Mál númer 202209235
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, VSÓ Ráðgjöf ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Afgreiðsla 1564. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Tillaga D-lista
Bæjarfulltrúar D-lista leggja til að fela umhverfissviði að kanna hvort nota megi nýtanlegan hluta af núverandi gervigrasi til þess að leggja yfir sparkvelli sem eru úti í hverfum Mosfellsbæjar og sumir illa farnir.Í þessari skoðun yrði kannað hver kostnaður yrði af þeirri framkvæmd og hvort grasið sé nógu gott til að endurnýta það með þessum hætti.
Ávinningur af verkefninu ef af yrði er margþættur og m.a. að það sparar kostnað við förgun, stórbætir aðstöðuna á núverandi sparkvöllum og minnkar í leiðinni umhirðu þeirra svæða sem grasið verður endurnýtt á.
Þetta hefur verið gert í öðrum sveitarfélögum t.d. í Kópavogi með mjög góðum árangri.
Tillagan samþykkt með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1564
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.