Mál númer 202409437
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, í umboði Bjarna Guðmanns Jónssonar landeiganda, dags. 19.09.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð frístundabyggðar að landi L125194 sunnan Krókatjarnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 40. gr. sömu laga. Með vísan í 3. gr. reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 gerir Mosfellsbær samhliða kröfu um að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur og merkjalýsing af landamerkjum fyrir landeignaskrá. Þá áréttar nefndin að tillaga og gögn skuli einnig unnin á stafrænu formi og skilað þannig síðar til Skipulagsstofnunar, til samræmis við ný ákvæði skipulagslaga.