Mál númer 202004164
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Kynning á stöðu vinnu við uppbyggingu og skipulag íbúðabyggðar í Blikastaðalandi. Fulltrúar Blikastaðalands ehf. koma á fundinn.
Afgreiðsla 1570. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1570
Kynning á stöðu vinnu við uppbyggingu og skipulag íbúðabyggðar í Blikastaðalandi. Fulltrúar Blikastaðalands ehf. koma á fundinn.
Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Landeyjar, kynnti þróun skipulags og uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Hönnuðir og starfsfólk Alta ráðgjafaþjónustu kynna helstu ákvæði rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar. Farið verður yfir þau ákvæði sem tilheyra rammahluta væntanlegs nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar. Kynning hefst kl. 8:00.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Hönnuðir og starfsfólk Alta ráðgjafaþjónustu kynna helstu ákvæði rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar. Farið verður yfir þau ákvæði sem tilheyra rammahluta væntanlegs nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar. Kynning hefst kl. 8:00.
Afgreiðsla 574. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #574
Hönnuðir og starfsfólk Alta ráðgjafaþjónustu kynna helstu ákvæði rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar. Farið verður yfir þau ákvæði sem tilheyra rammahluta væntanlegs nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar. Kynning hefst kl. 8:00.
Lagt fram og kynnt. Þær Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Drífa Árnadóttir ráðgjafar og hönnuðir hjá Alta kynntu ákvæði rammaskipulags og rammahluta aðalskipulags, stýrðu umræðum og svöruðu spurningum. Skipulagsnefnd samþykkir að drög að bæði leiðbeinandi og bindandi ákvæðum fyrir rammahluta Blikastaðalands verði lögð til grundvallar í greinargerð nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Mál rætt sem trúnaðarmál í bæjarráði en trúnaði af afgreiðslu verður aflétt á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2022.
Tillaga L-, M- og S-lista
Bæjarfulltrúar L, M og S lista leggja til að afgreiðslu samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Blikastaðalands ehf. um uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi verði frestað. Bæjarfulltrúarnir telja að málið hafi borið of brátt að og árétta að þeim hafi ekki verið kunnugt um samninginn fyrr en í síðustu viku.Greinargerð
Trúnaður hefur verið á málinu og innihaldi samningsins allt fram að þessum bæjarstjórnarfundi þannig að bæjarfulltrúar hafi ekki getað leitað til utanaðkomandi ráðgjafa um mat á innihaldi samningsins. Um er að ræða samning sem fjallar um mjög mikla hagsmuni Mosfellsbæjar til langrar framtíðar og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar fái nægt ráðrúm til að kynna sér málin.Tillagan felld með fimm atkvæðum V- og D-lista. Tillöguna samþykktu fulltrúar L-, M- og S-lista. Fulltrúi C-lista sat hjá.
***
Tillaga V- og D-lista
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V-lista fyrirliggjandi samstarfssamning um uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum D- og V-lista að fela bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúar C-, S- og M-lista sátu hjá. Fulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.***
Bókun C-lista
Þessi samningur er einn stærsti samningur sem Mosfellsbær hefur gert og er ábyrgð bæjarfulltrúa mikil að vanda til verka. Í aðdraganda þessa samnings fengum við bæjarfulltrúar rúma viku til þess að taka afstöðu til samningsins og vorum bundin trúnaði um innihald samningsins á þeim tíma. Samningaviðræður við landeiganda hafa staðið yfir um tíma og hafa bæjarfulltrúar aldrei verið kallaðir til og upplýstir um gang mála. Viðreisn gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega. Eðlilegra hefði verið að upplýsa bæjarfulltrúa um gang mála og skapa þannig samstöðu meðal bæjarfulltrúa. Viðreisn vill standa fyrir breyttum vinnubrögðum og breiðari samstöðu í stórum ákvarðanatökum.Það er hins vegar fagnaðarefni að samningur um uppbyggingu Blikastaðalands er í höfn. Það er gríðarlegt hagsmunamál að vel takist til við uppbyggingu Blikastaðalands og fagnaðarefni að náðst hafa samningar um sterka aðkomu landeigenda við uppbyggingu innviða. Framundan eru spennandi tímar í stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að samningur þessi komi ekki í veg fyrir uppbyggingu á öðrum byggingarreitum í sveitarfélaginu þar sem óráðlegt er að leggja öll eggin í sömu körfuna.
