Mál númer 201810273
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár. Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár."
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár. Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár."
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem lóðin er á hverfiverndarsvæði Varmár, einnig er Varmá á náttúruminjaskrá.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a til skipulagsnefndar, dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár.
Afgreiðsla 193. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2018
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #193
Erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a til skipulagsnefndar, dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a. Skipulagsnefnd vísaði málinu til umsagnar umhverfisnefndar á 470. fundi sínum þann 26. október 2018, þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár.
Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a.
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #470
Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár.
Samþykkt samhljóða.