Mál númer 202006276
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 547. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #547
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Erindinu vísað til bæjarlögmanns og bæjarráðs vegna hugsanlegra samninga um uppbyggingu og afhendingu lands undir innviði í samræmi við 1. mgr. 39. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Borist hefur erindi frá Jóni Pálmari Guðmundssyni, dags. 08.06.2020, f.h. Teigsland ehf., með ósk um að hefja deiliskipulagsferli á byggð innan Teigslands við Reykjaveg.
Afgreiðsla 517. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #517
Borist hefur erindi frá Jóni Pálmari Guðmundssyni, dags. 08.06.2020, f.h. Teigsland ehf., með ósk um að hefja deiliskipulagsferli á byggð innan Teigslands við Reykjaveg.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.