Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202004164

  • 15. mars 2023

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #823

    Kynn­ing á stöðu vinnu við upp­bygg­ingu og skipu­lag íbúða­byggð­ar í Blikastaðalandi. Full­trú­ar Blikastaðalands ehf. koma á fund­inn.

    Af­greiðsla 1570. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 823. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2. mars 2023

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1570

      Kynn­ing á stöðu vinnu við upp­bygg­ingu og skipu­lag íbúða­byggð­ar í Blikastaðalandi. Full­trú­ar Blikastaðalands ehf. koma á fund­inn.

      Þor­gerð­ur Arna Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­eyj­ar, kynnti þró­un skipu­lags og upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi.

      • 26. október 2022

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #814

        Hönn­uð­ir og starfs­fólk Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna helstu ákvæði ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Far­ið verð­ur yfir þau ákvæði sem til­heyra ramma­hluta vænt­an­legs nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar. Kynn­ing hefst kl. 8:00.

        Af­greiðsla 574. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 814. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 26. október 2022

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #814

          Hönn­uð­ir og starfs­fólk Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna helstu ákvæði ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Far­ið verð­ur yfir þau ákvæði sem til­heyra ramma­hluta vænt­an­legs nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar. Kynn­ing hefst kl. 8:00.

          Af­greiðsla 574. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 814. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 21. október 2022

            Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #574

            Hönn­uð­ir og starfs­fólk Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna helstu ákvæði ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Far­ið verð­ur yfir þau ákvæði sem til­heyra ramma­hluta vænt­an­legs nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar. Kynn­ing hefst kl. 8:00.

            Lagt fram og kynnt. Þær Matt­hild­ur Kr. Elm­ars­dótt­ir og Drífa Árna­dótt­ir ráð­gjaf­ar og hönn­uð­ir hjá Alta kynntu ákvæði ramma­skipu­lags og ramma­hluta að­al­skipu­lags, stýrðu um­ræð­um og svör­uðu spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að drög að bæði leið­bein­andi og bind­andi ákvæð­um fyr­ir ramma­hluta Blikastaðalands verði lögð til grund­vall­ar í grein­ar­gerð nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.
            Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

            • 4. maí 2022

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #804

              Mál rætt sem trún­að­ar­mál í bæj­ar­ráði en trún­aði af af­greiðslu verð­ur aflétt á fundi bæj­ar­stjórn­ar 4. maí 2022.

              Til­laga L-, M- og S-lista
              Bæj­ar­full­trú­ar L, M og S lista leggja til að af­greiðslu sam­starfs­samn­ings Mos­fells­bæj­ar og Blikastaðalands ehf. um upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi verði frestað. Bæj­ar­full­trú­arn­ir telja að mál­ið hafi bor­ið of brátt að og árétta að þeim hafi ekki ver­ið kunn­ugt um samn­ing­inn fyrr en í síð­ustu viku.

              Grein­ar­gerð
              Trún­að­ur hef­ur ver­ið á mál­inu og inni­haldi samn­ings­ins allt fram að þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann­ig að bæj­ar­full­trú­ar hafi ekki getað leitað til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa um mat á inni­haldi samn­ings­ins. Um er að ræða samn­ing sem fjall­ar um mjög mikla hags­muni Mos­fells­bæj­ar til langr­ar fram­tíð­ar og nauð­syn­legt að kjörn­ir full­trú­ar fái nægt ráð­rúm til að kynna sér málin.

              Til­lag­an felld með fimm at­kvæð­um V- og D-lista. Til­lög­una sam­þykktu full­trú­ar L-, M- og S-lista. Full­trúi C-lista sat hjá.

              ***

              Til­laga V- og D-lista
              Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa D- og V-lista fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi. Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir jafn­framt með fimm at­kvæð­um D- og V-lista að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­full­trú­ar C-, S- og M-lista sátu hjá. Full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni.

