Mál númer 202411764
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Lögð er fram til kynningar umsögn skipulagsfulltrúa til samræmis við afgreiðslu á 623. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi umsögn og rökstuðning skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum ósk um breytingu deiliskipulags. Nefndin telur forsendubrest skipulags ekki til staðar og leggur áherslu á uppbygging í hverfinu klárist.
- 22. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #864
Borist hefur erindi frá Helga Ketilssyni, f.h. Trémanna ehf. lóðarhafa að Leirvogstungu 37, dags. 28.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Óskað er eftir að breyta skipulagi einbýlishúss í parhús og fjölga bílstæðum úr tveimur í fjögur.
Afgreiðsla 623. fundar skipulagsnefndar staðfest á 864. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #623
Borist hefur erindi frá Helga Ketilssyni, f.h. Trémanna ehf. lóðarhafa að Leirvogstungu 37, dags. 28.11.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Óskað er eftir að breyta skipulagi einbýlishúss í parhús og fjölga bílstæðum úr tveimur í fjögur.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við umræður.