Mál númer 202407220
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Skipulagsnefnd samþykkti á 615. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu frístundalands við Hafravatnsveg, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni. Athugasemdafrestur var frá 22.10.2024 til og með 22.11.2024. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 14.11.2024 en Minjastofnun Íslands vísar til fyrri umsagnar, dags. 11.05.2023.
Þar sem ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við tillöguna samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa staðfestingu hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin áréttar efni umsagna um ábyrgð og aðgát við framkvæmdir er kemur að þverun heimlagnar og samráð við Minjastofnun Íslands vegna rasks á skráðum minjum.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Borist hefur erindi frá Vigfúsi Halldórssyni, f.h. Helga G. Thorodssen landeiganda að L125360, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frísundalands við Hafravatnsveg vegna vegtengingar og aðkomu. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64.
Afgreiðsla 615. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #615
Borist hefur erindi frá Vigfúsi Halldórssyni, f.h. Helga G. Thorodssen landeiganda að L125360, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frísundalands við Hafravatnsveg vegna vegtengingar og aðkomu. Tillagan sýnir breytta veghönnun um lóð Hafravatnsvegar 56 með aðkomu að Hulduhvammi um helgunarsvæði fornminja. Hjálagt er samþykki aðliggjandi landeiganda vegna aðkomu er fer um Hafravatnsveg 50-64.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að kynna og auglýsa til umsagna og athugasemda tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi gögn skulu send Minjastofnun Íslands til kynningar og athugasemda. Auk þess verður breyting aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is.