Mál númer 202209235
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga vegna útboðs í 2. áfanga endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.
Afgreiðsla 1641. fundar bæjarráðs samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. október 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1641
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga vegna útboðs í 2. áfanga endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila umhverfissviði töku tilboðs Metatron ehf. í útboði á vallarlýsingu við knattspyrnuvöllinn að Varmá sem er 2. áfangi endurbyggingar vallarsvæðisins við Íþróttamiðstöðina Varmá.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs samþykkt á 854. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Afgreiðsla 1633. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 11. júlí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1633
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að heimila að fara í útboð á 2. áfanga vegna vallarlýsingar aðalvallar við íþróttamiðstöðina að Varmá.
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Óskað er heimildar hjá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda á Varmárvöllum. Á fundinum verður staða og tímaáætlun verkefnisins jafnframt kynnt.
Afgreiðsla 1616. fundar bæjarráðs samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. mars 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1616
Óskað er heimildar hjá bæjarráði til að ganga til samninga við lægstbjóðanda í 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda á Varmárvöllum. Á fundinum verður staða og tímaáætlun verkefnisins jafnframt kynnt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í kjölfar 1. áfanga útboðs vegna nýframkvæmda Varmárvallar, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Lægstbjóðandi er Óskatak ehf.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Farið var yfir stöðu og tímaáætlun verkefnisins.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs á jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út jarðvinnu og fergingu á aðalvelli og frjálsíþróttavelli á íþróttasvæðinu að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lagðir eru fyrir bæjarráð tveir valkostir við endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Lagt er til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna í samræmi við fyrirliggjandi tilboð hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Fundarhlé hófst kl. 17:20. Fundur hófst aftur 17:41.
Afgreiðsla 1591. fundar bæjarráðs samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum bæjafulltrúa B, C, L og S lista. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 31. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1591
Lagðir eru fyrir bæjarráð tveir valkostir við endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Lagt er til að bæjarráð Mosfellsbæjar heimili umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna í samræmi við fyrirliggjandi tilboð hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Fundarhlé hófst kl. 09:04. Fundur hófst aftur kl. 09:11.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja gerð útboðsgagna sem byggi á valkosti 2 í meðfylgjandi tillögu um endurnýjun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu Aftureldingar að Varmá. Tillagan byggist á fyrirliggjandi tilboði hönnuða og að reitur fyrir fullbúna stúku verði skilgreindur innan svæðisins í samræmi við meðfylgjandi tillögu. Jafnframt felur bæjarráð umhverfissviði að skoða möguleika á áfangaskiptingu verksins. Fulltrúar D lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun D lista:
Í gildi er undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og aðalstjórnar Aftureldingar um uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá sem m.a. fjallar um forgangsröðun nýframkvæmda á íþróttasvæðinu að Varmá.Þó svo að bæjarfulltrúar D lista fagni því að mögulega sé að komast skriður á framkvæmdir að Varmá eftir 15 mánaða tafir, þá beri Mosfellsbæ að ræða við aðalstjórn Aftureldingar um mögulegar breytingar á forgangsröðun og upplýsa og bera undir aðalstjórn breytingar á tímaáætlunum áður en ákvörðun er tekin í bæjarráði.
Bæjarráðsfulltrúar D lista lögðu fram tillögu um að málinu yrði frestað þar til viðræður við fulltrúa aðalstjórnar Aftureldingar væru afstaðnar og nýtt samkomulag um forgangsröðun framkvæmda lægi fyrir.
Þeirri tillögu var hafnað.
Af þeirri ástæðu sitja fulltrúar D lista í bæjarráði hjá við þessa máls í bæjarráði.
Fundarhlé hófst kl. 09:16. Fundur hófst aftur kl. 09:32.
Bókun B, C og S lista:
Hér er ekki verið að taka ákvörðun um framkvæmdir heldur að bjóða út hönnun á aðalvelli og á frjálsíþróttavelli. Hér er ekki verið að taka ákvörðun um breytingu á forgangsröðun framkvæmda á Varmársvæðinu heldur verið að hefja vinnu við löngu tímabæra uppbyggingu á svæðinu og mótun framtíðarsýnar. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, um hönnun aðalvallar og frjálsíþróttaaðstöðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, VSÓ Ráðgjöf ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Afgreiðsla 1564. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Tillaga D-lista
Bæjarfulltrúar D-lista leggja til að fela umhverfissviði að kanna hvort nota megi nýtanlegan hluta af núverandi gervigrasi til þess að leggja yfir sparkvelli sem eru úti í hverfum Mosfellsbæjar og sumir illa farnir.Í þessari skoðun yrði kannað hver kostnaður yrði af þeirri framkvæmd og hvort grasið sé nógu gott til að endurnýta það með þessum hætti.
Ávinningur af verkefninu ef af yrði er margþættur og m.a. að það sparar kostnað við förgun, stórbætir aðstöðuna á núverandi sparkvöllum og minnkar í leiðinni umhirðu þeirra svæða sem grasið verður endurnýtt á.
Þetta hefur verið gert í öðrum sveitarfélögum t.d. í Kópavogi með mjög góðum árangri.
Tillagan samþykkt með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1564
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út heildarendurnýjun gervigrasvallar að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.