Mál númer 202411135
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Róberti Björnssyni, dags. 10.11.2024, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 200,4 m² (brúttó lokunarflokkar A og B rýma) einna hæðar 6 m hús úr timbri. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við umræður.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Róbert Björnsson Hagamel 25 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 130 m², 488,6 m³.
Lagt fram.
- 5. desember 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #536
Róbert Björnsson Hagamel 25 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 130 m², 488,6 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.