Mál númer 202103573
- 15. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #789
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1501. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Fulltrúar L-lista og M-lista sitja hjá.
- 2. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1501
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Tillaga bæjarfulltrúa L-lista
Bæjarráðsfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til við bæjarráð að samþykkja að beina því til bæjarstjóra að hann birti með rafrænum hætti dagbók yfir helstu daglegu embættisverk sín fyrir viku í senn líkt og ráðherrar gera. Dagbók yrði birt eftir á t.d. þannig að í byrjun mánaðar yrðu birtar fyrstu tvær vikur fyrri mánaðar þannig koll af kolli.Birting nái yfir alla fundi bæjarstjóra með íbúum, félögum og öðrum hagsmunaaðilum innan Mosfellsbæjar svo og yfir ytri fundi í stjórnum, ráðum sem Mosfellsbær á aðild að og vegna annarra funda í embættiserindum s.s. með ráðuneytum, ríkisstofnunum og
fleirum.Tillagan felld með tveim atkvæðum D-lista. Fulltrúi L-lista samþykkti tillöguna.
***
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum að Mosfellsbær fari þá leið sem Akureyrarbær hefur valið til að miðla til íbúa reglulega opinberum verkefnum bæjarstjóra. Tekinn verði saman og birtur mánaðarlega pistill á vef bæjarins þar sem bæjarstjóri segir frá opinberum fundum og verkefnum eins og reglulegum fundum með samstarfsaðilum. Einnig verði greint frá formlegum fundum með ráðuneytum, ríkisstofnunum og samstarfsaðilum hvers konar. Bæjarfulltrúi L-lista sat hjá.
Bókun fulltrúa L-lista
Tillaga bæjarráðsfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um að bæjarráð beini því til bæjarstjóra að hann birti í dagbók öll helstu embættisverk sín, innan sem utan Mosfellsbæjar, með líkum hætti og ráðherrar gera hefur verið felld og þykir undirrituðum það leitt.
Að bæjarstjóri birti öll helstu embættisverk sín í sérstakri dagbók hefði verið frábært framtak í anda Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar sem hefur það að leiðarljósi að upplýsa íbúa bæjarins sem mest og best og þannig auka traust á stjórnsýslu hans.***
Bókun V- og D-lista
Tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar er efnislega sama tillagan og hann lagði fram 30. mars og liggur umsögn fyrir í málinu.Í umsögninni er lagt til að afgreiðsla málsins verði sú sem bæjarráð hefur nú samþykkt. Í henni er verið að samþykkja að verkefni bæjarstjóra verði lögð fram með skýrum hætti sem gagnast íbúum sem best og er í algjörlega í anda lýðræðisstefnu bæjarins.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1500. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram.
Afgreiðsla 1499. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1500
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Frestað vegna tímaskorts.
- 19. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1499
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra lögð fram.
Frestað vegna tímaskorts.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.
Afgreiðsla 1496. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl. Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar veitti upplýsingar um stöðu málsins og svaraði spurningum.
- 8. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1496
Fyrirspurn frá Stefáni Ómari Jónssyni bæjarráðsmanni, frá 5. júlí 2021, um hvað líði vinnslu þess erindis sem vísað var til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar í mars sl.
Frestað vegna tímaskorts.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1482. fundar bæjarráðs samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Afgreiðsla 1483. fundar bæjarráðs samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1483
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar þjónustu- og samskiptadeildar.
- 25. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1482
Erindi Stefáns Ómars Jónssonar, bæjararfulltrúa L-lista, frá 22. mars 2021, um rafræna birtingu helstu dagslegra verkefna bæjarstjóra.
Frestað vegna tímaskorts.