Mál númer 202401443
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Skipulagsnefnd samþykkti á 607. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, með aukinni byggingarheimild upp að 300 m2. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni, auk þess sem gögn voru send þinglýstum eigendum lóða og landa að Reykjahvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41. Athugasemdafrestur var frá 22.11.2024 til og með 22.12.2024. Umsögn barst frá Auðuni Páli Sigurðarsyni, dags. 08.10.2024. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda auk deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Skipulagsnefnd samþykkti á 607. fundi sínum að kynna deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, með aukinni byggingarheimild upp að 300 m2. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is og Skipulagsgáttinni, auk þess sem gögn voru send þinglýstum eigendum lóða og landa að Reykjahvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41. Athugasemdafrestur var frá 22.11.2024 til og með 22.12.2024. Umsögn barst frá Auðuni Páli Sigurðarsyni, dags. 08.10.2024. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda auk deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.
Umsögn er lögð fram til kynningar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að svörun athugasemda, með vísan í fyrirliggjandi minnisblað. Skipulagsnefnd samþykkir um leið deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa staðfestingu hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Borist hefur erindi frá Decker & Hjaltested arkitektum, f.h. Kjartans Hjaltested, dags. 22.01.2024, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29. Um er að ræða áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, stækkun húss er um 40 m2. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu, dags. 10.02.2024, þar sem heimilt byggingarmagn í greinargerð hækkar í 300 m2.
Afgreiðsla 607. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #607
Borist hefur erindi frá Decker & Hjaltested arkitektum, f.h. Kjartans Hjaltested, dags. 22.01.2024, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjahvol 29. Um er að ræða áætlun um viðbyggingu einbýlishúss til austurs innan byggingarreitar, stækkun húss er um 40 m2. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu, dags. 10.02.2024, þar sem heimilt byggingarmagn í greinargerð hækkar í 300 m2.
Tillagan er framsett sem breyting greinargerðar gildandi deiliskipulags. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum breytinguna sem óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni aðliggjandi lóða og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Reykjahvoli 23, 23a, 25, 27, 29, 31, 37, 39 og 41 til kynningar og athugasemda. Auk þess verður breyting aðgengileg í Skipulagsgáttinni og á vef Mosfellsbæjar, mos.is.