Mál númer 201804394
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Frá Kraftlyftingarfélagi Mosfellsbæjar: Ósk um endurnýjun samnings við félagið á grundvelli síðasta samnings.
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 25. nóvember 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #233
Frá Kraftlyftingarfélagi Mosfellsbæjar: Ósk um endurnýjun samnings við félagið á grundvelli síðasta samnings.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að samningurinn verði endurnýjaður á grundvelli sambærilegra samninga og í samræmi við umræður á fundinum.
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Samstarfssamningur við Ungmennafélagið Aftureldingu lagður fram og kynntur
Afgreiðsla 226. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. janúar 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #226
Samstarfssamningur við Ungmennafélagið Aftureldingu lagður fram og kynntur
Samstarfssamningur við Ungmennafélagið Aftureldingu með gildistíma 2018-2021 lagður fram og kynntur
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Lagður fram til kynningar samningur Mosfellsbæjar við Ungmennafélagið Aftureldingu sem að samþykktur var á 726. fundi bæjarstjórnar
Afgreiðsla 225. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Tillaga um viðauka við samstarfsamning Mosfellbæjar og Skátafélagsins Mosverja.
Afgreiðsla 1376. fundar bæjarráðs samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1376
Tillaga um viðauka við samstarfsamning Mosfellbæjar og Skátafélagsins Mosverja.
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja samþykktur með þremur atkvæðum.
- 15. nóvember 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #225
Lagður fram til kynningar samningur Mosfellsbæjar við Ungmennafélagið Aftureldingu sem að samþykktur var á 726. fundi bæjarstjórnar
frestað
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Frestað frá síðasta fundi. Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
Afgreiðsla 1369. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1369
Frestað frá síðasta fundi. Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
******************************
Fulltrúi M- lista leggur fram fyrir fundinn greinargerð ásamt tillögu og sem fylgiskjal glærur um snemmtæka íhlutun.Tillaga M-lista varðandi 9. mgr. 2. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022.:
Óskað verði eftir því við stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar að drögin, sem liggja fyrir, verði breytt m.t.t. til eftirfarandi tilögu:
Mosfellsbær greiðir þann 1. júní á ári hverju kr. 200.000 í Minningarsjóð Guðfinnu og skal því fjármagni sérstaklega ráðstafað til að styrkja börn af erlendum uppruna til íþróttaiðkunar innan félagsins. Mótframlag Mosfellsbæjar á móti framangreindri fjárhæð skal nema kr. 200.000,-. Mosfellsbær skal ráðstafa kr. 400.000,- í verkefni snemmtækrar íhlutunar til að auka félagslega virkni ungra barna á aldrinum 6 til 16 ára í Mosfellsbæ í samráði við félagsráðgjafa skóla og félagsmálayfirvöld bæjarins. Hægt er að endurmeta þörfina árlega og það fjármagn sem hér er tilgreint að ráðstafað sé sérstaklega vegna snemmtækrar íhlutunar. Gera skal grein fyrir því hvernig framlaginu er varið í reglulegum skýrslum til Mosfellsbæjar ásamt greiningu á frekari þörf varðandi þessa hópa sem í þessari málsgrein eru tilgreindir.Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að vísa tillögunni til umsagnar og frekari vinnslu framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
******************************
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að heimila bæjarstjóra að undirrita Samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022 eins og hann liggur fyrir fundinum.
- 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
Frestað
- 13. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #719
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til bæjarráðs tillögum nefndarinnar um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga árið 2018-2021.
Afgreiðsla 1356. fundar bæjarráðs samþykkt á 719. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1356
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til bæjarráðs tillögum nefndarinnar um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga árið 2018-2021.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Niðurstaða íþrótta- og tómstundanefndarinnar um samstarfssamninga Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins eru byggðar á ófullnægjandi upplýsingum um gerð samningsdraga sem kynnt voru fyrir nefndinni. Lagt er til að farið verið yfir alla samninga á ný og þeir reiknaðir til fulls, öll gögn og allir styrkir sem félögin fá á einn eða annan hátt séu inni í samningunum og séu sýnileg.
Á formannafundi Aftureldingar þann 17. maí sl. var samstarfsamningi við Mosfellsbæ hafnað. Íbúahreyfingin leggur til að samningaviðræður við Aftureldingu hefjist hið fyrsta.
Þar sem allir samningar við íþrótta- og tómstundafélaga bæjarins eru byggðir á samningi Aftureldingar leggur Íbúahreyfingin til að þeim verði frestað.Tillaga áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Lagt er til að farið verði yfir alla samninga á ný og þeir reiknaðir til fulls, öll gögn og allir styrkir sem félögin fái á einn eða annan hátt verði inni í samningsdrögum og séu sýnileg. Þá hefjist samningaviðræður við Aftureldingu hið fyrsta öðrum samningum við íþrótta- og tómstundafélaga bæjarins verði frestað. Tillagan er felld með 2 atkvæðum á 1356. fundi bæjarráðs 1 fulltrúi situr hjá.
1356. fundur bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samninga á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga við þau íþrótta- og tómstundafélög sem hafa lýst yfir vilja til undirritunar þeirra.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs kynntir.
Afgreiðsla 221. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. maí 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #221
Samningar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs kynntir.
Íþrótta- og tómstundanefnd er jákvæð fyrir þeim lokadrögum að samstarfssamningum við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021 sem að kynnt voru fyrir nefndinni. Nefndin felur starfsmönnum fræðslu- og frístundarsviðs að ljúka við gerð samninga til afgreiðslu í bæjarráði, með þeim textabreytingum sem að lagðar voru til á fundinum og að upphæðir í samningum verði uppfærðar samkvæmt forsendum samninga.
Bókun fulltrúa S-lista
Fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að nú, næstum 5 mánuðum eftir að samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ runnu út, liggja loks fyrir drög að nýjum samningum. Það er hins vegar slæmt að ekki er ljóst við hvað er miðað þegar að kemur að því að ákvarða þá fjárhæð sem verja á til barna- og unglingastarfs hjá hinum ýmsu félögum. Nýlegar tölur um fjölda iðkenda liggja ekki fyrir íþrótta- og tómstundanefnd frá þeim félögum sem gera á samninga við og því ekki gott að sjá hver grunnfjárhæðin á hvern iðkanda er.
Bókun frá fulltrúum V- og D- lista
Nýju samningarnir eru byggðir á grunni þeirra eldri og uppfærðir í samráði við félögin.
Í upphafi voru samningar unnir í náinni samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins og voru upphæðir miðaðar við fjárþörf hvers félags.