Mál númer 201804104
- 28. júní 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #488
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. apríl til og með 3. júni 2019. Engar athugasemdir bárust.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. apríl til og með 3. júni 2019. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 34. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 741. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júní 2019
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #34
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. apríl til og með 3. júni 2019. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Samningur um tilfærslu kvaða í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1395
Samningur um tilfærslu kvaða í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Byggingarfélagið Bakka ehf. um tilfærslu kvaða við Þverholt.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Afgreiðsla 476. fundar sipulagsnefndar samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. janúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #476
Á 474. fundi skipulagsnefndar 21. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Málsmeðferðartillaga fulltrúa L lista:
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða samkvæmt samþykkt 1371. fundar bæjarráðs liggur fyrir um það hvort samkomulag um flutning kvaðarinnar næst milli Bakka ehf. og Mosfellsbæjar m.a annars um leiguverð o.fl.
Bókun fulltrúa M lista: Fulltrúi M lista tekur undir málsmeðferðartillögu fulltrúa L lista.
Tillaga felld með þremur atkvæðum V og D lista gegn tveimur atkvæðum L og M lista.Tillaga að afgreiðslu:
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu um fjölgun íbúða úr 12 í 24 við Þverholt 21-23 verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar og ef samkomulag næst um þær kvaðir sem breyting deiliskipulagsins hefur í för með sér.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum V og D lista gegn tveimur atkvæðum L og M lista.Bókun fulltrúa L lista Stefáns Ómars Jónssonar.
Upphaf þessa máls er það að Bakki ehf. óskaði eftir að fá að færa kvöð um leiguíbúðir á lóðunum nr. 25-27 við Þverholt og flytja þá kvöð á lóðirnar nr. 21-23 við Þverholt. Á 730. fundi bæjarstjórnar 12. desember 2018 kom fram hjá bæjarstjóra að breyting á samningi varðandi kvöðina væri í skoðun og fyrr en betri eða hagfeldari samningur lægi fyrir yrði gildandi samningi ekki breytt.
Ég er því andvígur því að samþykkja auglýsingu um breytingu á gildandi deiliskipulagi af tveimur ástæðum:
Í fyrsta lagi vegna þess að fyrirliggjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi er ekki í samræmi við fyrirliggjandi ósk Bakka ehf. um að fá kvöðina flutta sbr. bréf Bakka ehf. þar um.
Í öðru lagi vegna þess að ekki liggur fyrir samningur við Bakka ehf. um flutning á kvöðinni, leiguverð o.fl. eins og samþykkt 1371. fundar bæjarráðs frá 25.10.2018 kveður á um.
Samþykkt skipulagsnefndar eins og hún nú liggur fyrir er því ekki í samræmi við framlagða ósk Bakka ehf. og algjörlega á skjön við fyrrgreinda samþykkt bæjarráðs um að afléttingu á kvöð á Þverholti 25-27 verði ekki framkvæmd nema að samningar náist um skilyrði á nýrri kvöð á Þverholti 21-23.Fulltrúi M lista og áheyrnarfulltrúar C og S lista taka undir bókun fulltrúa L lista.
Bókun D og V lista.
Samþykkt á deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27 verður ekki auglýst eða framkvæmd nema samningar náist milli byggingarfélagsins Bakka ehf. og Mosfellsbæjar um kvaðir sem kveðið er á um í samningi um deiliskipulagsbreytinguna. - 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Afgreiðsla 474. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #474
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins.
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
Bókun Þórunnar Magneu Jónsdóttur fulltrúa M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd áréttar fyrri áform Mosfellsbæjar um að fjölga úrræðum fyrir leigjendur í bænum. Þær breytingar sem hafa verið gerðar og/eða eru áformaðar eru ekki í þeim anda sem lagt var upp með í upphafi. Hefur því leikreglum vegna þessa verkefnis verið breytt sem orkar tvímælis. Öll umræða um vöntun á minni og hagkvæmari íbúðum til sölu á fasteignamarkað mun ekki svara þörfum fyrir íbúðir á leigjendamarkaði sem lagt var upp með í upphafi.
Bókun Ólafs Inga ÓSkarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista: Bæjarstjórn fól Skipulagsnefnd að fjalla um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 vegna óska frá Byggingarfélaginu Bakka. Bakki fer fram á að kvöð sem hvílir á Þverholti 27, og var auglýst sem skilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar, um að þar skuli bara byggja og standa leiguíbúðir verði flutt yfir á óbyggt hús á lóð nr. 21 og 23 og íbúðum þar fjölgað. Rök Bakka fyrir þessu eru, að markaðurinn sé að kalla eftir minni og ódýrari íbúðum sem geti hentað vel fyrir stúdenta- og iðnnema þar sem leiguverð verði hóflegt. Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar getur ekki fallist á þessi rök, sem byggjast ekki á neinu haldbæru öðru en að vísað sé til einhverrar umræðu eða óljósra markaðsaðstæðna hverju sinni. Hugsa beri til lengri tíma með það að markmiði að byggja upp virkan leigumarkað í Mosfellsbæ með mismunandi þarfir íbúa í huga.
Einnig beri að líta til þess að umræddar lóðir voru auglýstar með þessum kvöðum á sínum tíma og því skuli gæta jafnræðis milli byggingaraðila og breyta ekki skilmálum eftir á. Ætla má að ef leitað hefði verið eftir tilboðum í þessar lóðir á sínum tíma án núverandi kvaða hefðu umsækjendur um lóðina verið fleiri og gjald fyrir þær verið til muna hærra en raun bar vitni.