***
Bókun M-lista
Samstarfssamningur á milli Blikastaða ehf og Mosfellsbæjar þarf að meta og greina af óháðum aðila sbr. 1. og 2. mgr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Það hefur ekki verið gert. Málsmeðferð og afgreiðsla þessa máls hefur reynst afar óheppileg. Ekki er séð að aðrir þróunaraðilar fái sömu tækifæri svo að jafnræðis sé gætt gagnvart öðrum sem þegar eru á byggingamarkaði innan bæjarfélagsins. Því sit ég hjá undir afgreiðslu þessa máls.***
Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar vísar til ræðu sinnar hér fyrr á fundinum, hvar í ræðunni hann reyfaði og vitnaði m.a. til lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um virka aðkomu íbúa að öllum grundvallar stefnumótunum/framkvæmdum, þar sem hann mótmælti þeim leyndarhjúp sem hvíldi yfir samningsgögnum allt þar til komið var á þennan fund. Bæjarfulltrúinn telur að nauðsynlegt hafi verið að hafa fleiri valkosti til samanburðar og þar sem hann óttast að þetta stóra verkefni dragi um of úr mætti bæjarins til að endurbæta og viðhalda þeim þjónustustofnunum sem við þegar erum með í dag.Það er mikið talað um að hið lýðræðislega ferli og samráði við íbúa eigi eftir að fara fram. Til hvers erum við að gera samning núna ef allt samráð á eftir að fara fram og hvað gerum við ef mál þróast þannig að samningsákvæði samningsins verða ekki skipulagslega uppfyllt?
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar greiðir í ljósi alls þessa atkvæði gegn staðfestingu samningsins.
***
Bókun S-lista
Fulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins vegna skorts á aðkomu kjörinna fulltrúa og upplýsingaflæðis til þeirra í aðdraganda þess samnings sem hér liggur fyrir. Sá trúnaður sem hefur ríkt um samninginn frá því kjörnir fulltrúar fengu hann í hendur hefur komið í veg fyrir að hægt væri að leita álits utanaðkomandi sérfræðinga á samningnum sem er flókinn og snýst um mjög mikla hagsmuni Mosfellsbæjar til langrar framtíðar.***
Bókun V- og D-lista
Íbúðabyggð á Blikastaðalandinu hefur lengi verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar og það er fagnaðarefni að þetta mikilvæga uppbyggingarverkefni sé nú leitt til farsælla lykta. Samningurinn tryggir farsæla uppbyggingu hér í Mosfellsbæ, uppbyggingu sem er til þess fallin að efla þjónustu og lífsgæði Mosfellinga og efla samfélag okkar á alla lund. Um er að ræða tímamótasamning um þátttöku landeigenda í uppbyggingu innviða og samningurinn mun því varða veginn þegar kemur að uppbyggingarsamningum í framtíðinni. Þá verður ekki framhjá því litið að uppbygging á landi Blikastaða verður lykilþáttur í að tryggja gott lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu sem mætir þeirri eftirspurn eftir húsnæði í Mosfellsbæ sem við höfum fundið svo vel fyrir í okkar vexti síðustu ár. Blikastaðir eru mikilvægur hluti bæjarins okkar og það verður mjög ánægjulegt að sjá nýtt og skemmtilegt hverfi byggjast upp á þessu fallega landi milli fjalls og fjöru á næstu árum.***
Vegna bókana sem hér hafa verið lagðar fram vilja bæjarfulltrúar V- og D-lista taka eftirfarandi fram:
Með bréfi Landeyjar, eiganda Blikastaðalands, sem móttekið var þann 15. apríl 2020, var þess óskað að hafin verði vinna um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Erindið var lagt fyrir bæjarráð á 1440. fundi þann 22. apríl 2020 þar sem samþykkt var með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð byggingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt. Fór sá kynningarfundur fram þann 6. maí 2020 þar sem fulltrúar Landeyjar og ráðgjafar þeirra hjá Alta kynntu fyrstu hugmyndir um mögulega þróun íbúðabyggðar á landi Blikastaða auk þess sem möguleg næstu skref voru reifuð.
Á 1456. fundi bæjarráðs þann 3. september 2020 var lögð fyrir tillaga um skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Skipan hópanna var samþykkt á fundinum en í bókun kemur fram að hlutverk hópanna hafi verið að rýna forsendur, áherslur og tillögur að mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfellsbæjar
Á 1497. fundi bæjarráðs þann 15. júlí 2021 var lagt fram minnisblað um stöðu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands sem samþykkt var af bæjarráði. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðandi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalskipulags. Fyrirvari var gerður um að samkomulag næðist um uppbyggingu landsins.
