Mál númer 202106135
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Lögð er fram til kynningar frávísun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru nr. 80/2021 vegna Stórakrika 59.
Afgreiðsla 548. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður lagður fram til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 1500. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til ÚUA. Úrskurður lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla 1499. fundar bæjarráðs samþykkt á 788. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #548
Lögð er fram til kynningar frávísun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru nr. 80/2021 vegna Stórakrika 59.
Lagt fram og kynnt.
- 26. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1500
Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurður lagður fram til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs vegna tímaskorts.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um frávísun málsins lagður fram til kynningar.
- 19. ágúst 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1499
Stórikriki 59 - deiliskipulag kært til ÚUA. Úrskurður lagður fram til kynningar.
Frestað vegna tímaskorts.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 547. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #547
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt.
Bókun fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar og M lista Miðflokks: Fulltrúar L lista Vina Mosfellsbæjar og M lista Miðflokks minna á bókun sína þegar kæran var lögð fram á fundi bæjarráðs, en bókunin er svohljóðandi: Bæjarfulltrúar listana vilja með bókun þessari minna á að fulltrúar þeirra í skipulagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, sem nú sætir kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þegar það var til afgreiðslu á 484. fundi nefndarinnar á sínum tíma. - 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi við Stórakrika 59 - mál nr. 80/2021.
Bókun L-lista, Vina Mosfellsbæjar og M-lista, Miðflokks:
Bæjarfulltrúar listana vilja með bókun þessari minna á að fulltrúar þeirra í skipulagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, sem nú sætir kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þegar það var til afgreiðslu á 484. fundi nefndarinnar á sínum tíma.
***
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 16. júní 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1493
Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi við Stórakrika 59 - mál nr. 80/2021.
Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi Krikahverfis vegna lóðarinnar Stórakrika 59-61 til ÚUA lögð fram til kynningar. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.