Mál númer 201811172
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir.
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1376
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og lögum um málefni aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir.
Bókun M-lista
Mál tengd hjúkrunarheimilinu EIR hafa ekki verið öll afgreidd með sóma af hálfu hins opinbera og viðkomandi aðila og eigenda EIRAR. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að íbúar og eftir atvikum aðstandendur og erfingjar, sem hafa orðið beint eða óbeint fyrir fjárhagslegu tjóni vegna starfshátta EIRAR, fái tjón sitt bætt með einum eða öðrum hætti. Ber Mosfellsbæ að ganga undan með góðu fordæmi og óska eftir rannsókn málsins af hálfu ríkisins. Frumvarp þetta er runnið undan rifjum fulltrúa Miðflokksins á Alþingi varðandi að þingið tryggi betur hagsmuni eldri borgara og aðstandenda þeirra þegar fram líða stundir.Bókun v- og D-lista
Opinber rannsókn hefur þegar farið fram á því máli sem nefnt er í bókun M-lista.Lagt fram.