Mál númer 202105214
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 585. fundi skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 587. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #587
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa vegna kynntrar skipulagstillögu og ákvæða aðalskipulags um notkun landbúnaðarlands, í samræmi við afgreiðslu á 585. fundi skipulagsnefndar.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd tillögunni þar sem áformin eru ekki í samræmi við skilmála, ákvæði og markmið gildandi aðalskipulags.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lögð er fram til kynningar drög að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum, fyrir landbúnaðarlandið L-536 við Hafravatnsveg í Miðdal. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 560. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tveimur nýjum byggingareitum, 500 m² skemmu og 300 m² einbýlishúsi.
Afgreiðsla 585. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. febrúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #585
Lögð er fram til kynningar drög að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum, fyrir landbúnaðarlandið L-536 við Hafravatnsveg í Miðdal. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 560. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir tveimur nýjum byggingareitum, 500 m² skemmu og 300 m² einbýlishúsi.
Skipulagsnefnd vísar drögum að deiliskipulagi til umsagnar skipulagsfulltrúa hvað varðar heimildir og nýtingu landbúnaðarlands í Mosfellsbæ.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um gerð deiliskipulags á landbúnaðarlandi L199723, í samræmi við afgreiðslu á 547. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 560. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #560
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa, vegna erindis um gerð deiliskipulags á landbúnaðarlandi L199723, í samræmi við afgreiðslu á 547. fundi nefndarinnar. Erindi lagt fram til afgreiðslu.
Í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að heimila landeigenda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á landinu skv. 40. gr. sömu laga og á forsendum minnisblaðs.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 547. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #547
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til umsagnar á umhverfissviði vegna innviðauppbyggingar og tenginga lagna á landinu.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 19.05.2021, með ósk um að hefja deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli í landi Miðdals II.
Afgreiðsla 544. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #544
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni, dags. 19.05.2021, með ósk um að hefja deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli í landi Miðdals II.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda.