Mál númer 201602048
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Hafsteinn Helgason Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 49,8 m2, 518,2 m3.
Afgreiðsla 290. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 676. fundi bæjarstjórnar.
- 7. júlí 2016
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #290
Hafsteinn Helgason Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 49,8 m2, 518,2 m3.
Samþykkt.
- 8. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #673
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á frístundalóðum í Hamrabrekkum var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 414. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 673. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #414
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á frístundalóðum í Hamrabrekkum var auglýst 12. apríl 2016 með athugasemdafresti til 24. maí. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna óbreytta og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 10. mars 2016. Engin viðbrögð hafa borist.
Afgreiðsla 410. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. apríl 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #410
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum á svæðinu með bréfi dags. 10. mars 2016. Engin viðbrögð hafa borist.
Nefndin samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar í Hamrabrekkum að því er varðar lið 6 stærð og gerð húsa. Framsetning tillögunnar miðast við að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga sem breyting á deiliskipulagi.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum í deiliskipulagi frístundabyggðar í Hamrabrekkum að því er varðar lið 6 stærð og gerð húsa. Framsetning tillögunnar miðast við að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga sem breyting á deiliskipulagi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir skráðum eigendum frístundalóða í Hamrabrekkum.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Frestað á 405. fundi.
Afgreiðsla 406. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.
Afgreiðsla 281. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 665. fundi bæjarstjórnar.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #406
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir. Frestað á 405. fundi.
Nefndin samþykkir að ákvæði um hámarksstærð húsa í gildandi deiliskipulagi að Hamrabrekkum verði breytt til samræmis við stefnumörkun aðalskipulags 2011-2030, og felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu um það hvernig staðið skuli að breytingunni.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.
Lagt fram á 405. fundi skipulagsnefndar
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn Glámu-Kím arkitekta. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar, þar sem húsið sem sótt er um er stærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Frestað.
- 4. febrúar 2016
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #281
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið en í deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir einnar hæðar húsi með mænisþaki að hámarki 50,0 m2.