Mál númer 202010203
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Borist hefur bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 28.10.2021, vegna staðfestingu á samþykktri aðalskipulagsbreytingu Reykjavíkur 2040. Meðfylgjandi eru svör við athugasemdum Mosfellsbæjar frá 16.08.2021.
Afgreiðsla 553. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #553
Borist hefur bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 28.10.2021, vegna staðfestingu á samþykktri aðalskipulagsbreytingu Reykjavíkur 2040. Meðfylgjandi eru svör við athugasemdum Mosfellsbæjar frá 16.08.2021.
Lagt fram og kynnt.
- 18. ágúst 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #787
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 547. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 787. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. ágúst 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #547
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar bendir á að nýir íbúðareitir, 96-Korpa II og 97-Korpa III (ÍB55), hafa tengingu við samgönguæð Vesturlandsvegar um Korpúlfsstaðaveg í gegnum Mosfellsbæ. Slíkt tenging getur haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu innan Blikastaðalands í Mosfellsbæ sem þegar er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir frekari gögnum um umferðargreiningu og greiningu á áhrifum af þéttingu byggðar og uppbyggingu við Korpúlfsstaði í Grafarvogi.
Einnig gerir skipulagsnefnd athugasemd við óljóst ákvæði um hæð, gerð og umfang byggðar sem getur haft skerðandi áhrif á gæði uppbyggingar Blikastaðalands. - 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.
Málinu frestað svo nefndarfólk geti kynnt sér breytingarnar vandlega.
- 11. nóvember 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #771
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 527. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 771. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. nóvember 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #527
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Bókun fulltrúa M-lista Miðflokks.
Reykjavík er enn höfuðborg landsins, stærsta sveitarfélagið en umfram allt stór hluti af höfuðborgarsvæðinu öllu. Það er því með sanni hægt að segja að þær ákvarðanir sem borgarstjórn Reykjavíkur tekur hefur áhrif á borgara alls landsins. Viðaukinn er skýrsla og röksemdarfærsla fyrir skoðunum meirihluta borgaryfirvalda Reykjavíkur um þá framtíðarsýn sem þau sjá. Það er með engu hægt að sjá að tekið sé tillit til meginsjónarmiða annarra íbúa landsins heldur er þéttinga og samgöngu-útópía rituð á blað (90 bls.).
Jón PéturssonBókun fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar.
Í þessu skjali sem lagt er fyrir skipulagsnefnd í dag og ber nafnið „Reykjavík 2040 - Nýr viðauki við aðalskipulag Reykjavikur 2010-2040“ er ekki að finna orðið Sundabraut, hins vegar er orðið Bargarlínu að finna hundrað þrjátíu og átta (138) sinnum í skjalinu. Hvoru tveggja Sundabraut og Borgarlína eru þó hluti af „Samkomulagi um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum“ svokölluðum Samgöngusáttmála, en þess samkomulags er getið fjórum (4) sinnum í skjalinu.Sundabraut er mikið hagsmunamál fyrir okkur Mosfellinga til að draga úr umferð í gegnum Mosfellsbæ og í leiðinni að auðvelda umferð að og frá norður- og vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins að ógleymdum fyrirsjáanlegum og miklum flutningum til og frá athafnasvæðum Reykjavíkurborgar á Álfsnesi og Kjalarnesi.Ég áskil mér allan rétt til frekari athugasemd við þessi drög að viðauka við aðalskipulag Reykjavíkur á síðari stigum.
Stefán Ómar JónssonLagt fram og kynnt. Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við erindi Reykjavíkurborgar. Skipulagsnefnd áskilur sér þó rétt til þess að koma með ábendingar á seinni stigum málsins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn bókuninni.
- 28. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #770
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Athugasemdafrestur er til 20.11.2020.
Afgreiðsla 525. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 770. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. október 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #525
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Athugasemdafrestur er til 20.11.2020.
Frestað vegna tímskorts