1. febrúar 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum með nánari skilgreiningum á notkun og umgengni á lóðinni.
2. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deilskipulagsbreytingaruppdráttur. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Bæjarás 1 - skipting lóðar201806102
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari gögnum, sem sýna hvort um sé að ræða eina eða tvær íbúðir, til að hægt sé að taka afstöðu til erindisins." Borist hafa viðbótargögn. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
4. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að sækja um breytingu deiliskipulags." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan, um skiptingu lands í fjórar lóðir með allt að 150m2 frístundahúsi á hverri lóð, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillögu að breytingu deiliskipulags verður breytt að þessu leyti.
5. Sumarhús í landi við Varmá, landnr. 125418 - fyrirspurn varðandi hús201901119
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman svör við erindinu og leggja fram drög að svörum á næsta fundi nefndar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Ósk um ný fasteignanúmer í landi Minna-Mosfells201811171
Borist hefur erindi frá Vali Þorvaldssyni dags. 14. nóvember 2018 varðandi skiptingu á landi Minna Mosfells. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
7. Ósk um breytta nýtingu á Sunnukrika 3201901131
Á 1382 fundi bæjarráðs 17. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða málið frekar með tilliti til úthlutunar lóðarinnar. Jafnframt að óska eftir umsögn skipulagsnefndar um skipulagsþátt málsins." Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd gerir, á þessu stigi málsins, engar athugasemdir við skipulagsþátt málsins.
8. Brúarfljót 2, Fyrirspurn um byggingarleyfi201901149
E 18 ehf. leggur fram fyirspurn um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði í þremur byggingum á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 4.305,75 m². Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað vegna tímaskorts á 476. fundi.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemdir við erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
9. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi.201901121
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins á málinu." Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á 476. fund nefndar þar fór fram kynning og umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir, í samræmi við 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga, tillöguna með fjórum atkvæðum. Fulltrúi M lista situr hjá
10. Ásar - ósk um nýtt landnúmer201901277
Borist hefur erindi frá Garðari Jónssyni dags. 16. febrúar 2019 varðandi ósk um nýtt landnúmer á spildu lögbýlisins Ásum.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndar.
11. Bréf varðandi aðstöðumál Skógræktarfélags Mosfellsbæjar201804343
Á 1374. fundi bæjarráðs 8. nóvember var gerð eftirfarandi bókun: Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd tekur undir tillögu vinnuhóps að staðsetningu húss Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulag fyrir staðsetningu hússins verði unnin samhliða deiliskipulagi fyrir nýjan vatnstank.
12. Klapparhlíð - gangbrautir á götunni Klapparhlíð201810111
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar og úrvinnslu umhverfissviðs." Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu.Frestað á 475. fundi.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði útfærslu og framkvæmda málsins.
13. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi201705246
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð etirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem bárust og telur þær eiga við rök að styðjast. Auk þess er um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða. Á þeim forsendum hafnar skipulagsnefnd auglýstri breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Kæra vegna synjunar á efnistöku í Hrossadal201812360
Á 1381. fundi bæjarráðs 10.janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum á 1381. fundi bæjarráðs að fela skipulagsnefnd að taka að nýju fyrir það erindi sem kæran lítur að og fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni kæru í samræmi við þá niðurstöðu."
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á fundi sínum 3. október 2018 ákvörðun um að ráðast í endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. Frá þeirri ákvörðunartöku hefur beiðnum um breytingu aðalskipulags almennt verið vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að visa erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.15. Selholt land nr. 123760 - fyrirspurn vegna byggingarmála á landinu Selholt201901443
Borist hefur erindi frá Önnu Margréti Elíasdóttur dags. 28. janúar 2018 varðandi byggingarmál á landinu Selholt.
Frestað vegna tímaskorts.
16. Lóð í landi Sólsvalla - landnr. 125402201812175
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu með tilliti til ákvæða aðalskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.
Frestað vegna tímaskorts.
17. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði201706309
Á fundinn mætti Tómas Guðberg Gíslason og kynnti málið.
Frestað vegna tímaskorts.