              ***
              Bók­un C-lista
              Þessi samn­ing­ur er einn stærsti samn­ing­ur sem Mos­fells­bær hef­ur gert og er ábyrgð bæj­ar­full­trúa mik­il að vanda til verka. Í að­drag­anda þessa samn­ings feng­um við bæj­ar­full­trú­ar rúma viku til þess að taka af­stöðu til samn­ings­ins og vor­um bund­in trún­aði um inni­hald samn­ings­ins á þeim tíma. Samn­inga­við­ræð­ur við land­eig­anda hafa stað­ið yfir um tíma og hafa bæj­ar­full­trú­ar aldrei ver­ið kall­að­ir til og upp­lýst­ir um gang mála. Við­reisn gagn­rýn­ir þessi vinnu­brögð harð­lega. Eðli­legra hefði ver­ið að upp­lýsa bæj­ar­full­trúa um gang mála og skapa þann­ig sam­stöðu með­al bæj­ar­full­trúa. Við­reisn vill standa fyr­ir breytt­um vinnu­brögð­um og breið­ari sam­stöðu í stór­um ákvarð­ana­tök­um.

              Það er hins veg­ar fagn­að­ar­efni að samn­ing­ur um upp­bygg­ingu Blikastaðalands er í höfn. Það er gríð­ar­legt hags­muna­mál að vel tak­ist til við upp­bygg­ingu Blikastaðalands og fagn­að­ar­efni að náðst hafa samn­ing­ar um sterka að­komu land­eig­enda við upp­bygg­ingu inn­viða. Framund­an eru spenn­andi tím­ar í stækk­andi sveit­ar­fé­lagi. Mik­il­vægt er að samn­ing­ur þessi komi ekki í veg fyr­ir upp­bygg­ingu á öðr­um bygg­ing­ar­reit­um í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem óráð­legt er að leggja öll egg­in í sömu körf­una.

              ***

              Bók­un M-lista
              Sam­starfs­samn­ing­ur á milli Blikastaða ehf og Mos­fells­bæj­ar þarf að meta og greina af óháð­um að­ila sbr. 1. og 2. mgr. 66. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Það hef­ur ekki ver­ið gert. Máls­með­ferð og af­greiðsla þessa máls hef­ur reynst afar óheppi­leg. Ekki er séð að að­r­ir þró­un­ar­að­il­ar fái sömu tæki­færi svo að jafn­ræð­is sé gætt gagn­vart öðr­um sem þeg­ar eru á bygg­inga­mark­aði inn­an bæj­ar­fé­lags­ins. Því sit ég hjá und­ir af­greiðslu þessa máls.

              ***

              Bók­un L-lista
              Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar vís­ar til ræðu sinn­ar hér fyrr á fund­in­um, hvar í ræð­unni hann reyf­aði og vitn­aði m.a. til lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar um virka að­komu íbúa að öll­um grund­vall­ar stefnu­mót­un­um/fram­kvæmd­um, þar sem hann mót­mælti þeim leynd­ar­hjúp sem hvíldi yfir samn­ings­gögn­um allt þar til kom­ið var á þenn­an fund. Bæj­ar­full­trú­inn tel­ur að nauð­syn­legt hafi ver­ið að hafa fleiri val­kosti til sam­an­burð­ar og þar sem hann ótt­ast að þetta stóra verk­efni dragi um of úr mætti bæj­ar­ins til að end­ur­bæta og við­halda þeim þjón­ustu­stofn­un­um sem við þeg­ar erum með í dag.

              Það er mik­ið talað um að hið lýð­ræð­is­lega ferli og sam­ráði við íbúa eigi eft­ir að fara fram. Til hvers erum við að gera samn­ing núna ef allt sam­ráð á eft­ir að fara fram og hvað ger­um við ef mál þró­ast þann­ig að samn­ings­ákvæði samn­ings­ins verða ekki skipu­lags­lega upp­fyllt?

              Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar greið­ir í ljósi alls þessa at­kvæði gegn stað­fest­ingu samn­ings­ins.

              ***

              Bók­un S-lista
              Full­trúi S-lista sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins vegna skorts á að­komu kjör­inna full­trúa og upp­lýs­ingaflæð­is til þeirra í að­drag­anda þess samn­ings sem hér ligg­ur fyr­ir. Sá trún­að­ur sem hef­ur ríkt um samn­ing­inn frá því kjörn­ir full­trú­ar fengu hann í hend­ur hef­ur kom­ið í veg fyr­ir að hægt væri að leita álits ut­an­að­kom­andi sér­fræð­inga á samn­ingn­um sem er flók­inn og snýst um mjög mikla hags­muni Mos­fells­bæj­ar til langr­ar fram­tíð­ar.

