Mál númer 201609031
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum."
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði deiliskipulags skv. 15. gr. skipulagslaga.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Lagt fram erindi Hestamannaféalgsins Harðar varðandi reiðstíg í hesthúsahverfi sem liggur að friðlandi. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018. Málið var áður til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þann 13.október 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #193
Lagt fram erindi Hestamannaféalgsins Harðar varðandi reiðstíg í hesthúsahverfi sem liggur að friðlandi. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018. Málið var áður til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þann 13.október 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Á 422. fundi skipulagsnefndar 18.október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið." Framkvæmdaleyfi var gefið út 7. nóvember 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #470
Á 422. fundi skipulagsnefndar 18.október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið." Framkvæmdaleyfi var gefið út 7. nóvember 2016. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða. - 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélgsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.' Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Afgreiðsla 171. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #681
Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd."
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að ekki sé nægileg grein gerð fyrir því hvernig tryggja skuli vernd friðlandsins við Varmárósa í tengslum við lagningu reiðstígs á mörkum þess til að hægt sé að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi.
Þær fyrirætlanir sem nú eru uppi um lagningu reiðstígs ofaná skurðinum, sem skilur að friðlandið og Varmárbakkana, opna friðlandið fyrir umferð og stofna því í hættu.
Bakkinn og skurðurinn sem liggur fyrir neðan hann á mörkum friðlandsins hefur hingað til haldið umferð um friðlandið í skefjum. Þær varnir verða að engu ef umferð er beint niður fyrir bakkann.
Saga framkvæmda á bökkum Varmár kennir okkur líka að þörf er á sérstökum leiðbeiningum um umgengni á náttúruverndarsvæðum fyrir framkvæmdaaðila. Þær fylgja ekki gögnunum sem eiga að liggja veitingu leyfisins til grundvallar og heldur ekki myndræn útfærsla fagaðila að girðingu meðfram stígnum. Fyrirheitin ein nægja ekki. Þetta mál er að mati Íbúahreyfingarinnar ekki komið á það stig að bæjarstjórn geti tekið ákvörðun um að leyfa framkvæmdir og samþykkir því ekki afgreiðslu erindisins.Bæjarfulltrúar D- og V-lista bóka eftirfarandi:
Við teljum að þeir fyrirvarar sem settir verða í framkvæmdaleyfi fyrir lagningu reiðstígs meðfram friðlandinu við Varmárósa muni tryggja fyllilega vernd friðlandsins. Sett verður ræsi í skurð sem verður fylltur og girðing sett upp til að afmarka reiðstíginn og friðlandið. Við bendum einnig á að fulltrúar M-lista í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd gerðu ekki athugasemdir um framkvæmdaleyfið þegar málið var til umræðu í þessum nefndum.Afgreiðsla 422. fundar skipulagsnegndar samþykkt á 681. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 18. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #422
Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd."
Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið.
- 13. október 2016
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #171
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélgsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.' Skipulagsfulltrúi mun mæta á fundinn.
Nína Rós Ísberg var boðin velkomin til fundarins en hún er nýr fulltrúi S-lista.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir fyrirhuguðu framkvæmdaleyfi vegna nýrra reiðstíga í kringum hesthúsahverfið. Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum.
Afgreiðsla 420. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #420
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd.