Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201603007

  • 16. mars 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #667

    Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing. Með­fylgj­andi er um­sögn starfs­manna vegna sam­bæri­legs er­ind­is árið 2015.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að bæj­ar­stjórn taki ekki und­ir þá nið­ur­stöðu bæj­ar­ráðs að synja ósk Yrkju­sjóðs um styrk upp á kr. 150 000 og ákveði þess í stað að styrkja sjóð­inn.
    Til­gang­ur sjóðs­ins er að kenna börn­um að planta trjám og ala þau upp í að þykja vænt um land­ið sitt. Sjóð­ur­inn hef­ur gef­ið út leið­bein­ing­arrit um skógrækt fyr­ir skóla­börn og hef­ur starf hans því bæði menn­ing­ar­legt og vist­fræði­legt gild. Það er dap­ur­legt að bæj­ar­stjórn skuli ekki hafa meiri skiln­ing en raun ber vitni á upp­eld­is­hlut­verki Yrkju­sjóðs .
    Vigdís Finn­boga­dótt­ir stofn­aði Yrkju­sjóð­inn í for­seta­tíð sinni 1992 og hef­ur hann gef­ið grunn­skóla­börn­um í Mos­fells­bæ yfir 13 þús­und trjá­plönt­ur til gróð­ur­setn­ing­ar.

    Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að Mos­fells­bær fari að dæmi ann­arra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og geri þjón­ustu­samn­ing við Skóg­rækt­ar­fé­lag­ið um rekst­ur úti­vist­ar­svæð­is­ins und­ir Hamra­hlíð. Með samn­ingn­um væri fé­lag­inu gert fjár­hags­lega kleift að halda við stíg­um og grisja skóg íbú­um og úti­vistar­fólki til ánægju og yndis­auka.
    Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að til­lög­unni verði vísað til um­ræðu í um­hverf­is­nefnd.

    Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á jafn­mik­ið rækt­ar­land og Mos­fells­bær og legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in því til að bær­inn láti vinna skóg­rækt­ar­skipu­lag fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið, sbr. Borg­ar­skógrækt sem er hluti af að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar. Til­gang­ur­inn væri að skoða hvar skyn­sam­legt er að mynda skjól­belti fyr­ir byggð­ina og búa í hag­inn fyr­ir úti­vistar­fólk fram­tíð­ar­inn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­hliða þessu væri rétt að fá Land­græðsl­una til að meta ástand lands og jarð­vegs inn­an sveit­ar­fé­lags­mark­anna.
    Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að til­lög­unni verði vísað til um­ræðu í skipu­lags­nefnd og um­hverf­is­nefnd.

    Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Bók­un full­trúa V- og D- lista
    Öfl­ugt skóg­rækt­ar­starf er stundað í Mos­fells­bæ í sam­starfi við Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar og í gildi er sam­starfs­samn­ing­ur milli þess­ara að­ila.
    Í vinnslu er á vett­vangi skipu­lags­nefnd­ar vinna við grænt skipu­lag fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið allt. Á um­rædd­um bæj­ar­ráðs­fundi var jafn­framt sam­þykkt til­laga um að Um­hverf­is­nefnd taki sér­staka um­ræðu um skógrækt í Mos­fells­bæ. Mál­ið verð­ur því til um­fjöll­un­ar heil­stætt á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. Bæj­ar­full­trú­ar V- og D- lista vilja leggja áherslu á mik­il­vægi þess að fag­nefnd­ir séu virk­ar í sín­um störf­um og finnst óeðli­legt að bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sé sí­fellt að segja fag­nefnd­um fyr­ir verk­um.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar mót­mæl­ir harð­lega þeirri til­hæfu­lausu ásök­un D-, og V-lista að full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sé að ráðskast með fag­nefnd­ir, nán­ar til­tek­ið um­hverf­is­nefnd og skipu­lags­nefnd, með því að senda þeim til­lög­ur um úr­bæt­ur i skóg­rækt­ar­mál­um. Það er hlut­verk bæj­ar­full­trúa að vinna að mál­efn­um sveit­ar­fé­lags­ins, setja sig inn í mál og koma vitn­eskju sinni og til­lög­um á fram­færi á opn­um fund­um bæj­ar­stjórn­ar. Fyr­ir það þiggja bæj­ar­full­trú­ar laun frá bæj­ar­bú­um. Íbúa­hreyf­ing­in hef­ur reynt að sinna því hlut­verki eft­ir bestu getu og mun halda því áfram þrátt fyr­ir litla þol­in­mæði meiri­hluta D- og V-lista gagn­vart lýð­ræð­is­legri um­ræðu.

    Af­greiðsla 1250. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 667. fundi bæ­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    • 10. mars 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1250

      Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing. Með­fylgj­andi er um­sögn starfs­manna vegna sam­bæri­legs er­ind­is árið 2015.

      Bæj­ar­ráð get­ur ekki fall­ist á um­beðna styrk­veit­ingu þar sem hún fell­ur ekki inn­an fjár­hags­áætl­un­ar.

      Fram­kom­inn til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar er felld með þrem at­kvæð­um.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur mik­il­vægt að Mos­fells­bær styðji bet­ur við bak­ið á skógrækt í sveit­ar­fé­lag­inu en gert er. Verk­efni Yrkju­sjóðs hef­ur mik­ið fræðslu­gildi fyr­ir grunn­skóla­börn og er það hugsað sem hluti af um­hverf­is­fræðslu. Íbúa­hreyf­ing­in harm­ar því þá af­stöðu bæj­ar­ráðs að styrkja ekki Yrkju­sjóð en sjóð­ur­inn hef­ur gef­ið börn­um í Mos­fells­bæ yfir 13 þús­und tré til gróð­ur­setn­ing­ar á und­an­förn­um árum.
      Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að end­ur­skoða þá upp­hæð sem veitt er til skóg­rækt­ar í Mos­fells­bæ yf­ir­leitt og brýnt að um­sókn­in verði tekin til um­fjöll­un­ar í um­hverf­is­nefnd.

      Til­laga full­trúa S-lista
      Um­hverfs­nefnd taki til sér­stakr­ar um­ræðu skógrækt í Mos­fells­bæ, þar á með­al skógrækt á veg­um grunn­skól­anna.

      Til­lag­an er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

      Bók­un full­trúa V-, D- og S- lista
      Öfl­ugt skóg­rækt­ar­starf er stundað í Mos­fells­bæ fyrst og fremst vegna starfs Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar sem og stuðn­ings bæj­ar­ins við það verk­efni. Bæj­ar­ráð vís­ar til þess að unn­ið er að heild­stæðu grænu skipu­lagi, þar sem jafn­framt verði tek­ið á skógrækt, á vett­vagni um­hverf­is­sviðs.