Ekki verður séð að neitt sé því til fyrirstöðu að skoðað verði að breyta skilmálum hvað varðar lóðirnar nr. 21 og 23 með það fyrir augum að fjölga þar íbúðum sem geti hentað vel fyrir stúdenta og iðnnema og e.t.v. fleiri, án þess að skilmálum lóðarinnar nr. 27 sé breytt.
Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar L og M lista sitja hjá. - 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum." Lagt fram minnisblað lögmanns.
Afgreiðsla 472. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #472
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9.nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum." Lagt fram minnisblað lögmanns.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Á 727. fundi bæjarstjórnar 31. október 2018 var gerð bókun þar sem m.a. kom fram: "Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar."
Afgreiðsla 471. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #471
Á 727. fundi bæjarstjórnar 31. október 2018 var gerð bókun þar sem m.a. kom fram: "Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar."
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um málið ásamt áliti bæjarlögmanns varðandi lögmæti þess að gerðar verði breytingar á gildandi kvöðum.
Jón Pétursson fulltúi M lista leggur fram eftirfarandi bókun: Um er að ræða meiri háttar framkvæmdir og breytingar á gerðum samningum. Gerðir samningar skulu standa. Vegna vöntunar á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verður að tryggja að samningsaðilar sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu, Að aflétta kvöðum eða leggja til áform um að færa slíkar kvaðir á lakari lóðir sýnir þeim fyrirlitningu er gera væntingar um að bærinn standi við sín fyrirheit. Ekki er séð að afgreiðsla þessi, nái þeim félagslegu og skipulagslegu áformum fram sem lagt var upp með í upphafi. Mikilvægt er að drög að samningum, kvöðum og öðrum þáttum, sbr. rannsóknum af leigumarkaði, liggi fyrir áður en svo viðarmikill viðsnúningur verður á þessum áformum Mosfellsbæjar.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27.
Bæjarfulltrúar D og V lista leggja til að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um skilyrði þess að kvöð verði flutt af Þverholti 27. Skilyrði af hálfu Mosfellsbæjar verði a.m.k. að samskonar kvöð verði þinglýst á Þverholti 21-23 að því við bættu að fram komi í kvöðinni að leiguverð á hverri íbúð að Þverholti 21-23 verði sambærilegt við leiguverð hjá Félagsstofnun stúdenta eða öðrum sambærilegum leigufélögum sem leigja íbúðir á almennum markaði án hagnaðarsjónarmiða á sambærilegri íbúð. Einnig verði kveðið á tímamörk, hvenær leiguíbúðir verða tilbúnar til afhendingar, að tryggt sé að heildar byggingarmagn sem undir kvöðina falla sé ásættanlegt og tryggingar veittar fyrir því að íbúðir að Þverholti 21-23 verði í raun reistar. Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar.
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum D og V lista gegn 4 atkvæðum.
Bókun C- L- S- og M- lista: Fulltrúar C lista Viðreisnar, L lista Vina Mosfellsbæjar, S lista Samfylkingar og M lista Miðflokksins fallast ekki á afgreiðslu meirihluta bæjarráðs á erindi Bakka ehf. um afléttingu kvaða á lóð og fasteign á Þverholti 25 til 27 og leikreglum þannig breytt eftir á.
- 25. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1371
Umsókn um deiliskipulagsbreytingu við Þverholt 21-23 og 25-27.
Fulltrúi M lista leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Tillaga meirihluta bæjarráðs Mosfellsbæjar verði vísað til skipulagsnefndar.Greingargerð:
Um er að ræða meiri háttar framkvæmdir og breytingar á gerðum samningum. Gerðir samningar skulu standa. Vegna vöntunar á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verður að tryggja að samningsaðilar sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu, Að aflétta kvöðum eða leggja til áform um að færa slíkar kvaðir á lakari lóðir sýnir þeim fyrirlitningu er gera væntingar um að bæði bærinn standi við sín fyrirheit. Ekki er séð að afgreiðsla þessi, án atbeina og umsagnar skipulagsnefndar, nái þeim félagslegum og skipulagslegum áformum fram sem lagt var upp með í upphafi. Mikilvægt er að drög að samningum, kvöðum og öðrum þáttum, sbr. rannsóknum af leigumarkaði, liggi fyrir áður en svo viðarmikill viðsnúningur verður á þessum áformum Mosfellsbæjar.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
Tulltúrar D og V lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði á 1371. fundi bæjarráðs að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs umsjón með afléttingu kvaðar um tegund mannvirkja, nýtingu og eignarhald af Þverholti 25-27 og semja og fá þinglýst samskonar kvöð á Þverholti 21-23 að því við bættu að fram komi í kvöðinni að leiguverð á hverri íbúð að Þverholti 21-23 verði sambærilegt við leiguverð hjá Félagsstofnun stúdenta eða öðrum sambærilegum leigufélögum sem leigja íbúðir á almennum markaði án hagnaðarsjónarmiða á sambærilegri íbúð.
Einnig verður kveðið á um í samningi um tímamörk hvenær leiguíbúðir verða tilbúnar til afhendingar. Aflétting á kvöð á Þverholti 25-27 verður ekki framkvæmd nema að samningar náist umskilyði á nýrri kvöð á Þverholti 21-23.Beiðni um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 er vísað til umfjöllunar og úrvinnslu skipulagsnefndar.
Tillagan er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 21-23 og 25-27
Afgreiðsla 1351. fundar bæjarráðs samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1351
Ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Þverholt 21-23 og 25-27
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til meðferðar og úrlausnar bæjarstjóra.