6. desember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að flokka og greina innkomnar athugasemdir og leggja fram á fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundum varðandi hugsanlega endurskoðun deiliskipulagstillögunnar." Fundur var haldinn með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundi 12. nóvember 2019. Lögð fram flokkun og greining á athugasemdum.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum og annast auglýsingu framlagðrar deiliskipulagsbreytingar. Þar sem lóðarmörk og aðrir innviðir í deiliskipulagstillögunni miða við að sami aðili sjái um gatnagerð og byggingu mannvirkja er gerður fyrirvari um að auglýsing eigi sér ekki stað fyrr en staðfest hefur verið að samkomulag hafi náðst um framkvæmd gatnagerðar.
2. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Á 496. fundi skipulagsnefndar 27. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 18. október til og með 30. nóvember 2019, athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar.
3. Dalsgarður í Mosfellsdal-deiliskipulag201902075
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
4. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 500.fundi skipulagsnefnar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúi M-lista situr hjá." Lagðar fram tillögur að breytingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari útfærslu tillögu hönnuðar nr. A 902 þar sem grænu svæði innan lóðar verður breytt í bílastæði að hluta.
5. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Á 501. fundi skipulagsnefndar 8. nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með landeiganda og skipulagsráðgjöfum, m.a. varðandi aðkomu og innviði svæðisins.
6. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Á 502. fundi skipulagsnefndar 22.nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar." Lögð fram drög að svari við athugasemd.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og lagfæra uppdrátt í samræmi við framlagt minnisblað, jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að annast gildistöku skipulagsins.
7. Hraðahindranir á Álafossvegi201911301
Borist hefur erindi frá Erni Johnson dags. 21. nóvember 2019 varðandi hraðahindranir á Álafossvegi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi skoðunar umferðarráðgjafa á umferðaröryggismálum á svæðinu.
8. Gerplustræti 13-15 - breyting á eignarhaldi í kjallara og viðbót á bílastæðum201911271
Borist hefur erindi frá Höllu Hamar fh. Birkisala ehf. dags. 10. nóvember 2019 varðandi breytingu á Gerplustræti 13-15.
Skipulagsnefnd vísar málinu til úrvinnslu hjá embætti byggingarfulltrúa.
9. Fyrirspurn vegna stækkunar á húsi - Lágholt 13201912016
Borist hefur erindi frá Bjarna Þór Ólafsssyni dags. 2. desember 2019 varðandi stækkun á húsinu að Lágholti 13.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
- FylgiskjalLágholt 13: Fyrirspurn til skipulagsnefndar vegna stækkunar á húsi.pdfFylgiskjalLágholt 13_útlit og sneiðing.pdfFylgiskjalLágholt 13_grunnmynd_stækkuð.pdfFylgiskjalLágholt 13_grunnmynd og afstaða.pdfFylgiskjalSkipulagsskilmálar fyrir einbýlishús í Holtahverfi.pdfFylgiskjalLóða- og mæliblað.pdf
10. Grenibyggð 36 /Umsókn um byggingarleyfi201911202
Sveinn Líndal Jóhansson, Grenibyggð 36, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti einbýlishúss á lóðinni Grenibyggð nr. 36, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er fyrir hendi deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 385201911033F
Lagt fram
11.1. Grenibyggð 36 /Umsókn um byggingarleyfi 201911202
Sveinn Líndal Jóhansson, Grenibyggð 36, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti einbýlishúss á lóðinni Grenibyggð nr. 36, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.11.2. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi. 201802283
Húsasteinn ehf., Desjamýri 6, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og skráningu atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.11.3. [Laxatunga 67], Umsókn um byggingarleyfi 201910423
Vicki Preibisch, Engjavegi 10, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 67, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Köld geymsla 32,0 m², 66,6m³.11.4. Lundur, Umsókn um byggingarleyfi. 201806269
Laufskálar Fasteignafélag ehf., Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni
Lundur landnr. 123710, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Dreyfistöð 22,5 m², 90,0 m³.11.5. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi 201910456
Nova ehf., Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til að koma fyrir loftneti á lyftuhúsi fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.11.6. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi. 201902204
Byggingafélagið Fastefli ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
11.7. Hraðastaðir 3, Umsókn um byggingarleyfi 201909211
Tjaldhóll ehf., Hraðastöðum, sækir um leyfi til að byggja við útihús á lóðinni Hraðastaðir landnr. 123675 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 44,5 m², 111,25 m³.