Mál númer 201212013
- 23. janúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #597
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013. Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram. Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er frekari grein fyrir verkefninu.
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bókun.$line$Íbúahreyfingin skorar á bæjarstjórn að verja þeim peningum sem ætlað er í Virkni 2013 til þess að skapa varanleg störf og nýta til þess þann dýrmæta mannauð sem verkefninu er ætlað að sinna í stað þess að búa til sérstök tímabundin störf eða niðurgreiða vinnuafl eins og ætlunin er að gera.$line$Við viljum sem dæmi benda á bláberjarækt en Kanada flytur út bláber fyrir 30 milljarða króna á ári. Mosfellsbær gæti sett upp slíka ræktun, enda er hér nægt rými og næg orka en skortur á framsýnum fjárfestum.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Í erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er gerð grein fyrir tillögum um vinnumarkaðsaðgerðir til að mæta einstaklingum sem fullnýta atvinnuleysisbótarétt sinn á komandi mánuðum kynnt. $line$$line$Afgreiðsla 199. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
- 19. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #596
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir átakið vinna og virkni.
Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er grein fyrir Vinnu og Virkni átaki til atvinnu 2013.$line$$line$Erindið lagt fram til kynningar.$line$$line$Afgreiðsla 1101. fundar bæjarráðs lögð fram á 596. fundi bæjarstjórnar.
- 19. desember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1103
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013. Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram. Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er frekari grein fyrir verkefninu.
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013.
Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram.Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu Vinna og virkni 2013, en áætluð nettó útgjöld vegna þátttöku í verkefninu eru um 5 milljónir króna.
- 11. desember 2012
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #199
Í erindinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er gerð grein fyrir tillögum um vinnumarkaðsaðgerðir til að mæta einstaklingum sem fullnýta atvinnuleysisbótarétt sinn á komandi mánuðum kynnt.
Fjölskyldunefnd tekur undir Fundur samtaka félagsmálastjora á Íslandi haldinn í Mosfellsbæ 7. desember 2012 tók málið til umfjöllunar á fundinum var lögð áhersla á að í samkomulagi um verkefnið Vinna og Virkni 2013 fari ríkið að lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006 og þjónusti alla atvinnuleitendur með sama hætti án tillits til bótaréttar. Í því sambandi er nauðsynlegt að fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum og fær því fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hafi aðgang að úrræðum vinnumálastofnunar s.s. námskeiðum eins og aðrir atvinnuleitendur.
Til máls tóku:KGÞ, ÞIJ, HSv, GP IBI og Kþ.
Gögn í málinu eru lögð fram til kynningar.
- 6. desember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1101
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir átakið vinna og virkni.
Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er grein fyrir Vinnu og Virkni átaki til atvinnu 2013.
Til máls tók: HP
Erindið lagt fram til kynningar.