Mál númer 202006262
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu í Leirvogstunguhverfi. Breytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir sem bárust.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu í Leirvogstunguhverfi. Breytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir sem bárust.
Athugasemdir kynntar. Málinu vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu á umhverfissviði.
- FylgiskjalAthugasemd - Jóhanna H Guðmundsdóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Björn Ómarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Thelma Rós Sigurðardóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Róbert Árni Sigþórsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Sigurður Sigurgeirsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Kristinn Karl Garðarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd- Kristinn Guðjónsson og Katrín Inga Marteinsdóttir.pdfFylgiskjalVogatunga Laxatunga - deiliskipulagsbreyting - uppsett - A3.pdf
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 28.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmdaleyfis fyrir hraðatakmarkandi aðgerðir. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir gatnamótin.
Afgreiðsla 542. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. maí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #542
Borist hefur erindi frá umhverfissviði, dags. 28.04.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu vegna framkvæmdaleyfis fyrir hraðatakmarkandi aðgerðir. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir gatnamótin.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin samræmist hönnun hverfis og er talin óveruleg en brýn. Kynna skal breytinguna íbúasamtökum í Leirvogstunguhverfi.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir samantekt skýrslu um umferðarmál, umferðaröryggi og mótvægisaðgerðir í Leirvogstunguhverfi. Berglind kynnir mál 14 og 15, kl. 08:20.
Afgreiðsla 536. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #536
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir samantekt skýrslu um umferðarmál, umferðaröryggi og mótvægisaðgerðir í Leirvogstunguhverfi. Berglind kynnir mál 14 og 15, kl. 08:20.
Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu, kynnir skýrslu um umferðarmál í Leirvogstunguhverfi.
- 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Lagt er fram til kynningar minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, sem Umhverfissvið lét vinna, um umferðaröryggi og aðgerðir í Leirvogstunguhverfi vegna gatnamóta við Vogatungu 1.
Afgreiðsla 521. fundar bskipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Lagt er fram til kynningar minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, sem Umhverfissvið lét vinna, um umferðaröryggi og aðgerðir í Leirvogstunguhverfi vegna gatnamóta við Vogatungu 1.
Skipulagsnefnd fagnar aðgerðum í átt að bættu umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi. Erindinu er vísað til frekari vinnu og úrlausnar á umhverfissviði.