Mál númer 201811031
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð:"Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags."
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð:"Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags."
Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en áður umbeðin gögn varðandi stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar hafa borist nefndinni.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar.
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #193
Erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar.
Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Borist hefur erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679
Afgreiðsla 471. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #471
Borist hefur erindi frá Jóhannesi S. Guðbjörnssyni dags. 4. nóvember 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi í landi Hrísbrúar, landnr. 123679
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar.