Mál númer 202411135
- 7. maí 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #630
Skipulagsnefnd samþykkti á 626. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 130,0 m² hús á einni hæð úr timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 16, 20, 21 og 22. Athugasemdafrestur var frá 18.03.2025 til og með 16.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.03.2025 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.04.2025.
- 30. apríl 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #93
Skipulagsnefnd samþykkti á 626. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 130,0 m² hús á einni hæð úr timbri. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.mos.is, í Skipulagsgáttinni og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 16, 20, 21 og 22. Athugasemdafrestur var frá 18.03.2025 til og með 16.04.2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 21.03.2025 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.04.2025.
Þar sem að í umsögnum er ekki gerðar efnislegar athugasemdir við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Lögð er fram að nýju tillaga að frístundahúsi að Hamrabrekkum 21. Fyrri tillögu húss var synjað á 625. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 626. fundar skipulagsnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #626
Lögð er fram að nýju tillaga að frístundahúsi að Hamrabrekkum 21. Fyrri tillögu húss var synjað á 625. fundi nefndarinnar.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi umsögn og rökstuðning skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum byggingarfulltrúa um heimild til útgáfu byggingarleyfis. Teikningar skulu ekki grenndarkynntar til samræmis við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem nefndin telur að hönnun mannvirkis standist ekki ákvæði skipulags eða reglugerðar vegna stærðar og umfangs.
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Róberti Björnssyni, dags. 10.11.2024, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 200,4 m² (brúttó lokunarflokkar A og B rýma) einna hæðar 6 m hús úr timbri. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Róberti Björnssyni, dags. 10.11.2024, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 21. Um er að ræða 200,4 m² (brúttó lokunarflokkar A og B rýma) einna hæðar 6 m hús úr timbri. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 536. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við umræður.
- 13. desember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #622
Róbert Björnsson Hagamel 25 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 130 m², 488,6 m³.
Lagt fram.
- 5. desember 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #536
Róbert Björnsson Hagamel 25 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 130 m², 488,6 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.