Mál númer 201602249
- 6. september 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #700
Íbúahreyfingin óskar eftir umræðum um verklag við vinnslu á upptökum bæjarstjórnarfunda.
Afgreiðsla 1319. fundar bæjarráðs samþykkt á 700. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. ágúst 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1319
Íbúahreyfingin óskar eftir umræðum um verklag við vinnslu á upptökum bæjarstjórnarfunda.
Óskar Þór Þráinsson (ÓÞÞ), verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu, og Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur tímabært að Mosfellsbær fjárfesti í upptökubúnaði sem gerir mögulegt að sundurgreina mál eftir efni til að auðvelda íbúum að leita uppi mál sem þeir hafa áhuga á að kynna sér.Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar verkefnastjóra skjalavörslu og fjármálastjóra, enda stendur nú þegar yfir vinna þeirra við skoðun á bættum upptökubúnaði.
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. 5. gr. reglnanna hefur sérstaklega verið endurskoðuð frá framlagningu síðustu draga.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fram komi neðanmáls við 5. gr. reglna um upptökur á bæjarstjórnarfundum að einungis D- og V-listi standi að baki ákvæðinu. Íbúahreyfingin á enga hlutdeild í textanum og telur það vera lýðræðislega sanngirniskröfu að það komi skýrt fram.
Sigrún H PálsdóttirTillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1251. fundar bæjarráðs samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem fulltrúar D- og V-lista hafa viðhaft í tengslum við endurskoðun á 5. gr. reglna um hljóðupptökur á bæjarstjórnarfundum og því gerræði að settar séu reglur í nafni bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem einungis meirihlutinn stendur að baki.
Hvorki Alþingi né aðrar sveitarstjórnir hafa sett sér reglur til að stýra því hvernig fólk og fjölmiðlar umgangast upptökur af opinberri stjórnmálaumræðu sem segir sína sögu um fánýti ákvæðisins.
Íbúahreyfingin telur auk þess að skynsamlegra hefði verið að vísa í meiðyrðalöggjöfina en að semja ákvæði sem á sér enga lagastoð.
Sigrún H PálsdóttirBókun D- og V- lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista vísa því á bug að viðhöfð hafi verið ólýðræðisleg vinnubrögð við meðferð þessa máls. Þvert á móti var samþykktum reglum breytt til að koma til móts fleiri sjónarmið m.a. áheyrnarfulltrúa íbúahreyfingarinnar í bæjarráði. - 17. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1251
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. 5. gr. reglnanna hefur sérstaklega verið endurskoðuð frá framlagningu síðustu draga.
Breytingatillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að 5. gr. reglna um upptökur á fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hljóði framvegis svona:
Upptökur af fundum bæjarstjórnar eru eign Mosfellsbæjar og skulu þær eingöngu notaðar í málefnalegum og lögmætum tilgangi.Breytingartillaga er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Endurskoðaðar reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar samþykktar með tveimur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnaði upphaflega endurskoðun á 5. gr. reglna um upptökur á bæjarstjórnarfundum en getur engan veginn tekið undir þá tillögu sem fylgdi fundarboði bæjarráðs. Það tíðkast ekki að sitjandi bæjarstjórn beini vinsamlegum tilmælum til fólks í reglum sem eiga að gilda um tiltekin atriði í rekstri sveitarfélaga. Í textanum er líka verið að ætla fólki og fjölmiðlum að afbaka og gefa vísvitandi ranga mynd af umræðum á fundum bæjarstjórnar. Það er lítil reisn yfir því að tiltaka svona hluti í reglum og nægir fullkomnlega að minna fólk á að nota upptökurnar í málefnalegum og lögmætum tilgangi. - 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. Bæjarráð frestaði afgreiðslu reglnanna á síðasta fundi sínum.
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1249
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. Bæjarráð frestaði afgreiðslu reglnanna á síðasta fundi sínum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að endurskoða texta 5. gr. reglnanna með hliðsjón af umræðum á fundinum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar því að bæjarráð skuli vera tilbúið til að endurskoða 5. gr. reglna um hljóðupptökur.Bæjarráð ítrekar að umræddar reglur eru frá árinu 2010 og nú er um að ræða endurskoðun á þeim.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram.
Afgreiðsla 1248. fundar bæjarráðs samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. febrúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1248
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram.
Frestað.