              ***

              Bók­un V- og D-lista
              Íbúða­byggð á Blikastaðaland­inu hef­ur lengi ver­ið á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar og það er fagn­að­ar­efni að þetta mik­il­væga upp­bygg­ing­ar­verk­efni sé nú leitt til far­sælla lykta. Samn­ing­ur­inn trygg­ir far­sæla upp­bygg­ingu hér í Mos­fells­bæ, upp­bygg­ingu sem er til þess fallin að efla þjón­ustu og lífs­gæði Mos­fell­inga og efla sam­fé­lag okk­ar á alla lund. Um er að ræða tíma­móta­samn­ing um þátt­töku land­eig­enda í upp­bygg­ingu inn­viða og samn­ing­ur­inn mun því varða veg­inn þeg­ar kem­ur að upp­bygg­ing­ar­samn­ing­um í fram­tíð­inni. Þá verð­ur ekki fram­hjá því lit­ið að upp­bygg­ing á landi Blikastaða verð­ur lyk­il­þátt­ur í að tryggja gott lóða­fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mæt­ir þeirri eft­ir­spurn eft­ir hús­næði í Mos­fells­bæ sem við höf­um fund­ið svo vel fyr­ir í okk­ar vexti síð­ustu ár. Blikastað­ir eru mik­il­væg­ur hluti bæj­ar­ins okk­ar og það verð­ur mjög ánægju­legt að sjá nýtt og skemmti­legt hverfi byggjast upp á þessu fal­lega landi milli fjalls og fjöru á næstu árum.

              ***

              Vegna bók­ana sem hér hafa ver­ið lagð­ar fram vilja bæj­ar­full­trú­ar V- og D-lista taka eft­ir­far­andi fram:

              Með bréfi Land­eyj­ar, eig­anda Blikastaðalands, sem mót­tek­ið var þann 15. apríl 2020, var þess óskað að hafin verði vinna um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

              Er­ind­ið var lagt fyr­ir bæj­ar­ráð á 1440. fundi þann 22. apríl 2020 þar sem sam­þykkt var með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að bjóða for­svars­mönn­um Land­eyj­ar á fund bæj­ar­stjórn­ar og skipu­lags­nefnd­ar þar sem fyr­ir­hug­uð bygg­ingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt. Fór sá kynn­ing­ar­fund­ur fram þann 6. maí 2020 þar sem full­trú­ar Land­eyj­ar og ráð­gjaf­ar þeirra hjá Alta kynntu fyrstu hug­mynd­ir um mögu­lega þró­un íbúða­byggð­ar á landi Blikastaða auk þess sem mögu­leg næstu skref voru reif­uð.

              Á 1456. fundi bæj­ar­ráðs þann 3. sept­em­ber 2020 var lögð fyr­ir til­laga um skip­an stýri­hóps og rýni­hópa vegna und­ir­bún­ings þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Skip­an hóp­anna var sam­þykkt á fund­in­um en í bók­un kem­ur fram að hlut­verk hóp­anna hafi ver­ið að rýna for­send­ur, áhersl­ur og til­lög­ur að mis­mun­andi stig­um í ferl­inu þann­ig að þær falli sem best að stöðu, fram­tíð­ar­sýn og stefnu Mos­fells­bæj­ar

              Á 1497. fundi bæj­ar­ráðs þann 15. júlí 2021 var lagt fram minn­is­blað um stöðu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands sem sam­þykkt var af bæj­ar­ráði. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varð­andi vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags. Fyr­ir­vari var gerð­ur um að sam­komulag næð­ist um upp­bygg­ingu lands­ins.

              Í fram­an­greindu minn­is­blaði stýri­hóps og rýni­hópa 1 og 2 dags. 12. júlí 2021 var m.a. lagt til að nýj­ar eign­ir inn­an Blikastaða verði á bil­inu 3.500 til 3.700.

              Eins og sjá má hef­ur þetta mik­il­væga mál ver­ið í vinnslu stór­an hluta kjör­tíma­bils­ins og kom­ið með ýms­um hætti inn í stjórn, ráð og nefnd­ir bæj­ar­ins. Það er því mjög eðli­legt að bæj­ar­stjórn ljúki þessu máli með gerð samn­ings um upp­bygg­ingu lands­ins. Hann ligg­ur nú fyr­ir og er hag­stæð­ur fyr­ir Mos­fells­bæ.

              • 4. maí 2022

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #804

                Hönn­uð­ir og starfs­menn Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna nýj­ar hug­mynd­ir og til­lögu ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar.

                Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 28. apríl 2022

                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1533

                  Mál rætt sem trún­að­ar­mál í bæj­ar­ráði en trún­aði af af­greiðslu verð­ur aflétt á fundi bæj­ar­stjórn­ar 4. maí 2022.

                  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

                  ***

                  Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
                  Verk­efn­ið sem hér um ræð­ir er áhuga­vert og viða­mik­ið. Hér er um að ræða sam­starfs­samn­ing milli Blikastaða ehf og Mos­fells­bæj­ar. Full­trúi M-lista hef­ur bent á nokkra viða­mikla þætti, sbr. efni er­ind­is sem full­trú­inn sendi og fylg­ir með gögn­um und­ir þess­um dag­skrárlið. Ber þar hæst gerð­ar­dómsákvæði 19. grein­ar sam­starfs­samn­ings­ins og ákvæði 1. og 2. mgr. 66. gr. sveita­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Lögð er áhersla á að í stað gerð­ar­dóms væri val­ið að leita til ís­lenskra dóm­stóla komi til ágrein­ings milli að­ila. Sam­hliða er bent á að í ákvæði 2. mgr. 66. gr. sveita­stjórn­ar­laga er lögð áhersla á að óháð­ur að­ili sé feng­inn til að meta kostn­að­ar­áætlun og efni samn­ings­ins út frá áhættu sem kann að felast í ferl­inu, efni samn­ings­ins og þeim skuld­bind­ing­um Mos­fells­bæj­ar sem í hon­um felast.

                  Bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
                  Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar í trausti þess að um­beð­in lög­fræði­álit varð­andi 66. grein og það at­riði hvort Mos­fells­bær get­ir far­ið út úr samn­ingn­um að skað­lausu eins og kom­ið hef­ur fram á fund­in­um að sé raun­in.

                • 26. apríl 2022

                  Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #564

                  Hönn­uð­ir og starfs­menn Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna nýj­ar hug­mynd­ir og til­lögu ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar.

                  Eric Hold­ing borg­ar­hönn­uð­ur kynnti verk­efn­ið með fjar­fund­ar­bún­aði, þær Matt­hild­ur Elm­ars­dótt­ir og Drífa Árna­dótt­ir ráð­gjaf­ar og hönn­uð­ir hjá Alta stýrðu um­ræð­um og svör­uðu spurn­ing­um.
                  Skipu­lags­nefnd legg­ur til að til­lög­ur verði unn­ar áfram hvað varð­ar gerð ramma- og að­al­skipu­lags.
                  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

                    Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista Mið­flokks yf­ir­gaf fund­inn kl. 8:40.
                  • 12. janúar 2022

                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #796

                    Kynnt verð­ur ver­káætlun og næstu skref í yf­ir­stand­andi vinnu við gerð ramma­hluta nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2020-2040 vegna þró­un­ar á skipu­lagi og upp­bygg­ingu íbúð­ar­svæð­is að Blika­stöð­um. Starfs­fólk Alta verk­fræði­stofu, f.h. land­eig­enda, kynna og svara spurn­ing­um.

                    Af­greiðsla 556. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 796. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                    • 10. desember 2021

                      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #556

                      Kynnt verð­ur ver­káætlun og næstu skref í yf­ir­stand­andi vinnu við gerð ramma­hluta nýs að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2020-2040 vegna þró­un­ar á skipu­lagi og upp­bygg­ingu íbúð­ar­svæð­is að Blika­stöð­um. Starfs­fólk Alta verk­fræði­stofu, f.h. land­eig­enda, kynna og svara spurn­ing­um.

                      Matt­hild­ur Kr. Elm­ars­dótt­ir og Drífa Árna­dótt­ir ráð­gjaf­ar frá verk­fræði­stof­unni Alta kynna hug­mynd­ir ramma­skipu­lags og ver­káætlun. Skipu­lags­nefnd þakk­ar kynn­ingu og fel­ur skipu­lags­full­trúa og ráð­gjöf­um áfram­hald­andi vinnu skipu­lags­ins.

