Mál númer 201603043
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Stein Þorvaldssyni dags. 13. sept. 2016 með ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun skipulagsnefndar með bréfi dags. 31. ágúst 2016.
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #421
Borist hefur erindi frá Guðrúnu Sigurðardóttur og Vali Stein Þorvaldssyni dags. 13. sept. 2016 með ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun skipulagsnefndar með bréfi dags. 31. ágúst 2016.
Nefndin felur formanni, varaformanni og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst. Frestað á 417. fundi.
Afgreiðsla 418. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #418
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst. Frestað á 417. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og annast gildistökuferlið.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 417. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #417
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr.43. gr. skipulagslaga 25. maí 2016 með athugasemdafresti til 8. júlí 2016. Ein athugasemd barst.
Frestað.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar ásamt tillögu að breytingum á deiliskipulagi Lundar frá 2010.
Afgreiðsla 412. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #412
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar ásamt tillögu að breytingum á deiliskipulagi Lundar frá 2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Lund með þeirri breytingu að aðkomuvegur verði eins og á uppdrætti sem lagður var fram á 408. fundi skipulagsnefndar.
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Tekið fyrir að nýju erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar um breytingar á deiliskipulagi Lundar, m.a. svo að þar megi reka ferðamannaþjónustu.
Afgreiðsla 409. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #409
Tekið fyrir að nýju erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar um breytingar á deiliskipulagi Lundar, m.a. svo að þar megi reka ferðamannaþjónustu.
Nefndin lýsir sig jákvæða gagnvart uppbyggingu ferðamannaþjónustu að Lundi, en þó í minna umfangi en framlögð tillaga gerir ráð fyrir. Forsenda slíkrar breytingar á deiliskipulagi er að jafnframt verði gerð breyting á aðalskipulagi og skilgreiningu landnotkunar viðkomandi hluta landsins breytt úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Lagt fram erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h. Hafbergs Þórissonar þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Lundar í Mosfellsdal samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti.
Frestað.