Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201103056

  • 23. janúar 2013

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #597

    Álit Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins frá 21. des­em­ber 2012 sem ráðu­neyt­ið hef­ur haft til með­ferð­ar varð­andi ábyrgð­ar­veit­ingu Mos­fells­bæj­ar.

    Bók­un D og V-lista.$line$For­saga máls­ins er sú að á ár­inu 2008 skuld­uðu Helga­fells­bygg­ing­ar Mos­fells­bæ um 200 millj­ón­ir vegna samn­ings um upp­bygg­ingu í Helga­fells­hverfi. Samn­ings­að­il­ar ákváðu að skuld­in yrði gerð upp með út­gáfu víxla. Til trygg­ing­ar greiðslu víxl­anna fékk bær­inn veð í ann­ar­s­veg­ar bygg­ing­ar­rétti á tveim­ur fjöl­býl­is­húsa­lóð­um við Gerplustræti með um 57 íbúð­um og hins veg­ar ein­býl­is­hús við Brekku­land. Til að gera skuld­ina upp seldi Mos­fells­bær víxl­ana og gekkst þar með und­ir s.k. framsals- eða selj­anda­ábyrgð. Ekki er ágrein­ing­ur um að bæn­um hafi ver­ið heim­ilt að taka víð víxl­un­um sem greiðslu. Það er hins­veg­ar álita­mál hvort framsals­ábyrgð­in sé í sam­ræmi við 6.mgr.73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið og LEX lög­manns­stofa telja svo ekki vera en Jur­is lög­manns­stofa og KPMG end­ur­skoð­un eru á gagn­stæðri skoð­un. Bæj­ar­full­trú­um D- og V-lista þyk­ir mið­ur að mögu­leiki sé fyr­ir hendi að í þessu máli hafi ekki ver­ið far­ið að lög­um. Það skal þó full­yrt að bæj­ar­full­trú­ar sem og emb­ætt­is­menn sem að mál­inu komu unnu í góðri trú um að ekk­ert væri at­huga­vert við máls­með­ferð­ina. Að mál­inu unnu lög­lærð­ir emb­ætt­is­menn og end­ur­skoð­end­ur bæj­ar­ins og all­ir bæj­ar­full­trú­ar hvar í flokki sem þeir stóðu sam­þykktu gjörn­ing­inn enda talin besta leið­in til að tryggja hag bæj­ar­ins.$line$Það var mat manna á þess­um tíma að sala víxl­anna væri eina leið­in til að fá skuld­ina greidda enda gekk það eft­ir. Bær­inn geng­ur frá mál­inu full­kom­lega skað­laus, skuld­in er upp­gerð að fullu og veð­in sem bær­inn tók fyr­ir greiðslu skuld­ar­inn­ar hafa ver­ið af­hent nú­ver­andi skuld­ar­eig­anda sem er Lands­bank­inn. Vissu­lega er slæmt að um framsals­ábyrgð­ina sé deilt á með­al lög­manna en mest um vert er að bær­inn hlýt­ur ekki fjár­hags­lega skaða.$line$$line$$line$Bók­un bæj­ar­full­trúa S-lista Sam­fylk­ing­ar.$line$Mál þetta á ræt­ir sín­ar að rekja allt til júli mán­að­ar 2008 er sam­þykkt var að freista þess að tryggja fjár­hags­lega hags­muni bæj­ar­ins með því að sam­þykkja greiðslu í formi víx­ils frá Helga­fells­bygg­ing­um, með trygg­ingu sem metn­ar voru á þeim tíma full­nægj­andi, sem síð­an yrði seld­ur með hefð­bund­inni selj­anda­ábyrgð. Að þessu máli kom lög­fræð­ing­ur sem þá gengdi stöðu fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs tíma­bund­ið. Eng­ar efa­semd­ir komu fram um að ekki væri fylli­lega laga­lega rétt stað­ið að mál­um. Þró­un máls­ins allt til sept­em­ber 2009 var af sama meiði og eng­ar efa­semd­ir uppi um lög­mæti þess. Haust­ið 2010 koma fram ábend­ing­ar að gjörn­ing­ur þessi gæti stang­ast á við lög og var því sam­þykkt að leita álits lögmans­stof­unn­ar LEX sem kemst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki hafi ver­ið far­ið að sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Í fram­haldi af þeirri nið­ur­stöðu var sam­þykkt að leita álits Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem nú ligg­ur fyr­ir þar sem kom­ist er að sömu nið­ur­stöðu og hjá lögmans­stof­unni LEX. Jafn­framt ligg­ur fyr­ir álit frá Jur­is slf. þar sem kom­ist er að ann­ari nið­ur­stöðu og m.a.bent á hæsta­rétt­ar­dóm því til stuðn­ings. Ljóst er að um lög­fræði­legt álita­mál er að ræða og að ekki næst end­an­leg nið­ur­staða nema fyr­ir dóm­stól­um. Burt séð frá lög­fræði­leg­um ágrein­ingi í máli þessu er ljóst að Mos­fells­bær hef­ur ekki skað­ast fjár­hags­lega af þess­um við­skipt­um við Helga­fells­bygg­ing­ar. Þvert á móti voru hags­mun­ir bæj­ar­ins tryggð­ir og kom­ið í veg fyr­ir fjár­hags­leg­an skaða sem þó rétt­læt­ir ekki lög­brot ef um það hef­ur ver­ið að ræða.$line$Til að tryggja eins og kost­ur er að ávallt sé far­ið að lög­um ber nauð­syn til að end­ur­bæta verk­ferla hvað lög­fræði­leg álita­mál varð­ar.$line$ $line$Jón­as Sig­urðs­son.$line$$line$$line$Nú er ljóst skv. Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu að "sú ákvörð­un Mos­fells­bæj­ar að gang­ast í framsals­ábyrgð vegna þriggja víxla út­gefn­um af Helga­fells­bygg­ing­um hf. ... hafi ekki ver­ið í sam­ræmi við ákvæði 6. mgr. 73. gr. þá­gild­andi sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/1998" og "mat ráðu­neyt­is­ins að ákvörð­un Mos­fells­bæj­ar um að gang­ast í sjálf­skuld­arábyrgð vegna láns að upp­hæð kr. 246.000.000 sem NBI hf. veitti Helga­fells­bygg­ing­um hf. þann 24. sept­em­ber 2009" hafi enn­frem­ur ver­ið ólög­leg.$line$$line$Þar með er aft­ur stað­fest að þeir full­trú­ar D-, S-, V- og B-lista sem sátu í bæj­ar­stjórn á síð­asta kjör­tíma­bili brutu með sam­þykki sínu ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga. Ákvæð­in eru sett til þess að gæta hags­muna sveit­ar­fé­lags­ins, íbúa þess og sem vörn gegn spill­ingu.$line$Til við­bót­ar við lög­brot­in var svo hags­mun­um íbúa Mos­fells­bæj­ar kast­að fyr­ir róða með því að tryggja lán­in á ófull­nægj­andi hátt.$line$$line$Íbúa­hreyf­ing­in átel­ur fram­göngu bæj­ar­stjóra í frétt­um RÚV hinn 14. janú­ar s.l. þar sem hann varp­ar ábyrgð á um­rædd­um gjörn­ingi á emb­ætt­is­menn bæj­ar­ins. Bæj­ar­stjór­inn minn­ist ekki á lög­fræði­álit sem Mos­fells­bær sann­ar­lega fékk frá Lex lög­manns­stofu sem er sam­hljóða úr­skurði inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um for­taksleysi ákvæð­anna sem brot­ið er gegn en vís­ar í að "tvö lög­fræði­álit séu með aðra nið­ur­stöðu en ráðu­neyt­ið". Það er langt til seilst að kalla tölvu­póst frá end­ur­skoð­end­um bæj­ar­ins lög­fræði­álit enda kem­ur þar fram að þeir telji æski­legt að óska eft­ir áliti Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Hitt "álit­ið" er svo "drög að punkt­um" frá Júr­is sem ekki er und­ir­ritað af lög­fræð­ing­um stof­unn­ar. $line$$line$Bæj­ar­stjóri ber því einn­ig við að lög­brot­in hafi ver­ið "eina leið bæj­ar­ins á sín­um tíma til að fá fram­gengt að fá þessa skuld greidda". Það er ótrú­verð­ugt og ekki boð­legt fyr­ir yf­ir­völd að brjóta lög, óháð því hvort tal­ið sé að af því hljót­ist fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur. Slíkt kallast spill­ing.$line$$line$Öll fram­ganga meiri­hlut­ans í mál­inu hef­ur ein­kennst af ógagn­sæi og leynd­ar­hyggju og Íbúa­hreyf­ing­in krefst af­sagn­ar þeirra bæj­ar­full­trúa sem stóðu að þess­um ólög­legu samn­ing­um þeg­ar í stað.$line$$line$Jón Jósef Bjarna­son, full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ.$line$$line$$line$Til­laga S-lista Sam­fylk­ing­ar.$line$Bæj­ar­ráði verði fal­ið að gera til­lögu að skrif­leg­um verk­ferl­um stjórn­sýsl­unn­ar hvað varð­ar lög­fræði­leg álita­mál og leggi fyr­ir bæj­ar­stjórn til af­greiðslu. Verk­ferl­arn­ir taki m.a. til lög­fræði­legs mats á ákvörð­un­um og sam­þykkt­um áður en til þeirra kem­ur og þess að skyllt sé að leita lög­fræði­legs álits, úr­skurð­ar ráðu­neyt­ins eða rík­is­stofn­ana, eft­ir eðli máls, ef um lög­fræði­leg álita­mál er að ræða sem og venj­ur stjórn­sýsl­unn­ar við stjórn­sýslu­ákvarð­an­ir.$line$Jón­as Sig­urðs­son.$line$$line$Fram kom máls­með­ferð­ar­til­laga þess efn­is að vísa til­lög­unni til bæj­ar­ráðs til með­ferð­ar og var hún sam­þykkt með sex at­kvæð­um.$line$$line$$line$Til­laga íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.$line$Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að óháð­ir að­il­ar verði fengn­ir til þess að rann­saka við­skipti Mos­fells­bæj­ar og Helga­fells­bygg­inga ehf. Bæj­ar­ráði verði fal­ið að út­búa nán­ari rann­sókn­ar­lýs­ingu.$line$Til­lag­an borin upp og felld með sex at­kvæð­um gegn einu at­kvæði.$line$$line$Er­ind­ið að öðru leyti lagt fram á 597. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 10. janúar 2013

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1104

      Álit Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins frá 21. des­em­ber 2012 sem ráðu­neyt­ið hef­ur haft til með­ferð­ar varð­andi ábyrgð­ar­veit­ingu Mos­fells­bæj­ar.

      Álit Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 5. júlí 2012

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1082

        Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem Mos­fells­bæ er gef­inn kost­ur á að koma að frek­ari gögn­um, upp­lýs­ing­um eða sjón­ar­mið­um í mál­inu.

        Til máls tóku: HP og ÞBS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu sem felst í að upp­lýsa um ný­gerð­an samn­ing á milli Lands­bank­ans og Mos­fells­bæj­ar sem mál­ið varð­ar.

        Áheyrn­ar­full­trúi M lista lagði fram at­huga­semd­ir list­ans frá 27.4.2011 og óskað eft­ir að þær yrðu send­ar Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu hafi það ekki áður ver­ið gert.

        • 11. maí 2011

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #558

          Áður á dagskrá 1020. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs var fal­ið að und­ir­búa svar til ráðu­neyt­is­ins. Hjá­lögð eru drög að svari. Í tölu­lið­um 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölu­lið 9 liggja þeg­ar á gátt­inni und­ir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölu­lið 10 fylgja hjálagt.

          <DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;Til máls tóku: JJB og BH.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Íbúa­hreyf­ing­in í Mos­fells­bæ ít­rek­ar bók­un sína frá bæj­ar­ráðs­fundi 1026 varð­andi svar­bréf til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi sjálf­skuld­arábyrgð Mos­fells­bæj­ar.<BR&gt;Svar­ið er í meg­in drátt­um í and­stöðu við nið­ur­stöðu lög­manns&nbsp;Mos­fells­bæj­ar sem rit­aði minn­is­blað um mál­ið 2. fe­brú­ar 2011.<BR&gt;Jón Jósef Bjarna­son bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæj­ar­full­trú­ar V- og D lista&nbsp;bóka að þeir ít­reki fyrri af­stöðu sína og að mál­ið sé í ákveðnu ferli.</DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Af­greiðsla 1026. fund­ar bæj­ar­ráðs,&nbsp;drög að svari til Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins,&nbsp;sam­þykkt á 558. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um.</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

          • 28. apríl 2011

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1026

            Áður á dagskrá 1020. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs var fal­ið að und­ir­búa svar til ráðu­neyt­is­ins. Hjá­lögð eru drög að svari. Í tölu­lið­um 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölu­lið 9 liggja þeg­ar á gátt­inni und­ir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölu­lið 10 fylgja hjálagt.

            Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, ÞBS, JS, BH og KT. Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.Íbúa­hreyf­ing­in í Mos­fells­bæ get­ur ekki fall­ist á drög­in að svar­bréf­inu eins og þau eru lögð fyr­ir bæj­ar­ráð þann 28. apríl 2011. Því fer Íbúa­hreyf­ing­in fram á að til­tek­ið verði í bréf­inu til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að stuðn­ing­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar við af­greiðslu bæj­ar­ráðs á mál­inu, og eft­ir at­vik­um bæj­ar­stjórn­ar, sé ekki fyr­ir hendi.Sú af­staða sem mót­uð er til máls­ins í drög­un­um að svar­bréf­inu er í meg­in drátt­um í and­stöðu við efni og nið­ur­stöðu Lög­manns­stof­unn­ar LEX sem rit­aði minn­is­blaðs um mál­ið, dags. 2. fe­brú­ar 2011. Til­laga um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að gera út­tekt á kost­um og göll­um þess að krefjast við­ur­kenn­ing­ar á að ábyrgð­in sé ógild sbr. nið­ur­lag í minn­is­blaði Lex.Til­lag­an er fell með þrem­ur at­kvæð­um. Bæj­ar­ráð tel­ur að ekki sé tíma­bært að fara í slíka rann­sókn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að senda ráðu­neyt­inu fyr­ir­liggj­andi drög að svar­bréfi.

            • 16. mars 2011

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #554

              <DIV&gt;Af­greiðsla 1020. fund­ar bæj­ar­ráðs, um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa svar til ráðu­neyt­is­ins,&nbsp;stað­fest á 554. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um.</DIV&gt;

              • 10. mars 2011

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1020

                Til máls tóku: HS, SÓJ,&nbsp;JJB og JS.&nbsp;

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela&nbsp;fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að und­ir­búa að svara er­indi ráðu­neyt­is­ins.