Mál númer 202411397
- 9. janúar 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1652
Frá Samgöngustofu beiðni um umsögn vegna geymslustaðar ökutækja vegna starfsleyfis ökutækjaleigu þar sem leigt er út eitt ökutæki að Bröttuhlíð 12.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við að fyrirtækið hljóti starfsleyfi ökutækjaleigu fyrir eitt ökutæki að Bröttuhlíð 12, í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar um starfsemina.