                    • 1. september 2021

                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #788

                      Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1497. fundi nið­ur­stöð­ur rýni­hópa. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varða­di vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­ala­skipu­lags. Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                      Af­greiðsla 548. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 788. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                      • 27. ágúst 2021

                        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #548

                        Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1497. fundi nið­ur­stöð­ur rýni­hópa. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varða­di vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­ala­skipu­lags. Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

                        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd þakk­ar full­trú­um rýni­hópa fyr­ir störf sín og grein­ar­góða skýrslu. Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi und­ir­bún­ing skipu­lags­ins í tengsl­um við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar.

                        • 18. ágúst 2021

                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                          Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1497. fundi nið­ur­stöð­ur rýni­hópa. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varða­di vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­ala­skipu­lags.

                          Af­greiðsla 547. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 787. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                          • 18. ágúst 2021

                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                            Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar.

                            Af­greiðsla 1496. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á á 787. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                            • 18. ágúst 2021

                              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                              Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar. Af­greiðslu máls­ins var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                              • 18. ágúst 2021

                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                                Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar. Af­greiðslu máls­ins var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                                Af­greiðsla 1497. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á á 787. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                                • 18. ágúst 2021

                                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                                  Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar. Af­greiðslu máls­ins var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                                  Af­greiðsla 1497. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á á 787. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                                  • 18. ágúst 2021

                                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #787

                                    Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar. Af­greiðslu máls­ins var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                                    Af­greiðsla 1497. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á á 787. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                                    • 13. ágúst 2021

                                      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #547

                                      Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1497. fundi nið­ur­stöð­ur rýni­hópa. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varða­di vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­ala­skipu­lags.

                                      Frestað vegna tíma­skorts

                                      • 15. júlí 2021

                                        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1497

                                        Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar. Af­greiðslu máls­ins var frestað á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                                        Bók­un V- og D-lista
                                        Bæj­ar­full­trú­ar V- og D-lista lýsa ánægju sinni með þá vinnu sem unn­in hef­ur ver­ið af rýni­hóp­um Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar um for­sögn að ramma­skipu­lagi fyr­ir íbúa­byggð á Blikastaðalandi. Við fögn­um þeim áfanga sem náðst hef­ur hvað varð­ar skipu­lag og upp­bygg­ingu lands­ins með þess­ari vinnu. Blikastað­a­land er stærsta og eitt mik­il­væg­asta bygg­ing­ar­land Mos­fells­bæj­ar og mik­il­vægt að vel tak­ist til um upp­bygg­ingu þess bæði í skipu­lags­legu og efna­hags­legu til­liti. Það mun taka ár og ára­tugi að byggja land­ið upp að fullu. Næstu skref eru að fela skipu­lags­nefnd frek­ari vinnu við gerð ramma­skipu­lags fyr­ir land­ið.

                                        Bók­un M-lista
                                        Full­trúi Mið­flokks­ins, Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son, árétt­ar að óraun­hæft er að kalla eft­ir að flýta frum­skoð­un borg­ar­línu m.t.t. upp­bygg­ingu á Blika­stöð­um, sbr. með­fylgj­andi minn­is­blað um Blikastað­a­land. Á með­an ekki ligg­ur fyr­ir hvort og þá hvern­ig eigi að fjár­magna, stað­setja og reka borg­ar­lín­una, bæði að hluta til og heild, er ekki séð að Betri sam­göng­ur ohf geti svarað þessu kalli frá Mos­fells­bæ. Ekki ligg­ur hér fyr­ir ít­ar­leg grein­ing á íbúða­þörf fyr­ir svæð­ið og þörf á ákveðn­um stærð­ar­flokk­um bæði íbúða- og at­vinnu­hús­næð­is. Mik­il­vægt er að meta þetta og kanna bet­ur þörf fyr­ir skóla-, frí­stunda- og íþrótta­mann­virki. Þakk­ir eru færð­ar þeim að­il­um sem sátu í rýni­hóp tengd­um þessu verk­efni.

                                        ***

                                        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um nið­ur­stöð­ur rýni­hópa sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Jafn­framt sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varð­andi vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags. Þetta er gert með þeim fyr­ir­vara að sam­komulag ná­ist um upp­bygg­ingu lands­ins.

                                      • 8. júlí 2021

                                        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1496

                                        Minn­is­blað um nið­ur­stöðu vinnu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands lagt fram til kynn­ing­ar.

                                        Af­greiðslu frestað til næsta fund­ar bæj­ar­ráðs.

                                        • 19. maí 2021

                                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #783

                                          Fyr­ir­spurn Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar bæj­ar­full­trúa L-lista, dags. 3. maí 2021, um stöðu vinnu við þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu við Blikastað­a­land.

                                          Af­greiðsla 1488. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 783. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                          • 6. maí 2021

                                            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1488

                                            Fyr­ir­spurn Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar bæj­ar­full­trúa L-lista, dags. 3. maí 2021, um stöðu vinnu við þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu við Blikastað­a­land.

                                            Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri veitti upp­lýs­ing­ar um stöðu vinnu við þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu á Blikastaðalandi.

                                          • 16. september 2020

                                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #767

                                            Til­laga að skip­an stýri­hóps og rýni­hópa vegna und­ir­bún­ings þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

                                            Af­greiðsla 1456. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 767. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                            • 3. september 2020

                                              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1456

                                              Til­laga að skip­an stýri­hóps og rýni­hópa vegna und­ir­bún­ings þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

                                              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að skipa stýri­hóp og rýni­hópa til sam­ræm­is við fram­lögð gögn. Hlut­verk hóp­anna er að rýna for­send­ur, áhersl­ur og til­lög­ur á mis­mun­andi stig­um í ferl­inu þann­ig að þær falli sem best að stöðu, fram­tíð­ar­sýn og stefnu Mos­fells­bæj­ar. Í sam­ráði við hóp­ana verð­ur leit­ast við að tryggja að fjallað verði um all­ar við­eig­andi for­send­ur og áhrif á um­hverfi og sam­fé­lag sem og efna­hag sveit­ar­fé­lags­ins.

                                            • 10. júní 2020

                                              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #763

                                              Til­laga um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að hefja und­ir­bún­ing þess að form­gera sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar með því að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu og und­ir­búa skip­un rýni­hópa sem rýni skipu­lags­mál, skóla­mál og fjár­hags­leg áhrif verk­efn­is­ins.

                                              Af­greiðsla 1445. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 763. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                              • 28. maí 2020

                                                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1445

                                                Til­laga um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að hefja und­ir­bún­ing þess að form­gera sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar með því að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu og und­ir­búa skip­un rýni­hópa sem rýni skipu­lags­mál, skóla­mál og fjár­hags­leg áhrif verk­efn­is­ins.

                                                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar að hefja und­ir­bún­ing þess að form­gera samt­arf Mos­fells­bæj­ar og Land­eyj­ar með því að und­ir­búa vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­st­arf sem feli í sér upp­haf þró­un­ar-, skipu­lags og upp­bygg­ing­ar­vinnu. Sam­hliða verði gerð til­laga að skip­un rýni­hópa sem rýni skipu­lags­mál, skóla­mál og fjár­hags­leg áhrif verk­efn­is­ins. Til­lög­ur þessa efn­is verði lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð fyr­ir miðj­an júní. Í rýni­hóp­ana verði skip­að­ir sér­fræð­ing­ar Mos­fells­bæj­ar og sér­fræð­ing­ar á veg­um Land­eyj­ar sem skili af sér sam­an­tekt til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn í lok sept­em­ber nk.

                                              • 29. apríl 2020

                                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #760

                                                Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu með Mos­fells­bæ um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

                                                Af­greiðsla 1440. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 760. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                • 29. apríl 2020

                                                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #760

                                                  Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu með Mos­fells­bæ um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

                                                  Af­greiðsla 1440. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 760. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                  • 22. apríl 2020

                                                    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1440

                                                    Ósk Land­eyj­ar um að hefja vinnu með Mos­fells­bæ um þró­un­ar- skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

                                                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að bjóða for­svars­mönn­um Land­eyj­ar á fund bæj­ar­stjórn­ar og skipu­lags­nefnd­ar þar sem fyr­ir­hug­uð upp­bygg­ingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt.