Mál númer 201811236
- 28. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #729
Ákvörðun um útsvarsprósentu 2019.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 verði 14,48% af útsvarsstofni.
Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum V- og D- lista. Fjórir fulltrúar C-, L-, M- og S-lista sitja hjá.
Bókun Samfylkingarinnar við ákörðun útsvars 2019.
Meirihluti Vinstri grænna og sjálfstæðismanna leggur nú til, þriðja árið í röð, að útsvarsprósenta verði 14.48% , það er 0,04 prósentustigum lægri en hámarksútsvar. Þessi lækkun þýðir 18 milljóna króna lækkun útsvarstekna fyrir bæjarsjóð á árinu 2019 og verður þá upphæðin orðin rúmlega 47 milljónir á þremur árum. Fjárhagslegur ávinningur einstakra útsvarsgreiðenda hvað varðar aukið ráðstöfunarfé er lítill sem enginn og dugar fólki með meðaltekjur vart fyrir kaffibolla á kaffihúsi. Þessar 18 milljónir sem meirihluti VG og D lista telja ekki þörf á inn í rekstur bæjarins á árinu 2019 mætti, að mati Samfylkingarinnar, nýta í ýmis brýn verkefni á vegum Mosfellsbæjar s.s. aukna sérfræðiþjónustu og stuðning innan skólakerfisins, umhverfisverndarverkefni, bætt starfsumhverfi innan skólanna, rafrænt umsýslukerfi leikvallaeftirlits svo einungis örfá dæmi séu nefnd.
Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við ákvörðun um útsvarprósentu enda er ákvörðun útsvars öll á ábyrgð meirihluta VG og sjálfstæðismanna og hefur ekki verið rædd við fulltrúa í minnihluta í aðdraganda ákvörðunarinnar.Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi S-lista