Mál númer 202105275
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram.
Afgreiðsla 1499. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1500. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1500
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila lagningu strengs í jörðu í landi Sólheima, L123778 og Sólheimakotslands, L123779 auk þess að reist verði smádreifistöð í Sólheimakotslandi. Bæjarstjóra er falið að undirrita fyrirliggjandi samkomulag þar um.
- 19. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1499
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, vegna lagningar Miðdalslínu, lögð fram.
Frestað vegna tímaskorts.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags 28.06.2021, fyrir plægingu Miðdalslínu og uppsetningu dreifistöðva í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags 28.06.2021, fyrir plægingu Miðdalslínu og uppsetningu dreifistöðva í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, varðandi Miðdalslínu. Er þess óskað að leyfi verði veitt fyrir lagningu strengs inn á land Sólheima og Sólheimakotslands, sem eru í eigu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir smádreifistöð í Sólheimakotslandi.
Afgreiðsla 1491. fundar bæjarráðs samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1491
Erindi Direkta lögfræðiþjónustu, fh. Veitna, varðandi Miðdalslínu. Er þess óskað að leyfi verði veitt fyrir lagningu strengs inn á land Sólheima og Sólheimakotslands, sem eru í eigu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir smádreifistöð í Sólheimakotslandi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.