Mál númer 202410673
- 26. febrúar 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #89
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð að L125205 Úr Miðdalslandi við Selmerkurveg. Tillagan felur í sér breyttar stærðir lóða og tilfærslu lóðamarka, þar sem stærðir og byggingarheimildir eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, rými í lokunarflokkum A og B í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 90/2013. . Aðkoma lóða færist norðan við lóðir, um Selmerkurveg. Ákvæði hafa verið uppfærð til samræmis við kröfur og reglugerðir.
Í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga og gögn skulu aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Auk þess skal tillaga send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum fasteigna og landa.
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Borist hefur erindi frá Friðriki Friðrikssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar landeiganda, dags. 28.10.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar lands L125205 við Selmerkurveg.
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Friðriki Friðrikssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar landeiganda, dags. 28.10.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar lands L125205 við Selmerkurveg.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 1. gr. 43. gr. sömu laga. Vegna aldurs eldra skipulags og skorts á umfjöllun mikilvægra efnisatriða gerir nefndin athugasemd við fyrirliggjandi gögn og óskar eftir uppfærðum gögnum til samræmis við nýleg skipulög frístundabyggða í sveitarfélaginu. Með vísan í 3. gr. reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 gerir Mosfellsbær samhliða kröfu um að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur og merkjalýsing af landamerkjum fyrir landeignaskrá. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði skipulagslaga.