Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201811236

  • 28. nóvember 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #729

    Ákvörð­un um út­svars­pró­sentu 2019.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

    Til­laga er gerð um að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2019 verði 14,48% af út­svars­stofni.

    Til­lag­an er sam­þykkt með fimm at­kvæð­um V- og D- lista. Fjór­ir full­trú­ar C-, L-, M- og S-lista sitja hjá.

    Bók­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við ákörð­un út­svars 2019.

    Meiri­hluti Vinstri grænna og sjálf­stæð­is­manna legg­ur nú til, þriðja árið í röð, að út­svars­pró­senta verði 14.48% , það er 0,04 pró­sentu­stig­um lægri en há­marks­út­svar. Þessi lækk­un þýð­ir 18 millj­óna króna lækk­un út­svar­stekna fyr­ir bæj­ar­sjóð á ár­inu 2019 og verð­ur þá upp­hæð­in orð­in rúm­lega 47 millj­ón­ir á þrem­ur árum. Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur ein­stakra út­svars­greið­enda hvað varð­ar auk­ið ráð­stöf­un­ar­fé er lít­ill sem eng­inn og dug­ar fólki með með­al­tekj­ur vart fyr­ir kaffi­bolla á kaffi­húsi. Þess­ar 18 millj­ón­ir sem meiri­hluti VG og D lista telja ekki þörf á inn í rekst­ur bæj­ar­ins á ár­inu 2019 mætti, að mati Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, nýta í ýmis brýn verk­efni á veg­um Mos­fells­bæj­ar s.s. aukna sér­fræði­þjón­ustu og stuðn­ing inn­an skóla­kerf­is­ins, um­hverf­is­vernd­ar­verk­efni, bætt starfs­um­hverfi inn­an skól­anna, ra­f­rænt um­sýslu­kerfi leik­valla­eft­ir­lits svo ein­ung­is örfá dæmi séu nefnd.

    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við ákvörð­un um út­svar­pró­sentu enda er ákvörð­un út­svars öll á ábyrgð meiri­hluta VG og sjálf­stæð­is­manna og hef­ur ekki ver­ið rædd við full­trúa í minni­hluta í að­drag­anda ákvörð­un­ar­inn­ar.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    bæj­ar­full­trúi S-lista