Mál númer 201810030
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Íþrótta- og tómstundarnefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: 16:30 MótóMos, Vallarhús á Tungumelum 17:30 Hestamannafélagið Hörður, Harðarból 18:30 Ungmennafélagið Afturelding, Vallarhús við Varmá
Afgreiðsla 225. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 729. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #225
Íþrótta- og tómstundarnefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: 16:30 MótóMos, Vallarhús á Tungumelum 17:30 Hestamannafélagið Hörður, Harðarból 18:30 Ungmennafélagið Afturelding, Vallarhús við Varmá
Dagskrá: kl.16:30 Hestamannfélagið Hörður. Fundur haldinn í félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar. Á móti nenfdinni tóku formaður og félagar úr stjórn hestamannfélagsins. Farið var yfir starfið almennt, æskulýðstarfið, starf með fötluðum og framtíðasýn félagsins. Starfið gengur mjög vel, talað um að ef að félagið gæti komið sér upp félagshesthúsi yrði auðveldara að taka inn nýja félaga og sérstakleg ungt fólk sem að ekki ætti hesthús en hefði áhuga á að vera í félaginu. Reiðhöllin skoðuð. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.
17:30 . Félagssvæði Mótomos Tungumelum. Bjarni formaður félagsins tók á móti nefndinni og fór yfir starf félagsins. Námskeið fyrir yngri félagsmenn og starfið í sumar. Ekki hægt að skoða svæðið þar sem að engin lýsing er á svæðinu. Nefndinni boðið aftur í vor þegar að starfsemin er virk og bjart lengur. Íþrótta og tómstundanenfd þakkar góðar móttökur.
18:30. Ungmennafélagið Aftureldin. Fundur haldinn í vallarhúsinu að Varmá. Formaður UMFA framkvæmdarstjóri og stjórnarmenn tóku á móti nefndinni . Farið var yfir það gríðalega mikla starf sem að fram fer hjá félaginu. Þó nokkur aukning hjá af félagsmönnum og frábært starf sem að þarna fer fram. 11 deildir innan félagsins, misstórar en allar nokkuð vel virkar. Það sem að helst vantar er félagsaðstaða, en allir bíða þó spenntir eftir nýju fjölnota íþróttahúsi. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar góða kynningu.Íþrótta og tómstundanefnd þakkar frábærar móttökur hjá félögum og hlakka til að vinna með þeim næstu árin.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellsbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Afgreiðsla 223. fundar íþótta-og tómstundanefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #223
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem að Mosfellsbær hefur gert samninga við varðandi barna og unglingastarf. Dagskrá: kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Dagskrá:
kl.16:30 - Skátafélag Mosverjar, Álafosskvos
kl.17:30 - Björgunarsveitin Kyndill, Völuteigur
kl.18:30 - Golfklúbbur Mosfellsbæjar, golfskálinn Klettur
Skátafélagið Mosverjar heimsótt. Fundur haldin í nýju Skátaheimili í Álafosskvos. Á Móti nefndinni tóku meðlimir úr stjórn félagsins þau Dagbjört Félagsforingi, Eírikur og Guðbjörn.
Kynning á skátastarfinu almennt, og á því öfluga starfi sem að fram fer hjá skátunum í Mosfellsbæ. Rætt um að erfileika við að kynna starfið fyrir börnum í Mosfellsbæ. Tómstundafulltrúa og Félagsforingja falið að vinna að skipulagi kynningar á tómstundastarfi í Mosfellsbæ í samvinnu við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellbæ fyrir næsta haust. Íþrótta- og tómstundanenfd þakkar góðar móttökur.Björgunnarsveitin Kyndill. Fundað í húsnæði Björgunnarsveitarinnar við Völuteig.
Kynning á mjög svo öfugu unglingastarfi sem og almennu starfi sveitarinnar. Húsnæði tæki og tól skoðuð og starfið kynnt. Töluverð aukning í starfinu og kynjaskipting jöfn. Fjölbreytt og mikil starfsemi fyrir ungmenni. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar fyrir góða kynningu.Golfklúbbur Mosfellsbæjar,
Fundað í Kletti, íþróttamiðstöð Golfklúbsins Mos.Gunnar framkvæmdastjóri og Davíð íþróttastjóri tóku á móti nefndinni og sýndi nýja golfskálann/ íþróttamiðstöðina. Gunnar með kynningu á starfsemi félagsins. Hann kynnti uppbyggingu í aðstöðumálum og framtíðar sýn félagsin í þeim efnum, fór yfir barna og unglingstarf félagsins og það öfluga afrekstarf sem er að skila félaginu fleiri afrekskylfingum á landsvísu.
Upplýst var að íslandsmót í golfi 2020 yrði í umsjón Golfklúbbs Mosfellsbæjar og væri undirbúningur þegar hafin, yrði það mikil lyftistöng fyrir félagið og golfíþróttina í Mosfellsbæ.