Í framangreindu minnisblaði stýrihóps og rýnihópa 1 og 2 dags. 12. júlí 2021 var m.a. lagt til að nýjar eignir innan Blikastaða verði á bilinu 3.500 til 3.700.
Eins og sjá má hefur þetta mikilvæga mál verið í vinnslu stóran hluta kjörtímabilsins og komið með ýmsum hætti inn í stjórn, ráð og nefndir bæjarins. Það er því mjög eðlilegt að bæjarstjórn ljúki þessu máli með gerð samnings um uppbyggingu landsins. Hann liggur nú fyrir og er hagstæður fyrir Mosfellsbæ.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Hönnuðir og starfsmenn Alta ráðgjafaþjónustu kynna nýjar hugmyndir og tillögu rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar.
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1533
Mál rætt sem trúnaðarmál í bæjarráði en trúnaði af afgreiðslu verður aflétt á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2022.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
***
Bókun bæjarfulltrúa M-lista:
Verkefnið sem hér um ræðir er áhugavert og viðamikið. Hér er um að ræða samstarfssamning milli Blikastaða ehf og Mosfellsbæjar. Fulltrúi M-lista hefur bent á nokkra viðamikla þætti, sbr. efni erindis sem fulltrúinn sendi og fylgir með gögnum undir þessum dagskrárlið. Ber þar hæst gerðardómsákvæði 19. greinar samstarfssamningsins og ákvæði 1. og 2. mgr. 66. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011. Lögð er áhersla á að í stað gerðardóms væri valið að leita til íslenskra dómstóla komi til ágreinings milli aðila. Samhliða er bent á að í ákvæði 2. mgr. 66. gr. sveitastjórnarlaga er lögð áhersla á að óháður aðili sé fenginn til að meta kostnaðaráætlun og efni samningsins út frá áhættu sem kann að felast í ferlinu, efni samningsins og þeim skuldbindingum Mosfellsbæjar sem í honum felast.Bókun bæjarfulltrúa L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar í trausti þess að umbeðin lögfræðiálit varðandi 66. grein og það atriði hvort Mosfellsbær getir farið út úr samningnum að skaðlausu eins og komið hefur fram á fundinum að sé raunin.- FylgiskjalSamstarfssamningur - Blikastaðaland - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSamkomulag um skipulag og uppbyggingu íbúðasvæðis í landi Blikastaða.pdfFylgiskjalFskj. 1 Forsögn að rammaskipulagi maí 2019.pdfFylgiskjalFskj. 1 samantekt á forsögn að rammaskipulagi fyrir rýni Mosfellsbæjar september 2020.pdfFylgiskjalFskj. 2 Minnisblad vegna óskar Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.pdfFylgiskjalFskj. 3 Niðurstaða vinnu stýrihóps og rýnihópa vegna óskar Landeyjar um þróunar- skipulags- og uppbyggingu vegna Blika.pdfFylgiskjalYfirlit yfir viðauka og kvaðir í samningi.pdfFylgiskjalMinnisblað - upplýsingar vegna samnings.pdfFylgiskjal20220427-fyrirspurn SÓS.pdfFylgiskjal20220504-blikastadirehf-mosfellsb-samstarfssamningur-sveinnoskarsigurdsson2.pdf
- 26. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #564
Hönnuðir og starfsmenn Alta ráðgjafaþjónustu kynna nýjar hugmyndir og tillögu rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar.
Eric Holding borgarhönnuður kynnti verkefnið með fjarfundarbúnaði, þær Matthildur Elmarsdóttir og Drífa Árnadóttir ráðgjafar og hönnuðir hjá Alta stýrðu umræðum og svöruðu spurningum.
Skipulagsnefnd leggur til að tillögur verði unnar áfram hvað varðar gerð ramma- og aðalskipulags.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #796
Kynnt verður verkáætlun og næstu skref í yfirstandandi vinnu við gerð rammahluta nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040 vegna þróunar á skipulagi og uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum. Starfsfólk Alta verkfræðistofu, f.h. landeigenda, kynna og svara spurningum.
Afgreiðsla 556. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 796. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #556
Kynnt verður verkáætlun og næstu skref í yfirstandandi vinnu við gerð rammahluta nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040 vegna þróunar á skipulagi og uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum. Starfsfólk Alta verkfræðistofu, f.h. landeigenda, kynna og svara spurningum.
Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Drífa Árnadóttir ráðgjafar frá verkfræðistofunni Alta kynna hugmyndir rammaskipulags og verkáætlun. Skipulagsnefnd þakkar kynningu og felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum áframhaldandi vinnu skipulagsins.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 548. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #548
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum rýnihópa fyrir störf sín og greinargóða skýrslu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi undirbúning skipulagsins í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags.
Afgreiðsla 547. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1496. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1497. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á á 787. fundi bæjarstjórnar.
- 13. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #547
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarráð samþykkti á 1497. fundi niðurstöður rýnihópa. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðadi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalaskipulags.
Frestað vegna tímaskorts
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bókun V- og D-lista
Bæjarfulltrúar V- og D-lista lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem unnin hefur verið af rýnihópum Mosfellsbæjar og Landeyjar um forsögn að rammaskipulagi fyrir íbúabyggð á Blikastaðalandi. Við fögnum þeim áfanga sem náðst hefur hvað varðar skipulag og uppbyggingu landsins með þessari vinnu. Blikastaðaland er stærsta og eitt mikilvægasta byggingarland Mosfellsbæjar og mikilvægt að vel takist til um uppbyggingu þess bæði í skipulagslegu og efnahagslegu tilliti. Það mun taka ár og áratugi að byggja landið upp að fullu. Næstu skref eru að fela skipulagsnefnd frekari vinnu við gerð rammaskipulags fyrir landið.Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins, Sveinn Óskar Sigurðsson, áréttar að óraunhæft er að kalla eftir að flýta frumskoðun borgarlínu m.t.t. uppbyggingu á Blikastöðum, sbr. meðfylgjandi minnisblað um Blikastaðaland. Á meðan ekki liggur fyrir hvort og þá hvernig eigi að fjármagna, staðsetja og reka borgarlínuna, bæði að hluta til og heild, er ekki séð að Betri samgöngur ohf geti svarað þessu kalli frá Mosfellsbæ. Ekki liggur hér fyrir ítarleg greining á íbúðaþörf fyrir svæðið og þörf á ákveðnum stærðarflokkum bæði íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Mikilvægt er að meta þetta og kanna betur þörf fyrir skóla-, frístunda- og íþróttamannvirki. Þakkir eru færðar þeim aðilum sem sátu í rýnihóp tengdum þessu verkefni.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum niðurstöður rýnihópa sem fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðandi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalskipulags. Þetta er gert með þeim fyrirvara að samkomulag náist um uppbyggingu landsins.
- 8. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1496
Minnisblað um niðurstöðu vinnu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands lagt fram til kynningar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Fyrirspurn Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista, dags. 3. maí 2021, um stöðu vinnu við þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu við Blikastaðaland.
Afgreiðsla 1488. fundar bæjarráðs samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1488
Fyrirspurn Stefáns Ómars Jónssonar bæjarfulltrúa L-lista, dags. 3. maí 2021, um stöðu vinnu við þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu við Blikastaðaland.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri veitti upplýsingar um stöðu vinnu við þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu á Blikastaðalandi.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Tillaga að skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Afgreiðsla 1456. fundar bæjarráðs samþykkt á 767. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. september 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1456
Tillaga að skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að skipa stýrihóp og rýnihópa til samræmis við framlögð gögn. Hlutverk hópanna er að rýna forsendur, áherslur og tillögur á mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfellsbæjar. Í samráði við hópana verður leitast við að tryggja að fjallað verði um allar viðeigandi forsendur og áhrif á umhverfi og samfélag sem og efnahag sveitarfélagsins.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning þess að formgera samstarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu og undirbúa skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Tillaga um að bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning þess að formgera samstarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu og undirbúa skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra Mosfellsbæjar að hefja undirbúning þess að formgera samtarf Mosfellsbæjar og Landeyjar með því að undirbúa viljayfirlýsingu um samstarf sem feli í sér upphaf þróunar-, skipulags og uppbyggingarvinnu. Samhliða verði gerð tillaga að skipun rýnihópa sem rýni skipulagsmál, skólamál og fjárhagsleg áhrif verkefnisins. Tillögur þessa efnis verði lagðar fyrir bæjarráð fyrir miðjan júní. Í rýnihópana verði skipaðir sérfræðingar Mosfellsbæjar og sérfræðingar á vegum Landeyjar sem skili af sér samantekt til umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn í lok september nk.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Afgreiðsla 1440. fundar bæjarráðs samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1440
Ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð uppbyggingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt.