Mál númer 202410158
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Gunnari Kristjánssyni, f.h. eiganda að Völuteig 8, dags. 14.01.2025, með ósk um heimild til að kynna skipulagsnefnd hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu lóðar til samræmis við sýn frumdraga nýs aðalskipulags um þróunarsvæði aðliggjandi landa við Varmá og Álanes.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og kynningu.