Mál númer 202501251
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Sveini Ívarssyni, f.h. Bergs Verktaka ehf. lóðarhafa að Bugðufljóti 2, dags. 06.01.2025, með ósk um aukið nýtingarhlutfall úr 0,4 í 0,45, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óverulegt frávik skipulags, vegna nýtingarhlutfalls til samræmis við aðrar lóðir, skuli meðhöndlað í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umfang byggingar mun ekki breytast svo sýnilegt sé. Lóðarhafi skal greiða viðeigandi gjöld í samræmi við aukna nýtingu. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.