Mál númer 202410158
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Fulltrúar lóðarhafa að Völuteig 8 og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á þróunarsvæði Völuteigar og aðliggjandi landa, til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Fulltrúar lóðarhafa að Völuteig 8 og hönnuðir kynna hugmyndir sínar og sýn á þróunarsvæði Völuteigar og aðliggjandi landa, til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd þakkar Guðrúnu Rögnu Yngvarsdóttur frá ASK arkitektum kynninguna. Nefndin áréttar að kynning hugmynda lóðarhafa að Völuteig 8 felur ekki í sér samþykki fyrir áframhaldandi deiliskipulagsgerð svæðisins. Bent skal á að í frumdrögum nýs Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2040 eru nærliggjandi svæði Álafosskvosar merkt sem þróunarsvæði. Þar kemur fram: „Þróunarsvæði eru ekki aðeins hugsuð til íbúðauppbyggingar eða verulegrar þéttingar heldur endurbóta á núverandi stöðu.“ „Svæðið [Álafosskvos og nærumhverfi] býr yfir mikilli sögu. Uppbygging Álafosskvosar sem sögulegs viðkomustaðar með blómlegri verslun- og þjónustu hefur ekki tekist í samræmi við deiliskipulag. Huga þarf að samlegðaráhrifum Kvosarinnar við nærliggjandi tún, gróin svæði, vannýttar lóðir og gönguleiðir. Uppbygging skal fyrst og fremst styrkja kjarna miðsvæðisins og þjónustu við þéttbyggt hverfi Helgafells og óbyggð framtíðarsvæði að Sólvöllum og Teigum sem áningarstaður fyrir alla íbúa. Á miðsvæðum skal hafa þjónustu í bland við íbúðir.
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Borist hefur erindi frá Gunnari Kristjánssyni, f.h. eiganda að Völuteig 8, dags. 14.01.2025, með ósk um heimild til að kynna skipulagsnefnd hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu lóðar til samræmis við sýn frumdraga nýs aðalskipulags um þróunarsvæði aðliggjandi landa við Varmá og Álanes.
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Gunnari Kristjánssyni, f.h. eiganda að Völuteig 8, dags. 14.01.2025, með ósk um heimild til að kynna skipulagsnefnd hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu lóðar til samræmis við sýn frumdraga nýs aðalskipulags um þróunarsvæði aðliggjandi landa við Varmá og Álanes.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og kynningu.