26. apríl 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skálafell - breyting á deiliskipulagi skíðasvæðis201904048
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 26. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi í Skálafelli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna.
2. Ósk um staðfestingu eða breytingu á skipulagi vegna tveggja íbúðarhúsalóða201904053
Borist hefur erindi frá Land-lögmönnum fh. hönd landeiganda dags. 27. mars 2019 varðandi breytingu á skipulagi að Hraðastöðum 1.
Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins að svo stöddu þar sem annað erindi landeiganda um hluta af sömu landspildu liggur fyrir bæjarráði og er enn í vinnslu hjá ráðinu.
3. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins201807139
Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 varð gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verðir auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga og samhliða verði auglýstar breytingar á þeim deiliskipulögum sem liggja að tillögu að deiliskipulagi skv. 43. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingatíma tillagnanna. Tillögur voru auglýstar frá 21. febrúar til 5. apríl 2019,ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu bréfritara og felur skipulagsfulltrúa að lagfæra uppdrátt hvað þetta varðar. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að annast gildistöku skipulaganna.
4. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 5. apríl. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags.
5. Hestamennt reiðskóli - ósk um aðstöðu201904296
Borist hefur erindi frá Hestamennt, reiðskóla dags. 26. mars 2019 varðandi aðstöðu fyrir reiðskólann.
Skipulagsnefnd vísar málinu til yfirstandandi vinnu við breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðisins.
6. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Borist hefur erindi frá Kolviði dags. 9.apríl 2019 varðandi 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
7. Lerkibyggð 1a - breyting á deiliskipulagi201903205
Á 482. fundi skipulagsnefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum hvað varðar stærð og hæð húss, stærð og staðsetningu byggingarreits og aðkomu." Frekari gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd telur fyrirliggjandi gögn ekki nægilega góð til að geta tekið upplýsta afstöðu til erindisins.
8. Bílastæði fyrir stóra bíla við Bogatanga - ósk um breytingu á notkun.2017081247
Á 482. fundi skipulagsnefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Áheyrnarfulltrúi S lista vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Umræður um málið, afgreiðslu frestað þar til á næsta fundi."
Áheyrnarfulltrúi S lista vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og leggja fyrir nefndina.
9. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 283,6 m², auka íbúð 79,9 m², 970,73 m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr.43. gr. skipulagslaga.
10. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 455. fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2018 mættu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Stefán Hallsson og kynntu hugmyndir varðandi deiliskipulag í landi Syðri Reykja. Borist hefur viðbótarerindi. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Stefán Hallsson mættu á fundinn.
Kynning, umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 361201903033F
Lagt fram.
11.1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi 201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., Laufrimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða tveggja hæða fjölbýlishús með tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 581,6 m², 1549,56 m³.11.2. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi 201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Þorgeirsdóttir, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á lóðinni Lindarbyggð nr. 30, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 257,2 m², 702,0 m³.11.3. Suður-Reykir 5/Umsókn um byggingarleyfi. 201701141
Jón M Jónsson Suður Reykjum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytst ekki.
11.4. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi 201709287
Sunnubær ehf. Borgartúni 29 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja húsnæði á tveimur til sex hæðum fyrir skrifstofur, heilsugæslu og aðra þjónustu á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 5.090,5 m², 17.786,960 m³.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 362201904013F
Lagt fram.
12.1. Háholt 13-15 / Umsókn um byggingarleyfi 201902280
Festi fasteignir, Skarfagarðar 2 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta rými 0104 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 363201904024F
Lagt fram.
13.1. Skólabraut 2-4, Umsókn um byggingarleyfi 201902106
Mosfellsbær, Þverholt 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, stáli og tvöföldum PVC dúkfjölnotaíþróttahúshús á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 3.911,4 m², 38.845,4 m³
13.2. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi 201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 283,6 m², auka íbúð 79,9 m², 970,73 m³.