007186
Borist hefur erindi frá Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur, dags. 16.06.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Lyngbrekku vegna rangra gagna upprunalegs skipulags. Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem breytingin telst minniháttar og varðar aðeins hagsmuni landeiganda vegna réttra uppmælinga. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga um kynningarferli grenndarkynninga metur skipulagsnefnd landeiganda eina hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
9. Reykjahvoll 21-23 - byggingarskilmálar202007261
Borist hefur erindi frá Guðmundi S. Borgarssyni ehf., dags. 16.07.2020, með ósk um byggingarheimild fyrir um 250 fermetra húsum að Reykjahvoli 21 og 23 í samræmi við innsend gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húsa í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga málsaðila sýnir byggingar sem eru undir meðalstærð húsa í hverfinu.
10. Brúarfljót 1 og 2, Bugðufljót 2 og 13 - ósk um stækkanir lóða202007171
Borist hefur erindi frá lóðarhöfum á Tungumelum, dags. 08.07.2020, með ósk um stækkanir lóða.
Skipulagsnefnd hafnar óskum lóðarhafa. Nýleg breyting skipulags snerist um breyttan yfirborðsfrágang og göngustíga. Markmiðið var ekki að breyta götusniði athafnarhverfisins eða þrengja að því með stærri lóðum. Yfirborðsfrágangur við götur skal vera grænn í samræmi við gildandi deiliskipulag.
11. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun göngustíga202005204
Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað um göngustíga í Leirvogstunguhverfi. Umhverfissviði til aðstoðar voru Þorkell Magnússon og Birkir Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi C-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið. Lagt er fram til kynningar og umræðu minnisblað umhverfissviðs. Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirstandandi vinnu á umhverfissviði.
12. Reiðstígur um Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi202008002
Borist hefur erindi frá Ingunni Vígmundsdóttur og Pálmari Vígmundssyni landeiganda í Húsadal, dags. 23.07.2020, með ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
13. Lyklafellslína 1 - drög að tillögu að matsáætlun202007210
Borist hefur erindi frá Landsneti, dags. 08.07.2020, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að tillögu að matsáætlun vegna Lyklafellslínu 1. Athugasemdafrestur er til 15.08.2020.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við drög enda er tillagan að mestu í samræmi við fyrri áætlanir.
14. Nýtt aðalskipulag 2019-2031 - vinnslutillaga202007200
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 10.07.2020, með ósk um umsögn vegna vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir 2019-2031 . Gögn eru aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.kopavogur.is, uppdrættir og greinargerð. Athugasemdafrestur er til 31.08.2020.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindi Kópavogsbæjar.