Mál númer 201811101
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Kjósarhreppur hefur óskað eftir áframhaldandi samstarfi um málefni skv. nr. 40/1991 m.s.br. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagt er til að fyrri samningur sveitarfélaganna verði framlengdur þar til fyrir liggja drög að nýjum samningi.
Afgreiðsla 1384. fundar bæjarráðs samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. janúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1384
Kjósarhreppur hefur óskað eftir áframhaldandi samstarfi um málefni skv. nr. 40/1991 m.s.br. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagt er til að fyrri samningur sveitarfélaganna verði framlengdur þar til fyrir liggja drög að nýjum samningi.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að samningur sveitarfélaganna vegna þjónustu fjölskyldusviðs skv. lögum nr. 40/1991 frá 19. janúar 2015 sem var framlengdur með viðauka skv. ákvörðun 1375. fundi bæjarráðs 28. nóvember 2018 verði framlengdur til 30.04.2019 eða þar til drög að nýjum samningi sveitarfélaganna liggja fyrir.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að samningur skv. lögum nr. 38/2018 vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir dags. 2. febrúar 2011 sem framlengdur var með viðauka 19. janúar 2016 og skv. ákvörðun 1375. fundi bæjarráðs 28. nóvember 2018 verði framlengdur til 30.04.2019 eða þar til drög að nýjum samningi sveitarfélaganna liggja fyrir.
Framkvæmdatjóra fjölskyldusviðs falið að undirrita samninga um framlengingu þessara samninga og vinna að endurskoðun samninga til lengri tíma.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.
Afgreiðsla 1375. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1375
Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlengja samning um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks til 31. desember 2018.