Mál númer 201103056
- 23. janúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #597
Álit Innanríkisráðuneytisins frá 21. desember 2012 sem ráðuneytið hefur haft til meðferðar varðandi ábyrgðarveitingu Mosfellsbæjar.
Bókun D og V-lista.$line$Forsaga málsins er sú að á árinu 2008 skulduðu Helgafellsbyggingar Mosfellsbæ um 200 milljónir vegna samnings um uppbyggingu í Helgafellshverfi. Samningsaðilar ákváðu að skuldin yrði gerð upp með útgáfu víxla. Til tryggingar greiðslu víxlanna fékk bærinn veð í annarsvegar byggingarrétti á tveimur fjölbýlishúsalóðum við Gerplustræti með um 57 íbúðum og hins vegar einbýlishús við Brekkuland. Til að gera skuldina upp seldi Mosfellsbær víxlana og gekkst þar með undir s.k. framsals- eða seljandaábyrgð. Ekki er ágreiningur um að bænum hafi verið heimilt að taka víð víxlunum sem greiðslu. Það er hinsvegar álitamál hvort framsalsábyrgðin sé í samræmi við 6.mgr.73. gr. sveitarstjórnarlaga. Innanríkisráðuneytið og LEX lögmannsstofa telja svo ekki vera en Juris lögmannsstofa og KPMG endurskoðun eru á gagnstæðri skoðun. Bæjarfulltrúum D- og V-lista þykir miður að möguleiki sé fyrir hendi að í þessu máli hafi ekki verið farið að lögum. Það skal þó fullyrt að bæjarfulltrúar sem og embættismenn sem að málinu komu unnu í góðri trú um að ekkert væri athugavert við málsmeðferðina. Að málinu unnu löglærðir embættismenn og endurskoðendur bæjarins og allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir stóðu samþykktu gjörninginn enda talin besta leiðin til að tryggja hag bæjarins.$line$Það var mat manna á þessum tíma að sala víxlanna væri eina leiðin til að fá skuldina greidda enda gekk það eftir. Bærinn gengur frá málinu fullkomlega skaðlaus, skuldin er uppgerð að fullu og veðin sem bærinn tók fyrir greiðslu skuldarinnar hafa verið afhent núverandi skuldareiganda sem er Landsbankinn. Vissulega er slæmt að um framsalsábyrgðina sé deilt á meðal lögmanna en mest um vert er að bærinn hlýtur ekki fjárhagslega skaða.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.$line$Mál þetta á rætir sínar að rekja allt til júli mánaðar 2008 er samþykkt var að freista þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins með því að samþykkja greiðslu í formi víxils frá Helgafellsbyggingum, með tryggingu sem metnar voru á þeim tíma fullnægjandi, sem síðan yrði seldur með hefðbundinni seljandaábyrgð. Að þessu máli kom lögfræðingur sem þá gengdi stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs tímabundið. Engar efasemdir komu fram um að ekki væri fyllilega lagalega rétt staðið að málum. Þróun málsins allt til september 2009 var af sama meiði og engar efasemdir uppi um lögmæti þess. Haustið 2010 koma fram ábendingar að gjörningur þessi gæti stangast á við lög og var því samþykkt að leita álits lögmansstofunnar LEX sem kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að sveitarstjórnarlögum. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu var samþykkt að leita álits Innanríkisráðuneytisins sem nú liggur fyrir þar sem komist er að sömu niðurstöðu og hjá lögmansstofunni LEX. Jafnframt liggur fyrir álit frá Juris slf. þar sem komist er að annari niðurstöðu og m.a.bent á hæstaréttardóm því til stuðnings. Ljóst er að um lögfræðilegt álitamál er að ræða og að ekki næst endanleg niðurstaða nema fyrir dómstólum. Burt séð frá lögfræðilegum ágreiningi í máli þessu er ljóst að Mosfellsbær hefur ekki skaðast fjárhagslega af þessum viðskiptum við Helgafellsbyggingar. Þvert á móti voru hagsmunir bæjarins tryggðir og komið í veg fyrir fjárhagslegan skaða sem þó réttlætir ekki lögbrot ef um það hefur verið að ræða.$line$Til að tryggja eins og kostur er að ávallt sé farið að lögum ber nauðsyn til að endurbæta verkferla hvað lögfræðileg álitamál varðar.$line$ $line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Nú er ljóst skv. Innanríkisráðuneytinu að "sú ákvörðun Mosfellsbæjar að gangast í framsalsábyrgð vegna þriggja víxla útgefnum af Helgafellsbyggingum hf. ... hafi ekki verið í samræmi við ákvæði 6. mgr. 73. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998" og "mat ráðuneytisins að ákvörðun Mosfellsbæjar um að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna láns að upphæð kr. 246.000.000 sem NBI hf. veitti Helgafellsbyggingum hf. þann 24. september 2009" hafi ennfremur verið ólögleg.$line$$line$Þar með er aftur staðfest að þeir fulltrúar D-, S-, V- og B-lista sem sátu í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili brutu með samþykki sínu ákvæði sveitarstjórnarlaga. Ákvæðin eru sett til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins, íbúa þess og sem vörn gegn spillingu.$line$Til viðbótar við lögbrotin var svo hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar kastað fyrir róða með því að tryggja lánin á ófullnægjandi hátt.$line$$line$Íbúahreyfingin átelur framgöngu bæjarstjóra í fréttum RÚV hinn 14. janúar s.l. þar sem hann varpar ábyrgð á umræddum gjörningi á embættismenn bæjarins. Bæjarstjórinn minnist ekki á lögfræðiálit sem Mosfellsbær sannarlega fékk frá Lex lögmannsstofu sem er samhljóða úrskurði innanríkisráðuneytisins um fortaksleysi ákvæðanna sem brotið er gegn en vísar í að "tvö lögfræðiálit séu með aðra niðurstöðu en ráðuneytið". Það er langt til seilst að kalla tölvupóst frá endurskoðendum bæjarins lögfræðiálit enda kemur þar fram að þeir telji æskilegt að óska eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hitt "álitið" er svo "drög að punktum" frá Júris sem ekki er undirritað af lögfræðingum stofunnar. $line$$line$Bæjarstjóri ber því einnig við að lögbrotin hafi verið "eina leið bæjarins á sínum tíma til að fá framgengt að fá þessa skuld greidda". Það er ótrúverðugt og ekki boðlegt fyrir yfirvöld að brjóta lög, óháð því hvort talið sé að af því hljótist fjárhagslegur ávinningur. Slíkt kallast spilling.$line$$line$Öll framganga meirihlutans í málinu hefur einkennst af ógagnsæi og leyndarhyggju og Íbúahreyfingin krefst afsagnar þeirra bæjarfulltrúa sem stóðu að þessum ólöglegu samningum þegar í stað.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.$line$$line$$line$Tillaga S-lista Samfylkingar.$line$Bæjarráði verði falið að gera tillögu að skriflegum verkferlum stjórnsýslunnar hvað varðar lögfræðileg álitamál og leggi fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Verkferlarnir taki m.a. til lögfræðilegs mats á ákvörðunum og samþykktum áður en til þeirra kemur og þess að skyllt sé að leita lögfræðilegs álits, úrskurðar ráðuneytins eða ríkisstofnana, eftir eðli máls, ef um lögfræðileg álitamál er að ræða sem og venjur stjórnsýslunnar við stjórnsýsluákvarðanir.$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að vísa tillögunni til bæjarráðs til meðferðar og var hún samþykkt með sex atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin leggur til að óháðir aðilar verði fengnir til þess að rannsaka viðskipti Mosfellsbæjar og Helgafellsbygginga ehf. Bæjarráði verði falið að útbúa nánari rannsóknarlýsingu.$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Erindið að öðru leyti lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
- 10. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1104
Álit Innanríkisráðuneytisins frá 21. desember 2012 sem ráðuneytið hefur haft til meðferðar varðandi ábyrgðarveitingu Mosfellsbæjar.
Álit Innanríkisráðuneytisins lagt fram til kynningar.
- 5. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1082
Erindi Innanríkisráðuneytisins þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að koma að frekari gögnum, upplýsingum eða sjónarmiðum í málinu.
Til máls tóku: HP og ÞBS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu sem felst í að upplýsa um nýgerðan samning á milli Landsbankans og Mosfellsbæjar sem málið varðar.
Áheyrnarfulltrúi M lista lagði fram athugasemdir listans frá 27.4.2011 og óskað eftir að þær yrðu sendar Innanríkisráðuneytinu hafi það ekki áður verið gert.
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að undirbúa svar til ráðuneytisins. Hjálögð eru drög að svari. Í töluliðum 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 9 liggja þegar á gáttinni undir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 10 fylgja hjálagt.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB og BH.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ ítrekar bókun sína frá bæjarráðsfundi 1026 varðandi svarbréf til innanríkisráðuneytisins varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar.<BR>Svarið er í megin dráttum í andstöðu við niðurstöðu lögmanns Mosfellsbæjar sem ritaði minnisblað um málið 2. febrúar 2011.<BR>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarfulltrúar V- og D lista bóka að þeir ítreki fyrri afstöðu sína og að málið sé í ákveðnu ferli.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, drög að svari til Innanríkisráðuneytisins, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 28. apríl 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1026
Áður á dagskrá 1020. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að undirbúa svar til ráðuneytisins. Hjálögð eru drög að svari. Í töluliðum 9 og 10 er vísað til fylgiskjala. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 9 liggja þegar á gáttinni undir 1020. fundi. Fylgiskjöl sem vísað er til í tölulið 10 fylgja hjálagt.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, ÞBS, JS, BH og KT. Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ getur ekki fallist á drögin að svarbréfinu eins og þau eru lögð fyrir bæjarráð þann 28. apríl 2011. Því fer Íbúahreyfingin fram á að tiltekið verði í bréfinu til innanríkisráðuneytisins að stuðningur Íbúahreyfingarinnar við afgreiðslu bæjarráðs á málinu, og eftir atvikum bæjarstjórnar, sé ekki fyrir hendi.Sú afstaða sem mótuð er til málsins í drögunum að svarbréfinu er í megin dráttum í andstöðu við efni og niðurstöðu Lögmannsstofunnar LEX sem ritaði minnisblaðs um málið, dags. 2. febrúar 2011. Tillaga um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera úttekt á kostum og göllum þess að krefjast viðurkenningar á að ábyrgðin sé ógild sbr. niðurlag í minnisblaði Lex.Tillagan er fell með þremur atkvæðum. Bæjarráð telur að ekki sé tímabært að fara í slíka rannsókn. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að senda ráðuneytinu fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
- 16. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #554
<DIV>Afgreiðsla 1020. fundar bæjarráðs, um að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa svar til ráðuneytisins, staðfest á 554. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 10. mars 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1020
Til máls tóku: HS, SÓJ, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa að svara erindi ráðuneytisins.