Mál númer 202408432
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. nóvember 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #18
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á vinnunni við markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025. Tilboð bárust frá nokkrum auglýsingstofum og er stjórnsýslan að yfirfara og meta tilboðin m.t.t. verðs, aðferðafræði og skiluðum afurðum. Gera má ráð fyrir að fyrsta markaðsefnið muni líta dagsins ljós í upphafi árs 2025.
- 11. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #856
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd ráðstafi fjárheimildum nefndarinnar sem eyrnamerkt er til innleiðingar atvinnustefnu til að vinna að aðgerðinni markaðsáætlun fyrir sveitarfélagið til að laða að fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Lagt er til að nýta allt að 2,5 m.kr. á árinu 2024 til að fara í þessa vinnu.
Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 856. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. september 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #16
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd ráðstafi fjárheimildum nefndarinnar sem eyrnamerkt er til innleiðingar atvinnustefnu til að vinna að aðgerðinni markaðsáætlun fyrir sveitarfélagið til að laða að fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Lagt er til að nýta allt að 2,5 m.kr. á árinu 2024 til að fara í þessa vinnu.
Atvinnu-og nýsköpunarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að nýta fjármuni nefndarinnar til að fara í gerð markaðsáætlunar fyrir Mosfellsbæ með það að markmiði að laða fyrirtæki til samstarfs og uppbyggingar. Aðgerðin er mikilvæg til innleiðingar atvinnustefnu Mosfellsbæjar og styður sömuleiðis við aðrar aðgerðir stefnunnar. Stjórnsýslunni er falið að vinna að verkefninu og halda nefndinni upplýstri um framvindu verkefnisins.